Færsluflokkur: Bloggar

Um kristilegt skólastarf

Karitas dóttir mín er í kristilegum skóla hérna, við völdum hann því hann bar af þeim skólum sem við skoðuðum. Meðal starfsaldur kennarana var rúm 10 ár, allt skólastaf var til fyrirmyndar og það sem gerði útslagið var að flest börnin klára 4 ára bekkinn læs. Á meðan 4 ára börn heima fá ekki að læra, er dóttir mín að læra m.a. spænsku, stærðfræði, lestur og skrift. Þetta er frábær skóli og Karitas er hæstánægð.

Það runnu þó á mig tvær grímur um helgina þegar hún  taldi one, two, three, four, five, six, heaven, eight, nine.

Ég er ekki alveg eins viss um þessa kristilegu menntun lengur...

 


ég er boring...

Facebook er nýtt æði á vefnum, það er ekki maður með mönnum nema að vera með Facebook síðu og síðuhaldari er engin undantekning þar á.

Á Facebook eru skemmtilegar applikasjónir eða forritlingar sem gera mönnum kleift að eyða tíma sínum í vitleysu sem aldrei fyrr. 

Ein þessara applikasjóna heitir Compare People þar sem þér er boðið að bera saman Feisbúkk vini þína og  kjósa á mill, hver er sætust, hverja þú vildir frekar kyssa, hver er með betri tónlistarsmekk, hver er meira kreisí osfrv.

Svo getur maður skoðað hvernig annað fólk hefur kosið um mann sjálfan. Það gefur manni hugmynd um hvernig vinir manns sjá mann.

Sjö af átta vinum mínum fannst ég líklegri til að skrópa í tíma. - OK ef þetta eru gamlir skólafélagar þá hafa þeu eitthvað til síns máls.

Fimm af sex töldu mig líklegri til að vera betri faðir. - Mjög gott en ekki mikið rokk.

Þrír af fjórum töldu mig skipulagðari en annar Feisbúkk vinur þeirra. - Annaðhvort er þetta lið drukkið eða ég veit ekki hvað. Í samanburði við betri helminginn gæti ég ekki skipulagt mig út úr blautum bréfpoka.

Bara einn af þremur vildi frekar fara á stefnumót með mér - hmmpff

og rúsínan í pylsuendanum enginn af fjórum Feisbúkk vinum mínum fannst ég meira kreisí en einhver annar Feisbúkk vinur þeirra!  

Yfir línuna er dómur Feisbúkk vina minna sá að síðuhaldari er tiltölulega traustur, lítið spennandi skrópari.   Næstum því ekkert rokk í mér...

Ég verð kannski að sætta mig við að ég er íhaldspúngur sem nálgast það óðfluga að verða miðaldra og þannig sjá aðrir mig. 

 

Nú kaupi ég mér sportbíl. 


Tölvusíminn og Monty Python

Tölvusími Símans er mikil snilld fyrir útlaga eins og mig, með Tölvusímanum get ég verið með íslenskt símanúmer (499 0723) og svarað í símann í Ameríku. Þar sem íslenskir símnotendur eru að hringja eftir landlínu í tölvu hjá símanum greiða þeir eftir því, eða ekki, 0 kr. fyrir flest heimasíma, 0 kr. fyrir mig að hringja í heimasíma og fyrirtæki.

Hljóð- og talgæði eru mjög góð, stundum er síminn snilldarfyrirtæki, reyndar æ oftar í seinni tíð.

--------- 

Í Post-Þakkargjörðarletivafri rakkst ég á snilldar síðu fyrir nörda eins og mig. einhver snillingur tók saman fyrir ári safn af 150 Monty Python sketsum.

Þessi hér að neðan var nýlega valinn af breskum sjónvarpsáhorfendum 8. minnistæðasta atvik í sögu sjónvarpsins, á eftir 11. sept og úrför Diönu Prinsessu en minnistæðara en morðið á Kennedy.

 


1000 km og 4400 kalóríur

turkey_thanksgivingÉg heyrði það í fréttum fyrir nokkrum dögum að meðal bandaríkjamaður borðar 4400 kalóríur í dag, þakkagjörðardaginn. Kalkúnn, fylling, sósa , sætar kartöflur verða á borðum tengdaforeldranna í dag, allt eins og hefðin segir til um.

Þakkagjörð er stærsta fjölskylduhátiðin hér vestra,  tæpar 40 milljónir manna ferðuðust meira en 80 km í gær og dag til að eyða hátíðinni með fjölskyldum sínum.

Litla útlagafjölskyldan keyrði í 13 klst. í gær til að komast í þakkargjörðarkalkúninn. Við lögðum af stað uppúr 6 um morguninn og komum á leiðarenda nánast á slaginu 7. Við keyrðum 1000 km og eyddum um ca. 90$ í bensín eða um 5600 kr. Hér emja menn yfir ofboðslega háu bensínverði sem er líklega um 50 kr á lítrann. Svipurinn á mönnum þegar ég útskýri að heima borgi menn tæpa 8$ fyrir gallonið (það kostar um 3$ hér) er óborganlegur.  Íslendingar eru annaðhvort lyddur að láta þetta yfir sig ganga eða þeim er haldið í einhverjum sósíalískum fjötrum sem ekki er hægt að skilja. Hvor skýringin sem menn leita til, vorkenna þeir íslendingum mjög að búa við þessa skattpíningu.

 


Carpe diem

Hann var að fara út með ruslið og hélt svo áfram að labba.

Áttaði sig svo á því að honum var mál að pissa og leit ekki glaðan dag eftir það.



vísnahornið

Bloginu hefur borist eftirfarandi vísa frá Arnljóti Bjarka Bergssyni

Hún er fyrirtaks föstudagsmeti. 

Hvar er fátæktin?
Hvar er lífið sem ég þekki?
Oh, oh örbirgðin,
—hvar er dauði sopinn úr skel?
Hvar er fátæktin?
Hvar eru allar mínar sannanir?
Oh, oh örbirgðin,
hvar er dauði sopinn úr skel?
Hvar er fátæktin?

 

Góða helgi. 


Ísland ekki Costa Rica

ksi-merkiHinir og þessir hér á bloginu fara mikinn vegna framboðs þingfréttaritara Morgunblaðisins til formanns KSÍ. (Stefáni Páls og Sverri Jakobs hlýtur að svíða að draumastúlka kaninku opnaði moggablogsíðu fyrir framboðið) Mér er ekki sama hver vinnur þennan slag. Mínar forsendur eru hinsvegar ekki kvenfrelsi heldur kverúlans. Ég vil að sá vinni sem hendir núverandi merki KSÍ á haugana. 

Það var einhver tíska undir lok níunda áratugarins að skemma gömul merki og koma með ný, væntanlega til að sjá grafískum hönnuðum fyrir vinnu. Sjálfstæðiflokkurinn gerði þessi reginmistök, hér má sjá fallegan fálka  og hér er illfyglið nýji túrbófálkinn. Það voru fleiri aðilar sem létu undan einhverju auglýsingastofu-PR rugli en fáir gerðu það af jafnmiklu smekkleysi og KSÍ.

Costa Rica

Það fer nefnilega ósegjanlega í taugarnar á mér að landslið Íslands leiki undir fána Costa Rica. Costa Rica er vinalegt land, líkt og Ísland þá eiga þeir ekki her en þar er ólíkt hlýrra en hér þar sem Allsnægtaströnd er í mið Ameríku, mitt á milli Panama og Nicaragua. Ég hef ekkert á móti þessu blessaða landi, ég skil bara ekki af hverju íslensku landsliðin í fótbolta þurfa að keppa undir fána þess.

kksiHvað framboð Höllu varðar er það eina sem ég hræðist við framboð hennar er að stjórnmálaskoðandir hennar og tilhneigingar til að afsaka einræðisríki og/eða stuðningsmenn hryðjuverka yrðu til að undir hennar forystu yrði merki KSÍ meira í þessum stíl. -->

Hver svo sem sem kippir þessu í liðinn og færir merki þessa góða sambands í fyrra horf fær minn stuðning.

Að lokum óska ég þess að núverandi merki KSÍ verði sent til austur London og falli þar um deild og verði þaðan selt til Síberíu. Gamla góða

 

 

 


Lesinn í Tehran

Mogginn fer víða það er ljóst. Ég var að skoða hvaðan heimsóknir á þetta blog koma. Undanfarna 2 daga, sunnudag og mánudag, hef ég fengið heimsóknir frá : 

  1. Íslandi
  2. USA
  3. Denmark
  4. United Kingdom
  5. Sweden
  6. France
  7. Belgium
  8. Spain
  9. Austria
  10. Germany
  11. Canada
  12. China
  13. India
  14. Finland
  15. Norway
  16. Iran, Islamic Republic of
  17. Morocco
  18. Turkey
  19. Uganda
  20. Italy
  21. Czech Republic
  22. Qatar

kort

Eins og sést af kortinu þá eru flestar heimsóknirnar utanlands frá Evrópu og USA en það leynast þarna nokkrir exótískir staðir. Casablanca, Doha, Ankara, Kampala, Shanghai og Peking. En tveir staðir koma mér verulega á óvart og það eru Samalkha á N- Indlandi og Tehran. Samalkha er 30 þúsund manna smábær, sem pínulítið á Indverskan mælikvarða. Tehran er síðan einhvernveginn ekki bærinn sem ég bjóst við að fá lesendur frá.

Google Analytics er magnað tæki. Það er hægt að greina heimsóknirnar liggur við heim til fólks. Ég sé til dæmis að helmingur þeirra heimsókna sem hafa komið inn á síðuna í gegnum tengil á síðunni tadds.blogspot.com eru frá Miami í Florida og viðkomandi á viðskipti við Comcast Cable.  Ég man eftir fóstbræðrum sem sóru af sér öll tengsl við þessa síðu eitt haustkvöld á Selfossi fyrir nokkrum árum. Núna vinnur annar í þarnæsta húsi við mig, hvar ætli að hinn sé?


Afmælisbarn gærdagsins

var vinur minn Halldór Karl Högnason, vinir hans og vandamenn höfðu sameinast í kvikindislegri hundsun á afmælinu en dagurinn endaði svo í óvæntri veisu. Allan daginn hafði greyið dóri reynt að fá fólk til að óska sér til hamingju við dræmar undirtektum. Meira að segja kærasta hans þóttist þurfa að fara að vinna um kvöldið þannig hann sá fram á einmannalegt kvöld. Honum sárnaði líka sérstaklega hve erfitt það var að draga hamingjuóskirnar út úr mér á MSN. Samtalið tók tæpar 10 mínútur.

16:36:58  Halldór: veistu hvaða dagur er í dag ?
16:37:41  fridjon: já, það er fimmtudagur
16:38:26  fridjon: veistu ekki hvaða dagur er?
16:38:46  Halldór: jú, ég veit það uppá hár.
16:39:09  fridjon: Það er nú gott
16:39:34  Halldór: einmitt.
16:41:53  Halldór: jæja, það er til skúffukaka hérna heima, ef ykkur langar í.
16:42:22  fridjon: noh, assgoti er það grand
16:42:42  fridjon: við erum með matarboð á morgun fyrir fjölskylduna
16:42:50  Halldór: aha
16:42:56  fridjon: erum að byrja að búa til dót í kvöld
16:43:04  fridjon: svo við klárum einhverntíma
16:43:25  Halldór: jæja, ég á afmæli í dag.
16:43:34  fridjon: hey, til hamingju

              

Hann varð svo ósköp glaður þegar hann kom heim í gærkvöldi og þar tóku 20-30 manns á móti honum með afmælissöng og partýstemningu.  

Þá áttaði hann sig á því að hann á illa innrætta vini og kærustu sem eru með kvikindislegan húmor, því við höfðum svo gaman af blekkingunni. Að draga hann niður bara til að skjóta honum upp eins og rakettu.


Algjör illi.

illi er orð sem ég og minn næsti yfirmaður vorum að ræða fyrr í dag. Þá er ég að tala um orðið illi í merkingunni að vera algjör illi. (Vil taka það fram að við vorum að tala um okkur sjálf en ekki samstarfsmenn eða forstöðumenn undirstofnunar, þar eru engir illar.)

Það sem við erum bara áhugamenn í orðsifjum þá datt okkur ekkert í hug, enda kannski ekki tími til mikilla málkrufninga á miðjum vinnudegi við kaffivélina.

Kann einhver lausnina á illu orðsifjagátunni um illa?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband