Fimm forritarar?

Andrés Jónsson bendir á það á eyjunni að bændasamtökin fá 534 milljónir frá almenningi á þessu ári. Hálfur milljarður rennur frá almennum skattgreiðendum til að reka hagsmunasamtök bænda!

Þegar vefur bændasamtakanna er skoðaður þá kemur í ljós að samtökin hafa sextíu starfsmenn, þar eru verkefnisstjórar, ráðunautar, ritstjórar, blaðamenn og fimm forritarar!

Með fullri virðingu en forrit eru skóflur. Hafa forsvarsmenn bændasamtakanna aldrei heyrt minnst á verkaskiptingu?

Þó er það kannski ekki skrítið að samtök boða sjálfbærni stefni sjálf að verða sjálfbær.

Það væri því ekki óeðlilegt fyrir bændasamtökin að hefja framleiðslu á öðrum tækjum sem starfsmenn nota við vinnu sína. Það mætti koma upp bóndi.is vörulínu, allt frá grunnskrifstofubúnaði til sérhæfðari tækja.

Á vef BÍ segir:

Bændasamtök Íslands (BÍ) smíða og þróa forrit eða flytja inn og aðlaga fyrir íslenskar aðstæður. 

Semsagt BÍ er hugbúnaðarfyrirtæki sem rekið er fyrir skattfé.

Myndin hér að neðan er frá kynningarherferð BÍ fyrir hugbúnaði sínum. Mennirnir á myndinni eru báðir starfsmenn BÍ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einsog á við um flestan opinberan rekstur, endalaust hlaðið upp kostnaði.  En hinir eiginlegu bændur eiga allt gott skilið, og ráða litlu um gerðir þeirra sem sitja við skrifborðin.

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 21:43

2 identicon

Ekki gleyma að við erum líka að borga fyrir rekstur landbúnaðarráðuneyti sem kostar um 200 millur.

Hinrik Már (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:04

3 identicon

Það eru fleiri dæmi um svona hagsmunasamtök sem haldið er uppi af ríkinu því miður, og ber fyrst að nefna Samtök iðnaðarins.

Er ekki lambakjötið annars alveg að fara að meika það í Ameríku?

sigm. (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:58

4 identicon

Þetta er þó heldur minni krafa á hendur ríkiinu en frjálshyggjuforinginn lét samþykkja handa sér og félögum sínum - sem eftirlaunagreiðslu umfram það sem tíðkast á hinum almenna markaði. Það sem hann (Davíð Oddsson) sagði að þetta myndi kosta voru "smáaurar". Reikningurinn varð 600 milljónir!

Fyrir útsjónarsemi í fjármálum fór Davíð svo í Seðlabankann.

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 10:43

5 identicon

Ahh, af hverju datt mér ekki í hug að koma Davíð Oddsyni inn í færsluna mína !?!

sigm. (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband