nýkratar, semíkommar, kommar

Mér hefur stundum verið legið á hálsi fyrir að einfalda hlutina og kalla vinstri menn það sem þeir eru, nemlig komma.

Þess vegna er alltaf gaman að því þegar menn gangast við eðli sínu, þótt óafvitandi sé.

Nýlega var stofnað blog "nýkrata" hér á blog.is, þau sem þar skrifa eiga það til að hafa rétt fyrir sér, eins og nýleg færsla ber með sér. Sannleikurinn er auðvitað, að þau eru alþjóðasinnaðir kommúnistar og sem slíkir eiga þau það til að hitta á mál sem eru neytendavæn.

Þegar maður skoðar síðuna þá er áberandi heljarinnar tenglalisti yfir bræðrafélög semíkomma um heim allann. Þegar vinir "nýkratana" eru skoðaðir hittir maður fyrir, semíkomma frá Rúmeníu, flokk Ion Iliescu. Iliescu sætir nú ákærðu fyrir glæpi gegn mannkyni og er af mjög mörgum talinn bara gamaldags austantjaldskommúnistaeinræðisherra. En þetta er vinur "nýkrata".

Við rekumst líka á ungverska sósíalistaflokkinn sem er að hluta arftaki ungverska kommúnistaflokksins en þau "nýkratarnir" eru væntanlega enn að halda upp á 50 ára afmæli innrásar sovétmanna í  Ungverjaland, þar féllu ríflega 3000 manns.

Leiðrétt: Enganr saþykktar tölur eru til um hve margir féllu, en um 200 þús. manns flúðu landið og áætluð tala látinna er frá rúmlega 3000 til rúmlega 30.000. í skýrslu Sameinuðu þjóðanna( UN General Assembly Special Committee on the Problem of Hungary (1957) Chapter V footnote 8PDF) er sagt frá tölunni 32 þúsund en sú tala sögð líklega of há.

Króatíski jafnaðarmannaflokkurinn er sprottinn úr króatíska kommúnistaflokknum, en frægasti króatíski kommúnistinn er auðvitað Tító og þótt kommúnistum í gamla daga hafi fundist Tító kúl vegna uppreisnar sinnar gegn yfirgangi Sovétmanna, þá var hann samt einræðisherra í 47 ár.

Ofantalið eru random dæmi af lista "nýkratanna" og örugglega mun fleiri og ógeðfelldari samtök í tenglalista "nýkrata".  En þau kippa sér öruggleg ekki mikið upp við að vera kennd við gamla einræðisherra og arftaka þeirra, þeim þykir örugglega sárara að vera í félagi með Amir Peretz leiðtoga ísraelska verkemannaflokksins og varnarmálaráðherra Ísrael, en hann stýrði innrásinni í Gaza.  Verkamannaflokkurinn ísraelski er ásamt Samfylkingunni og 3 öðrum stjórnmálaflokkum áheyrnarfulltrúi að sambandi semíkomma í Evrópu.

Hvernig mundi hæstvirtur 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður taka á móti kollega sínum og skoðanabróður frá Ísrael?  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sniðugur, beinskeyttur pistill hjá þér, Friðjón.

Jón Valur Jensson, 29.11.2006 kl. 03:03

2 Smámynd: Arnljótur Bjarki Bergsson

kannski var spurningin mín of færeysk, en varðandi staðalfrávikið
þröngt - mjótt / gera lítið úr sér - minnka sig - megra sig, eða eru slíkar aðgerðir óþarfi í mínu tilfelli?-
Skilgreiningavandi: Ef þeir sem eru vinstra megin við staðalfrávikið eru kommar, eru semíkommar þá innan þess?-
smá: sætir Iliescu ekki ákæru því hann var ákærður?

Arnljótur Bjarki Bergsson, 29.11.2006 kl. 03:23

3 identicon

að halda upp á 50 ára afmæli innrásar sovétmanna í  Ungverjaland, þar féllu ríflega 3000 manns:
Held þú þurfir að lesa betur, kallinn; sjá tilamunda vefsíðu Peters Müllers í Berlín:

„nach zehn Tagen harter Kämpfe, in denen ca. 25.000 Ungarn und 7.000 sowjetische Soldaten umkamen“

Gunnlaugur Þorleifsson

Gunnlaugur Þorleifsson (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband