Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Enn klikkar Kastljós - Huckabee vinnur V-Virginíu

Björn Malmquist gerði stór mistök í Kastljósi í kvöld þegar hann var að tala um prófkjörið Kaliforníu hjá repúblíkönum. Kalifornía er ekki "winner takes all" fylki heldur er fyrirkomulagið þannig fylkinu er skipt í 53 kjördæmi og sá sem fær flest atkvæði í hverju kjördæmi fyrir sig fær fulltrúa þess kjördæmis.

Ingólfur Bjarni gerði líka skyssu í umfjöllun sinni um áhrif  stuðningsyfirlýsinga Giuliani og Schwarzenegger, þeir eru ekki vinsælir hjá repúblíkönum í Kaliforníu. Repúblíkanaflokkurinn í þar er mjög íhaldssamur. Schwarzenegger hefði til dæmis aldrei verið valinn sem frambjóðandi flokksins í venjulegu prófkjöri. Hann komst til valda við mjög sérstakar aðstæður haustið 2003 eins og lesa má um á Wikiediu.

Við þetta má bæta að umfjöllun Íslands í dag með þeim Baldri Þórhallssyni og Karli Th. Birgissyni var að mestu til fyrirmyndar.

----

Fyrstu úrslit dagsins eru komin í hús, Mike Huckabee hefur náð 18 fulltrúum Vestur Virginíu á kjörfundi sem lauk fyrir stundu. 


Slakt Kastljós

Umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um prófkjörin í dag var frekar slök. Steinn Jóhannsson er ákaflega vel að sér um bandaríska sögu þá hefur mér fundist hann hafa minni áhuga á nútímastjórnmálum og þ.a.l. ekki jafn vel að sér um þau.

Nokkur atriði sem voru röng:

  • McCain tapar fyrir Hillary í könnunum.
    Af 8  könnunum sem gerðar hafa verið um stuðning kjósenda við þau ef þau hljóta útnefningu flokka sinna þá sigrar McCain í 6 þeirra. Ef allar kannanir sem gerðar hafa verið á þessu ári eru teknar saman þá sigrar  McCain 9 þeirra en  Hillary 4. McCain sigrar allar þar sem líklegir kjósendur eru spurðir en það er jafnara á með þeim þegar skráðir kjósendur eru spurðir. Könnunin sem Steinn vísar til er könnun CNN þar sem 974 skráðir kjósendur voru spurðir og í eingu er getið um vikmörk. 
  • Fulltrúafjöldiinn sem kosið er um í dag er 1688 hjá demókrötum og 1069 hjá repúblíkunum ekki 800.
  • Einstaklingar mega ekki styrkja hvern frambjóðanda um meira en 4600$, 2300 í prófkjörið og 2300$ fyrir almennu kosning 5000$ er kannski rúnnun en röng tala engu að síður.
  • Það er ekki bara einföldun að halda því fram að framboð McCain sé bara gamlar Bush lummur, það er beinlínis rangt. Fylgið sem hann nýtur er ekki síst vegna þess að litið er á hann sem anti-Bush af mörgum hópum. Margir af hörðustu fylgismönnum Bush hreinlega hata McCain. Ann Coulter lýsti þvi t.d. yfir fyrir stuttu að hún myndi frekar kjósa Hillary en McCain. Tom Delay fyrrv. leiðtogi Repúblikana í þinginu hefur sagt að framboð McCain muni eyðileggja flokkinn og útvarpsmaðurinn Rush Limbaugh hefur ekki legið á andstöðu sinni.

Í heildina mátti svo greina augljóslega óskhyggju hjá Brynju og Steini að frambjóðandi Demókrata sigri í haust. Það er svo sem ekkert skrítið að vilja eitthvað annað en Bush en McCain er alls ekki framhald á Bush stjórnninni.

Svo má lesa um Super Tuesday á eyjublogginu mínu.

 


Lausn á leikskólavandanum skiptir öllu

Þessi grein birtist í prentmogganum í gær. Ég birti hana einnig hér til vörslu og einnig til fá athugasemdir ef einhverjum svo sýnist að gera. 

-------------- 

Lætin vegna myndunar nýs meirihluta í borginni eru vonandi í rénun og við getum farið að líta á það sem skiptir máli, stjórnun borgarinnar. Þrátt fyrir ánægju með að stjarfastjórn Dags sé horfin er hamingjan með nýja meirihlutann ekki hrein og tær. Næstu mánuðir skipta öllu máli um hvernig honum reiðir af, þótt tvö og hálft ár sé til næstu kosninga munu næstu mánuðir ráða miklu. Það hve fljótur nýi meirihlutinn er að ná vopnum sínum og hvaða árangri hann nær á fyrstu starfsdögum sínum mun ráða miklu fyrir síðasta starfsárið.

Með ákvörðun í Laugavegsmálinu er tónninn gefinn og á fleiri sviðum en forystumenn nýja meirihlutans átta sig á. Stóra málið sem brennur á barnafólki í borginni eru leikskólamálin. Þau eru langmikilvægasta úrlausnarefni nýja meirihlutans. Það er tómt mál að tala um verndun húsa, almenningssamgöngur og mislæg gatnamót ef fólk getur ekki unnið vegna þess að börnin komast ekki á leikskóla eða eru send heim um miðjan dag.

Önnur mál eru aukaatriði. Ef nýi meirihlutinn getur leyst leikskólamálin á næstu 6 mánuðum þá á hann von í næstu kosningum. Kjósendur eru ekki fífl. Þeir muna eftir því að komast ekki út á vinnumarkað eftir fæðingarorlof vegna skorts á leikskólaplássi, vinir og vandamenn muna líka. Þeir muna eftir því að þurfa að fara ítrekað heim úr vinnu vegna manneklu.

Leikskólamálin léku stórt hlutverk þegar Sjálfstæðisflokkurinn tapaði kosningunum 1994, þá voru arkitektar nýja samstarfsins, þeir Ólafur, Vilhjálmur og Kjartan allir á lista Sjálfstæðisflokksins. Þeim ætti því að vera í fersku minni hve mikilvægur þessi málaflokkur er.

Á meðan ástandið er eins og það er þá er hugmyndin um gjaldfrjálsan leikskóla merkingarlaust blaður, önnur mál skipta meiru. Það þarf að fjölga leikskólakennurum og einkareknum leikskólum, það mun hins vegar kosta peninga. 500 milljónirnar sem fóru í húsin á Laugavegi hefðu komið sér vel. Vonandi tekur nýr borgarstjóri betur á málunum en þeir sem á undan honum gengu.

Birt í prentmogganum 3. febrúar 2008 


Flott Obama myndband

nokkrir stuðningsmenn Obama hafa gert myndband þar sem þau syngja texta "Yes, We Can" ræðu Obama sem hann hélt í New Hampshire.

Þarna má m.a. sjá will.i.am, Scarlett Johanson, John Legend, Kate Walsh og Kareem Adbul Jabbar.

Það er sama hvað mönnum finnst um Obama þetta er flott myndband.

Eins er erfitt að sjá sambærilegt myndband gert fyrir nokkurn annan frambjóðanda, McCain, Huckabee, Paul eða Hillary. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband