Lausnin er fundin... ísl-enskt hugvit.

Í framhaldi af síðasta fýlukasti yfir ofbeldi höfundarréttarhafa gagnvart viðskiptavinum sínum fékk ég póst frá gömlum kunningja sem búsettur er í London. 

streamburstHann hefur ásamt félögum sínum í fyrirtækinu Streamburst búið til nýja tegund afritunarvarnar sem þeir kalla "Forensic DRM"  Þar eru engar læsingar á efninu sem þeir selja en þeir setja ósýnilegt "vatnsmerki" á hljóð og myndrásir sem tengir kaupandann við efnið. Þá  birtist í upphafi myndskráa  5 sekúndna skilaboð um hver keypti skránna.

Þeir treysta kaupandanum til að fara skynsamlega með efnið, en ef 100 þúsund eintök birtast einhverstaðar á netinu þá er hægt að sjá hver keypti skránna í upphafi.

Þetta er nákvæmlega það sem maður vill sjá. Málin hafa aðeins skánað að mér skilst heima með því að tónlist.is er farin að selja óvarið efni. Áður var fyrirkomulagið þannig að ég gat ekki deilt tónlist sem ég keypti með konunni minni! Þannig er það enn víða.

Hér má sjá grein um Streamburst sem segir sögu þeirra.

Ég hef engan áhuga á stolnu P2P efni, prófaði Napster á sínum tíma en ef ég fæ að kaupa efni á heiðarlegan hátt þá kýs ég það eins og flestir gera. En það er óþolandi að höfundarétthafar skuli alltaf koma fram við mann sem viðskiptaóvin.

Ég hef enga samúð með STEF og SH, þær peningamyllur velta hundruð milljóna sem berast svo ekki til þeirra sem helst eiga það skilið.

 

PS. 
Að lokum verð ég aftur að benda á Söngva af sviði á Rás 1, snilldarþættir í umsjón Viðars Eggertssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar þá hafa dreifingaraðillar í Bandaríkjum verið að vatnsmerkja bæði sjónvarpsútsendingar og kvikmyndir. Vandamálið er að óprútnir aðillar hafa verið jafn fljótir að finna þessi merki og skrifa yfir þau.

Fyrst og fremst snýst þetta um aðgengi viðskiptavina að efninu. Þessi afturhaldshyggja með að skipta heiminum upp í markaðssvæði svo samtök höfundarréttarhafa geti legið á sitthvorum spenanum er ekki æskilegt til lengdar.

Um leið og dreifingaraðillar fara að setja efni sitt í alþjóðlega dreifingu fá þeir mikla hagræðingu í því að vera ekki að semja við aðila í hverju einasta landi og neytandinn getur horft og hlustað á það sem hann vill án þess að vera kallaður þjófur og sjóræningi.

Það er ekki spurning að "þjófnaður" að þessu tagi væri umtalsvert minni ef efnið væri aðgengilegra með löglegum leiðum. Það eru nokkrir aðillar innan Bandaríkjana farnir að bjóða efnið sitt á netinu (Joost o.fl.) en þetta er nánast undantekningalaust aðeins fyrir Bandaríkjamarkað útaf samningum við önnur höfundarréttasamtök.

Andri (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 15:42

2 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Jáhá, þetta hefur verið mér mjög hugleiki. Þessi lausn er mjög áhugaverð lausn. Reyndar er oft málið eins og Andri bendir á jafn óðum koma lausnir á þessu vandamáli þá er búið að leysa þær. Ég held að dreifileiðirnar séu það sem á eftir að skipta sköpun, hvernig neytendur geta nálgast vörurnar á hvað auðveldastan hátt.

Framleiðendur og hugverkaréttar eigendur hafa dregið lappirnar í þessum bransa. Ef þeir fá traust á vörur Streambrust og í kjölfarið fara dreifa efninu með opnum hætti. Óháð skilyrðum og staðsetningu notandans. Þá á þessi lausn eftir að ganga upp.

Ingi Björn Sigurðsson, 7.8.2007 kl. 19:42

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Það kemur fram að í greininni  sem ég vísaði í að "vatnsmerkið" liggur yfir alla skránna og því á að vera ómögulegt að  yfirskrifa það án þess að skemma skránna.

Það væri óskandi að "stóru" aðilarnir tækju þetta upp en ég ætla ekki að halda í mér andanum og bíða. 

Friðjón R. Friðjónsson, 7.8.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband