Færsluflokkur: Bloggar

Hræðist ekki...

Pólitíkin er enn helblá þótt útlitið sé vinstigrænt.

Var að dunda mér við í gærkvöldi við að teikna upp aðeins jólalegra útlit fyrir hátíðarnar. Boðskapurinn verður enn rex og pex íhaldspungs.

Ég er ekki mikið jólabarn eins og kannski má sjá, ég er ekki að missa mig í föndrinu. Það bætist kannski í þegar líða tekur að jólum.

Band of Horses er búið renna í Ipoddinum og tölvunni undanfarið, setti inn nýtt lag The Funeral

eðalmúsík  einn desti diskur þessa árs. Lagið tengist jólunum ekkert.

I’m coming up only to hold you under
I’m coming up only to show you wrong
And to know you is hard and we wonder
To know you all wrong, we were

 

At every occasion I'll be ready for a funeral
At every occasion once more is called a funeral
Every occasion I'm ready for the funeral
At every occasion one brilliant day funeral

 


Innkomu dagsins...

átti þriggja ára dóttir mín þegar hún ropaði í beinni útsendingu síðdegisútvarpsins.

mistök dagsins á ég fyrir að hafa ekki kennt Páli Ásgeiri um hljóðin.

Það er hægt að hlusta hér. Atburðurinn á sér stað á 10. mínútu og 3. sekúndu, stuttu síðar heyrist hún ítreka beiðni um klósettferð, þetta er krúttlegasta útvarp sem ég hef heyrt, þó ég segi sjálfur frá.

Annars undirstikar þetta að maður á ekki að taka með sér börn í læf útsendingu. 


Helena Marín Ying

Helena Marín YingFæddist miðvikudaginn 25. okt kl 16.11, 13 merkur og 50 cm. 

Fæðingin gekk mjög vel, móður og barni heilsast vel.

Eins og sjá má er sú stutta kafloðin og gullfalleg.

Nýr vefur systranna verður vonandi til í dag. 

 

 


Ertu farinn upp á slysó?

Er besta spurningin sem ég hef fengið síðastliðna daga. Viðkomandi vinur minn, barnlaus laganemi, er ekki alveg með hugtökin á hreinu, enda aldrei gengið í gegnum þá lífsreynslu að fara uppá slysó og koma heim með erfingja.

Ég hef fulla trú á því að ný Friðjónsdóttir líti dagsins ljós í dag. 

Spennan magnast...

 

Uppfært 12.45

Núna í þessum orðum var Liz að hringja....

Sjáumst í Hreiðrinu. 


Harðsperrur

eru afleiðing þess að hafa farið út að hlaupa í fyrsta skipti í 16 ár. Ég er ákaflega stoltur af því að hafa klárað 10 kílómetrana en það munaði ekki miklu. Það væri kannski til bóta næst að æfa smá. Þá kannski verð ég aðeins ofar en nr. 1633 af 2171 keppenda. Það var pínu niðurlægjandi að sjá á eftir börnum og gamalmennum þar sem þau skildu mig eftir í rykmekki.

Pundit

Álitsgjafinn var í þætti Róberts Marshall, Pressan á sunnudag.

Við töluðum um betri réttarstöðu samkynhneigðra, skoðanakönnun vikunnar, þjóðaröryggi og skýrslu Dr. Bracke um hryðjuverkavarnir. Með mér voru Atli Gíslason, Einar Karl Haraldsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir.

Þáttinn má sjá á Veftíví 

Ég er búinn að ræða við áhorfendurnar og öll fjögur voru sátt við frammistöðuna.

Mér fannst framlag Atla Gíslasonar vera nokkuð merkilegt þegar hann hélt því fram að árásirnar á WTC 11. sept. hefðu verið stríðinu í Afganistan að kenna! Það er ákveðinn tímalapsus í þessari kenningu eins og ég benti á í þættinum. Þá fannst mér vera ákveðinn söknuður í orðum talsmanns kvenfrelsis og jafnréttis yfir örlögum talibanastjórnarinnar. 

 


Dagur grínar

Forsíða Blaðsins í dag er auðvitað bráðfyndin fyrir það hve óforskammaður Dagur BE er. Fyrirsögnin er:

Segir hættu á óafturkræfum skemmdum í hjarta borgarinnar 

Þarna er Dagur BE að tala um mislæg gatnamót við Kringlumýri og er nógu óforskammaður að benda á delluna sem var gerð við Hringbraut og hann sat yfir. Gerið ekki eins og ég gerði heldur eins og ég segi.  Það kemur svo lítið á óvart að það séu skilaboði frá Degi BE.


Þegar menn eru klikkaðir...

þá lesa menn fundargerðir borgarstjórnar.

Það var margt áhugavert sem gerðist þennan fyrsta fund nýja meirihlutans.  Eftir fundinn blés Dagur BE um að hallað sé á konur. Maðurinn sem felldi þriðju konuna í borgarstjórnarstólnum úr sæti sínu.

Það er eitt spaugilegt í ályktun  Dags, hann segir:

Og svo verður það fróðlegt að sjá hvort að eina konan sem slapp inn í stjórn fyrirtækis, Þorbjörg Helga hjá Strætó, verði gerð að stjórnarformanni þess fyrirtækis. Meirihlutinn hefur fært jafnréttisbaráttuna aftur um áratugi. 

 En í upplýsingum um téða stjórn á vef Reykjavíkur segir:

Formennska skiptist milli aðildarsveitarfélaganna.

Fráfarandi formaður er Anna Kristinsdóttir fulltrúi borgarinnar, er þá ekki ljóst að stjórnarformennskan fari til annars sveitarfélags? Ætli að Dagur blási um ójafnrétti ef Guðmundur Rúnar Árnason verður stjórnarformaður? Guðmundur er nefnilega karlmaður úr Hafnarfirði og er fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Strætó bs. 

Sjáum til.

Bjargað af ný-íhaldsmönnum

Mér fannst það ein merkilegasta frétt vikunnar að Ayaan Hirsi Ali sem hinir frjálslyndu Hollendingar ætla kannski að senda úr landi, hafi verið boðið vinna hjá American Enteprise Insitute. Þegar Dr. Michael Rubin kom hingað þá var dregin upp sú mynd af þeirri stofnun af þaðan kæmi bara illt.  Nöfn eins og Cheney, Perle og Wolfowitz voru nefnd, stofnunin hataðist við múslíma og ég veit ekki hvað og hvað.  Svo taka þeir upp á því að bjóða múslímskri konu sem stefnir í að verði flóttamaður vinnu! Þessi illmenni. Það er auðvitað óþolandi þegar heimurinn er ekki svart-hvítur með skýrar línur. En ég er viss um að Elías Davíðsson og restin af "loony-left" liðinu á Njálsgötunni finnur eitthvað til að hallmæla Ayaan Hirsi Ali.


mbl.is Forsætisráðherra Hollands vonast til þess að Hirsi Ali haldi réttindum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísland!

Við erum nefnilega búin að sigra.

Ég er ótrúlega ánægður fyrir hönd RH, magnað.  Hann er sniðugur, strákurinn. 

Webwaste er sniðugt, ég skil það ekki, hef aldrei gert það en það er sniðugt.  Er það kannski pointið?

Hvað vita fílistear eins og ég... 

Btw.
Varúð Firefoxinn hrundi, þetta er safe í IE en refurinn eins og hann er hjá mér hrundi.


mbl.is Ragnar Helgi Ólafsson hlýtur verðlaunin Prix Möbius Nordica
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband