1000 km og 4400 kalóríur

turkey_thanksgivingÉg heyrði það í fréttum fyrir nokkrum dögum að meðal bandaríkjamaður borðar 4400 kalóríur í dag, þakkagjörðardaginn. Kalkúnn, fylling, sósa , sætar kartöflur verða á borðum tengdaforeldranna í dag, allt eins og hefðin segir til um.

Þakkagjörð er stærsta fjölskylduhátiðin hér vestra,  tæpar 40 milljónir manna ferðuðust meira en 80 km í gær og dag til að eyða hátíðinni með fjölskyldum sínum.

Litla útlagafjölskyldan keyrði í 13 klst. í gær til að komast í þakkargjörðarkalkúninn. Við lögðum af stað uppúr 6 um morguninn og komum á leiðarenda nánast á slaginu 7. Við keyrðum 1000 km og eyddum um ca. 90$ í bensín eða um 5600 kr. Hér emja menn yfir ofboðslega háu bensínverði sem er líklega um 50 kr á lítrann. Svipurinn á mönnum þegar ég útskýri að heima borgi menn tæpa 8$ fyrir gallonið (það kostar um 3$ hér) er óborganlegur.  Íslendingar eru annaðhvort lyddur að láta þetta yfir sig ganga eða þeim er haldið í einhverjum sósíalískum fjötrum sem ekki er hægt að skilja. Hvor skýringin sem menn leita til, vorkenna þeir íslendingum mjög að búa við þessa skattpíningu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Það virðist vera að í staðinn fyrir að Neytendasamtökin á Íslandi reyni að efla félagsvitund fólks um að berjast fyrir rétti sínum og vekja einmitt upp almenna vitund um neytendamál að þá virðast þessi blessuðu samtök vera orðin samdauna sofandahætti Íslendinga!

Hvort er lengra til Hawaii eða Íslands frá Bandaríkjunum? Væri ekki hægt að fá inngöngu sem 53. ríkið?

Magnús V. Skúlason, 26.11.2007 kl. 00:06

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Það yrði seint sem Ísland yrði 53. ríkið, sérstaklega því þá þyrftum við að bíða eftir númer 51 og 52.

Ég deildi eitt sinn, á menntaskólaárunum við stelpu, sem nú er virtur lögfræðingur, um fjölda fylkja í Bandaríkjunum. Mér tókst að ergja hana svo með því að hafa ekki bara rétt fyrir mér heldur líka að besserwisserast með það að hún vék að því sérstaklega í viðtali við skólablaðið sitt hvað ég væri mikill asni. Þar sem ég var ekki í sama menntaskóla og m.a.s. ekki í sama landshluta og vissu mjög fáir um hvern hún var að tala.

Ég á þetta til stundum að besserwisserast..... 

Friðjón R. Friðjónsson, 26.11.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband