Verðgetraun

Í tilefni þess að búnaðarþingi 2008 er nýlokið langar mig til að leggja eftifarandi getraun:

mangoÉg fór út í matvörubúð í gær og keypti nokkra hluti, hvað kostaði karfan?

  • Baguette brauð
  • Kippa af Heineken flöskubjór
  • Lítri af hreinu jógúrti
  • Eggjabakki
  • 130g af Kólumbía kaffibaunum
  • 100g af hvítlauk
  • 70g af engiferrót
  • 20g fersk mynta (lítð box)
  • 200g Rauð paprika
  • 2 stórir Mangóávextir

Við skulum miða gengi við 68 kr. svo skulum við ræða matvælaverð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Ragnarsdóttir

>Langar svona a slá á hvað þetta gæri hafa kostað, reyndar bý sjálf í Danmörku svo ég þekki orðið lítið verð á íslandi. Ég giska á að þetta hafi verið um 8 dollarar.

Kveðja frá Danaveldi

Sigríður Ragnarsdóttir, 10.3.2008 kl. 06:14

2 identicon

Þetta ku hafa kostað 1.023.-

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 07:24

3 identicon

Ég myndi giska á ca. 18 dollara sem gerir 1224 kr. Það sem líklega  hleypir verðinu upp er að þú ert bjór í körfunni hjá þér sem er innfluttur.

Bjössi. (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 07:55

4 identicon

Ég veit ekki hver þú býrð en hér á Íslandi myndi þetta kosta ca. 3.000-3.500 kr held ég.

Vilborg (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 12:00

5 identicon

Íslenskt verðlag væri 40-50 USD.  Held að þessi bjórkippa hafi vart kostað undir 12 dollurum en restina færðu fyrir lítið - eigum við að segja 20 USD?

Sigþór (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 15:52

6 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Mér finnst allir frekar bjartsýnir fyrir mína hönd.

Heildarverð fyrir herlegheitin voru 24$ eða 1632 kr miðað við 68 kr pr. dollar.

Þar af kostaði kippan af innfluttum Heineken bjór 7$(kippa af innlendu gutli er undir 5$ og í útsölumarkaði er kassinn af Heineken 24$).  Þannig að án bjórsins væri þetta  1156 kr.

Það má vera að ég hafi eitthvað ruglast í umbreytingunni úr únsum og pundum annarsvegar yfir í kíló og lítra.

Ég bý á einu af dýrustu svæðum Bandaríkjanna, laun og fasteignaverð hér eru mikið hærri en 95% bandaríkjamanna búa við. Það hefur auðvitað áhrif á matvælaverð.  Matvöruverslanir starfa í þannig samkeppnisumhverfi þær leyfa sér ekki meira en 1-2% hagnað á vörum.

Friðjón R. Friðjónsson, 10.3.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband