Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 7. október 2008
Samstaða bleh... I'm going underground.
Þetta lag á eitthvað svo vel við...
svo er það líka með einni bestu popphljómsveit sögunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 19. september 2008
Inn eða át?
ég sit hér á kaffihúsi í Alexandríu að vinna.
Það sitja 13 gestir við borð, 11 með fartölvu fyrir framan sig.
7 makkar 4 pc vélar.
Ég veit ekki hvort ég er rebbel að vera með gamlan Thinkpad sem er að detta í sundur eða hvort ég sé óhugnalega át....
Auðvitað var þetta lag spilað á kaffihúsinu
ég hallast að því síðarnefna.
Bloggar | Breytt 20.9.2008 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Blogað við kertaljós
Það gerði mikið óveður hér í norður Virginíu í gær. Tveir hvirfilbylir mynduðust í storminum, mikil eyðilegging átti sér stað og amk. ein kona lét lífið þegar tré féll á bíl hennar. Óveðrið stóð þó ekki í meira en 25 mínútur eða svo, þannig að það er hægt að ímynda sér kraftana sem voru að verki. Það skall á svo snögglega að meirihluti fólks á svæðinu hafði ekki varann á sér. Gestir veitingastaðar í Maryland sátu í makindum þegar veðrið skall á og á innan við mínútu rifnaði þakið af og vafðist eins sælgætisbréf utan um nærliggjandi rafmagnslínur.
Ég sat og var að vinna þegar byrjaði að hvessa og allt í einu skall stór trjágrein innan við metra frá glugganum sem ég sat við, sekúndum síðar fór rafmagnið af stærstum hluta norður Virginíu.
Víðast hvar komst það á fljótlega aftur, nema hjá okkur og ca. 400 þúsund öðrum heimilum.
Nú eru 6 klukkustundir liðnar og rafmagn er ekki enn komið á við Lindargötu.
Það er 27 stiga hiti og engin loftræsting, hitinn í húsinu er líklega rúmlega 30 gráður.
Þegar heim var komið mætti þetta okkur:
Tré nágrannans brotnaði og lenti á heimkeyrslunni og garðinum, sem betur fer var virkur dagur og við að heiman. Annars ættum við ekki bíl lengur.
Sveitir frá borginni komu áðan og söguðu tréið niður og eru nú að troða því í tætara í úrhellisrigningu og niðamyrkri.
Viðbót:
Sjö tímar liðu áður rafmagn komst á aftur.
Fjölskyldunni á Lindargötu líður vel.
Helenu líkaði illa hávaðinn í söginni en kippti sér ekki upp við tætarann.
allir sváfu á sínu græna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. maí 2008
Lamborgari...
úr Whole Foods er snilldarsmíð. Í honum eru engin aukaefni eða jukk, ekki frekar en hamborgurunum úr sömu verslun.
Ég geri mér grein fyrir því hve óþjóðhollt það er að borða útlenskt lambakjöt og lifa það af. En það verða vondir menn að sýta.
Þessi hér er grillaður yfir kúreka harðviðarkolum frá Trader Joe's sem er önnur snilldar verslun hér í henni Ameríku.
Ef Ögmundur eða Bjarni Harðar eiga leið um Washington DC þá er mér það ljúft og skylt að bjóða þeim í grillveislu. Með öllu útlenska jukkinu skal ég vera með skyr til vara, svo þeir svelti ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Sænskur stíll
Ég held að ég hafi aldrei heyrt um flottari kveðju knattspyrnumanns en þá sem sænski varnarmaðurinn Olaf Mellberg sendi til stuðningsmanna Aston Villa um sl. helgi.
Samningur Mellberg klárast núna í sumar og hann hefur samið við Juventus og gengur til liðs við ítalska liðið eftir evrópukeppnina. Lái honum hver sem vill að skipta á Villa og Juventus.
Villa lék á móti West Ham í London, stuðningsmenn Villa sem ferðuðust frá Birmingham voru 3.200 talsins. Mellber gaf öllum stuðningsmönnum Villa sem mættu á Upton Park treyju sem á var ritað: "Mellberg thanks 4 your support" Hann lék í treyju númer 4 hjá Villa.
Ekki nóg með að hann keypti treyjurnar heldur áritaði hann þær allar!
Þrjú þúsund og tvö hundruð áritanir!
Áætlaður kostnaður svíans vegna þessa er talinn vera tæpar 8 milljónir króna. Fyrir utan dagana sem eyddi í að árita treyjunar.
Mellberg er maður með stíl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Úr Eikartúni til Alexandríu
Útlagafjölskyldan var að flytja fyrir stuttu úr Eikartúni innfyrir hringveginn inn í iðuna í Alexandríu.
Alexandría er borg litlu eldri en Reykjavík og með svipaðan mannfjölda, hún er þó nokkuð minni að flatarmáli.
Það er kannski ekki mikið dót sem fjölskyldan dröslar með sér eftir eitt ár en alveg nóg.
Nýja húsið okkar
Þótt okkur hafi liðið mjög vel í Eikartúni þá eru nokkur atriði sem nýja húsið hefur framyfir það gamla.
- Liz getur gengið í vinnuna
- Garður fyrir stelpurnar að leika sér.
- Alexandría þykir besti bærinn á DC svæðinu fyrir gangandi vegfarendur
- Gamli bærinn í Alexandríu er eins og maður vildi sjá miðbæ Reykjavíkur, mikil saga en rými fyrir fyrirtæki og þróun.
- Góður heilsdags skóli í göngufæri
- Líf á götum.
- Meira pláss til að taka á móti gestum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 12. maí 2008
Bjór er ódýrari en bensín
Nú er svo komið hér vestra að ódýr amerískur bjór er ódýrari pr. lítra en bensín.
Gallonið (3.8 l) af bensíni kosta nú 3.75 dollara hér í norður Virginíu
Ódýran bjór er hægt að fá á verði sem samsvarar rúmum 3 $ pr. gallonið.
Hvort tveggja er jafn ódrekkandi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Þeir bestu koma úr Val
Það er skemmtilegt að sjá að í hópi tíu bestu knattspyrnumanna Íslands skvt. Vísi eru 3 sem aldir voru upp hjá félaginu og svo Eiður sem á val að uppeldisklúbb en ef ég man rétt þá var hann hjá ÍR til 14 ára aldurs.
Ef menn skoða frá hvaða félögum þeir fóru í atvinnumennsku fyrir utan Ríkharð sem spilaði heima allan sinn ferill þá er dæmið svona:
Albert Guðmundsson Valur
Arnór Guðjohnsen Víkingur R.
Atli Eðvaldsson Valur
Ásgeir Sigurvinsson ÍBV
Eiður Smári Guðjohnsen Valur
Guðni Bergsson Valur
Pétur Pétursson ÍA
Rúnar Kristinsson KR
Sigurður Jónsson ÍA
Ríkharður Jónsson ÍA
Skagamenn eru sterkir í hópnum með 3 og miðað við mannfjölda uppá skaga þá er ótrúlegt hvað þeir hafa framleitt af góðum knattspyrnumönnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Traustur vinur..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)