Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stoke

Er það ekki írónískt að stjórinn sem Gunnar Þór Gíslason rak sé sá sem kom Stoke upp í úrvalsdeildina.

Var það ekki hótun Magnúsar Kristinssonar um að selja sig út úr félaginu sem olli brottrekstrinum?

Mig minnir að hann hafi verið ósáttur við að Tony Pulis vildi leikmenn frá Bretlandseyjum en ekki Íslandi.

Í 26 manna hópi Stoke eru 6 sem eru ekki frá Bretlandseyjum, 4 af þessum 6 hafa leikið á Englandi í meira en 6 ár. Það er ekki hægt að segja annað en stefna Pulis hafi skilað meiri árangri en MAgnúsar og Gunnars.

 


Höfuðborgin í vanda

Gríðarleg aukning í morðum hefur átt sér stað í DC undanfarið.

Öll aukningin er í hverfum sem við förum aldrei til.

Hér er mynd af morðum og afbrotum þar sem byssur koma við sögu sl. tvo mánuði:

 

dc_crime

18 af þessum 26 morðum voru framin í apríl.

Við heimsækjum nær eingöngu hverfi 1 og 2. Þar er öruggt að vera.

Eitt sinn tók ég vitlausa beygju og keyrði í gegnum hverfi 7.

Það var seint um kvöld, mér leið ekki vel. 

 

Þrátt fyrir þetta er DC frábær og stórskemmtileg borg. 


"Stjörnublaðamaður" sækir um

Það vakti athygli mína að "stjörnublaðamaðurinn" Sigríður Dögg Auðunsdóttir sækir um stöðu upplýsingafulltrúa Ísafjarðar skv. frétt BB.is.

Er málið þá ekki leyst? Getur bærinn gengið framhjá drottningu íslenskrar rannsóknarblaðamennsku? Hún er nú verðlaunahafi og því fyrirmynd annarra. Er það ekki?


Líf og dauði á mynd

The Guardian fjallar í dag um ljósmyndasýningu þýska ljósmyndarans Walter Schels sem opnar í London í næstu viku. Sýningin er myndir af 24 einstaklingum fyrir og eftir dauðann, aldur fyrirsætanna er frá 17 mánuðum til 83 ára. Á vefnum eru birtar myndir af 11 manns, fyrir og eftir og brot úr sögu þeirra.

Myndirnar 22 eru hér.

Þetta er ekki einhver huglæg nekrófílía heldur ótrúlega sterkar myndir láta mann ekki ósnortinn.

"Of course we got to know these people because we visited them in the hospices and we talked about our project, and they talked to us about their lives and about how they felt about dying," explains Lakotta. "And what we realised was how alone they almost always were. They had friends and relatives, but those friends and relatives were increasingly distant from them because they were refusing to engage with the reality of the situation. So they'd come in and visit, but they'd talk about how their loved one would soon be feeling better, or how they'd be home soon, or how they'd be back at work in no time. And the dying people were saying to us that this made them feel not only isolated, but also hurt. They felt they were unconnected to the people they most wanted to feel close to, because these people refused to acknowledge the fact that they were dying, and that the end was near."


Fimm forritarar?

Andrés Jónsson bendir á það á eyjunni að bændasamtökin fá 534 milljónir frá almenningi á þessu ári. Hálfur milljarður rennur frá almennum skattgreiðendum til að reka hagsmunasamtök bænda!

Þegar vefur bændasamtakanna er skoðaður þá kemur í ljós að samtökin hafa sextíu starfsmenn, þar eru verkefnisstjórar, ráðunautar, ritstjórar, blaðamenn og fimm forritarar!

Með fullri virðingu en forrit eru skóflur. Hafa forsvarsmenn bændasamtakanna aldrei heyrt minnst á verkaskiptingu?

Þó er það kannski ekki skrítið að samtök boða sjálfbærni stefni sjálf að verða sjálfbær.

Það væri því ekki óeðlilegt fyrir bændasamtökin að hefja framleiðslu á öðrum tækjum sem starfsmenn nota við vinnu sína. Það mætti koma upp bóndi.is vörulínu, allt frá grunnskrifstofubúnaði til sérhæfðari tækja.

Á vef BÍ segir:

Bændasamtök Íslands (BÍ) smíða og þróa forrit eða flytja inn og aðlaga fyrir íslenskar aðstæður. 

Semsagt BÍ er hugbúnaðarfyrirtæki sem rekið er fyrir skattfé.

Myndin hér að neðan er frá kynningarherferð BÍ fyrir hugbúnaði sínum. Mennirnir á myndinni eru báðir starfsmenn BÍ. 


Sjötta sóttin

Tanntakan reyndist bara yfirskyn. Örverpið er komið með sjöttu sóttina (Roseola Infantum)

Hún er líklega bara svona séð, að ýta augntönnunum fram fyrst hún var komin með hita, illu best aflokið og svo framvegis.

Það er þó betra að klára þetta núna á meðan við erum hér. Það hefði verið verra að fá þetta á leiðinni heim.(skrifa enn heim þegar ég á við Ísland) Eldri systirin fékk fyrir 3 árum flensu, daginn sem við komum til New York. Helgi á hótelherbergi í NY og ferðalag til DC og Blacksburg í Virginíu var rosa stuð.

Þó ekki jafnmikið fjör og þegar sá sem þetta skrifar fékk hlaupabólu á leið á ráðstefnu í Helsinki, þrjátíu og eins árs.  Ég hef átt betri daga....

 Dagurinn sem sjötta sóttin lét til skara skríða

helena


Fjórar augntennur

Það er hefur ekki mikið orðið úr verki eða sofið undanfarna daga. Fjórar augntennur eru að brjótast fram í örverpinu sem unir því alls ekki vel.

Hitinn hefur þó sjatnað og vonandi er það versta yfirstaðið.

Í Ameríku hafa menn áhyggjur af efnahagi en það er ekki sami vonleysisvællinn og maður les í íslenskum fjölmiðlum og á bloggi.  Er þetta ekki bara hugarástand? Fyrir 20 mánuðum var dollarinn í 73 kr. þá hafði krónan sigið úr því að vera 59 kr pr. dollar á aðeins 8 mánuðum. Sveiflan er skarpari og dýpri núna. En hvar eru allir þeir sem töldu haustið 2005 að hátt gengi væri að sliga fyrirtækin í landinu og kröfðust aðgerða.

Þá var ekki  þverfótað í fjölmiðlum fyrir mönnum úr upplýsingatæknigeiranum sem töluðu um að þeir þyrftu að flýja land með fyrirtæki sín. Þeir gleðjast vonandi núna.


Men's Bitter Chocolate

ÍPocky_mens asíska stórmarkaðnum H-mart er hægt að finna allt milli himins og jarðar. Þar er að finna besta fiskborð sem ég hef séð hér vestra, stundum fæst íslenskur þorskur og alltaf nokkrar tegundir lifandi fiska. Frábært grænmetis- og ávaxtaúrval á ótrúlegu verði. Ekki síður er þar að finna japanska nammið/kexið Pocky.

Pocky eru súkkulaðihúðaðar saltstangir án saltsins, eitt besta snakk sem ég hef smakkað í síðari tíð.

Eftirlætistegundin mín er að sjálfsögðu hin sófistíkeraða útgáfa sem heitir Men's Bitter Chocolate.

Tegundirnar eru óteljandi og allar ábyggilega gómsætar. En Herra Pocky er mitt val.


Ég fíla Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson...

Hann er eðalmaður Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson formaður Orators og hefur algjörlega rétt fyrir sér í þessari jafnréttisnefndarbókunar/Gríms geitskórs deilu.

Orator fordæmir bókun jafnréttisnefndar HÍ 

Í raun er það furðulegt að Brynhildur Flóvens hafi staðið að þessari bókun nema henni sé sérstaklega uppsigað við  eitt skemmtilegasta menningarrit háskólans. 

Ég man það amk að ég greip Grím í hvert sinn sem ég var í stjórnmálafræðitímum í Lögbergi og las. Ég átti marga vini í lagadeildinni og gat mér til ánægju, oft fundið eitthvað misjafnt um þá í þessum trausta fréttamiðli.

Allir sem lesið hafa Grím átta sig á því hverskonar blað er um að ræða og það er synd að í jafnréttisnefnd HÍ skuli ekki vera einhver sem kunni að segja fólki að slappa aðeins af og hafa frekar áhyggjur af einhverju sem skiptir máli.

Villi kann það, enda eðalmaður.


Verðgetraun

Í tilefni þess að búnaðarþingi 2008 er nýlokið langar mig til að leggja eftifarandi getraun:

mangoÉg fór út í matvörubúð í gær og keypti nokkra hluti, hvað kostaði karfan?

  • Baguette brauð
  • Kippa af Heineken flöskubjór
  • Lítri af hreinu jógúrti
  • Eggjabakki
  • 130g af Kólumbía kaffibaunum
  • 100g af hvítlauk
  • 70g af engiferrót
  • 20g fersk mynta (lítð box)
  • 200g Rauð paprika
  • 2 stórir Mangóávextir

Við skulum miða gengi við 68 kr. svo skulum við ræða matvælaverð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband