Best og vest...

það er ágæt naflaskoðun að líta yfir liðið ár og lengra aftur í einhverjum tilvikum.

Helena MarínBest allra var að eignast aðra gullfallega dóttur. Ég verð í svitabaði og ekki viðræðhæfur eftir 14 ár eða svo en þangað til ætla ég að njóta. 

Best í pólitík:

  1. Sjálfstæðismenn í meirihluta í Reykjavík
  2. Skattalækkanir samþykktar
  3. Lög nr. 98/2006 (skylda sveitarfélög til að greiða til einkarekinna skóla)
  4. Dagur Bergþóruson er ekki borgarstjóri.
  5. Moggablogið er það besta sem hefur sem sést hefur í pólitískri umræðu í langan tíma. Einstaklingskverúlans er það sem koma skal, hópkverúlans eins vefrit er búið spil.

 Verst í pólitík

  1. Ríkið er fáránlega feitt, stórt og stækkandi.
  2. Ríkið er fáránlegt forsjárhyggju fyrirbæri.
  3. Vörugjöld eru enn til.
  4. Vín og bjór er enn ekki selt annarstaðar en í ÁTVR (Fjármálaráðuneytið virðist valda viti bornum mönnum heilaskaða í þessum málaflokki) 
  5. Vissa Sjálfstæðisflokksins um að hann verði að eilífu í ríkisstjórn og því nægur tími til að gera hlutina.

 

kómík:

  • Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík beið afhroð í sveitarstjórnarkosningunum 2002 með 27.516 atkvæði en vann sigur 2006 með 27.823 atkvæði
  • Sister Act IV fór í framleiðslu og kom út á árinu.
  • Harmkvæli yfir útlendingalögunum frá 2004 heyrðust lítið á árinu, mörgum finnst að harðar eigi að taka á málum, hvað væri Frjálslyndi flokkurinn stór ef gengið hefði verið að öllum kröfum Deiglunnar?


Versti dagurinn

  • 15. mars. Kaninn gerði mistök, viðbrögð ráðamanna voru meira í líkingu við það sem skaupið sýndi en það maður vonaði að yrði.

Skaupið

  • Besta skaup í nokkur ár. Húmorinn beittur og mjög vandaður. Fyrsta skaup sem mig langar til að sjá aftur.  Fyrir þetta verð ég kjöldreginn!

 Skrítnasta aðdáun ársins

  • Virðingarvottur Sverris Jakobssonar til Saddams Hússeins :(orðrétt frá sj, uppsetning frá mér)
En Saddam Hussein þarf ekki að gjalda fyrir glæpi sína heldur vegna óhlýðni við sína fyrrum húsbændur.
     Hann gerði þau mistök að steypa einræðisstjórninni í Kuweit og þrjóskaðist við að hlýða Bandaríkjunum og yfirgefa olíuríkið.
     Hann neitaði að vægja fyrir Bandaríkjastjórn á meðan þjóð hans var svelt í hel 1991-2003 og viðskiptabannið sem sett var að undirlagi Bandaríkjanna kostaði rúmlega milljón manns lífið.
     Hann neitaði að viðurkenna að hann ætti gereyðingarvopn, enda var það rétt hjá honum en fullyrðingar Bandaríkjastjórnar um hið gagnstæða hreinræktuð lygi.
  • Sverrir kýs alveg að sleppa öllum óþægilegum staðreyndum um vin sinn Saddam sem gæti haft eitthvað með það að gera að samborgarar hans vildu senda hann neðra. Einhverjum írökum er kannski eitthvað uppsigað við Saddam eftir morð, pyntingar og þjóðarmorð í rúmlega 20 ár? Kannski eru þeir allir South Park aðdáendur? Nei það er líklegast að þessu sé öllu fjarstýrt af manninum sem sj og vinir telja of heimskan til að geta tuggið og andað í sömu andránni.
    Það þarf skrítið innvols í toppstykkinu til að kalla Saddam Hussein fórnarlamb.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SJ eins og aðrir Vinstridelar er haldinn valkvæmu minni, hann man bara það sem gagnast honum. Hann minnist ekki á að SH hélt Sjítum og Kúrdum í þumalskrúfu og myrti hundruðir þúsunda, og ekki minnist hann á að viðskiptabannið var sett af Sameinuðu þjóðunum og var með þá klásúlu að hann gæti selt olíu fyrir mat og lyf, en hann kaus að kaupa vopn fyrir mestann hluta þess penings. Sonur Kofa var reyndar eitthvað að spillast í því sjónarspili

ehud (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 09:57

2 identicon

Reynið að skilja hvað aðrir skrifa áður en þið gagnrýnið skrifin og forðist að leggja þeim til skoðanir.  SJ er ekki að tjá aðdáun sína á Saddam, heldur er hann að tala um ástæður þess að Bush og félagar veltu honum úr sessi.  SJ vill meina að það hafi ekki verið mannvonska Saddams sem hafi verið meginástæðan heldur að hann hafi ekki verið Bandaríkjastjórn nógu þjónkanlegur.  Þetta er hins vegar umdeilanlegt.  Ljóst er að vestræn stjórnvöld líta oft framhjá mannréttindabrotum, en ég vil þó trúa að þar séu einhver mörk.  Í þessu tilfelli er næsta víst að það var ekki bara góðmennska sem stýrði gerðum Bandaríkjastjórnar þó þeir trúi því örugglega að þeir sé "the good guys".

Ég vil svo bara biðja ykkur "hægridelana" að hætta að láta eins og við sem höfum verið á móti innrásinni í Írak séum stuðningsmenn Saddams. Burtséð hvort innrásin var réttmæt eða ekki var hún samt slæm ákvörðun.  Hernaður er enginn leikur og hefur hræðilegar afleiðingar.  Staðan í Irak er orðin þannig að það er vandséð hvernig friður geti komist á í náinni framtíð.

GFJ (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 11:45

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Ég myndi aldrei kalla Sverri dela, mér líkar of vel við hann til að uppnefna. Ég er samt þeirrar skoðunnar að það þurfi mjög, mjög skrítna rökleiðslu til að kalla Saddam Hússein fórnarlamb.

Friðjón R. Friðjónsson, 2.1.2007 kl. 12:20

4 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Til skýringa þá er titillinn vísun í algengt "graff" æsku minnar sem var bæði metnaðarlaust og ljótt.

Friðjón R. Friðjónsson, 2.1.2007 kl. 12:24

5 identicon

Þetta með "hægridelana" var skot á ehud og ekki illa meint.  Það sem ég vil gagnrýna í skrifum Sverris (þeim hluta sem þú vitnar í) er að hann skellir skuldinni nær alfarið á Bandaríkjamenn.  Þar fer hann dálítið yfir strikið, en hvernig gerir það Saddam að fórnarlambi og vin Sverris?  

Menn þurfa að passa sig á að mála heiminn ekki of svarthvítan.  Þó ég sé á móti stefnu Bush, tel ég hann ekki illmenni, heldur að hann sé einfaldlega vanhæfur sem forseti BNA.  Eins er ofsagt að hann sé fáviti, enda líklega með miðlungs greind.  Hann er hins vegar skammsýnn einfeldningur sem skortir þá visku sem góður leiðtogi þarf að hafa.

GFJ (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 16:10

6 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Loka málsgrein pistils Sverris hefst á setningunni:

Saddam Hussein er auðvitað einungis eitt af rúmlega 700.000 fórnarlömbum Vesturvelda í Írak frá vordögum 2003. 

Og fyrst við erum á þeim skónum þá skal ég viðurkenna að það sé fulllangt að kalla SJ vin SH.

Annars er ekkert að svart/hvítu sjónarhorni, amk annars slagið, það skerpir og skýrir.  Grámullan sem Egill og alllir þessir kratar heimta alltaf er óþolandi.

Friðjón R. Friðjónsson, 2.1.2007 kl. 16:19

7 identicon

Það var gott að fá vísun á alla greinina.  Það að kalla Saddam fórnarlamb er vissulega of langt gengið. 

Það getur verið gott að hafa sterkar og eindregnar skoðanir, en það er tvennt sem fer í taugarnar á mér í umræðunni.  Það fyrra er "annaðhvort eða" hugsunarhátturinn, enda felur það í sér útlokun á öðrum möguleikum.  Hitt er hvað menn eru gjarnir á að fara í persónulegt skítkast.  Ég læt að lokum fylgja alhæfingu sem ég hef ekki séð bregðast: "Í sérhverjum frjálshyggjumanni býr lítill íhaldspúki sem dafnar og vex með aldrinum."

GFJ (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 16:54

8 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

jamm, ég var eitt sinn grannur frjálshyggjumaður nú er ég þéttur íhaldspúngur.

Friðjón R. Friðjónsson, 2.1.2007 kl. 23:42

9 identicon

Ég þakka fyrir að þann heiður að komast í áramótaannál þinn, Friðjón. Ég þakka nafnlausa kjarkmenninu Ehud einnig fyrir hlýhug í minn garð.

Gaman að sjá hvernig þú klippir tilvitnanir frá öðrum, í hvað skyldi setningin um "glæpi" Saddams Husseins vísa þarna í tilvitnuninni? Gæti verið að sj hafi þrátt fyrir allt nefnt þá.

Ég lít á fólk sem er drepið sem fórnarlömb og þarf ekki sérstaka rökleiðslu til þess. Hefði raunar talið að þú ættir að hafa alla burði til að skilja það og er hissa á öðru. En það er greinilega viðkvæmt mál þegar hallað er á vin þinn, George W. Bush, sem þér virðist vera mun hlýrra til en mér var til Saddams Husseins enda þótt ég líti á drápið á honum eins og hvern annan glæp.

Bestu kveðjur,

Sverrir

Sverrir (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband