Til hvers eru menn í pólitík?

Hvað segir maður um þingmann sem er fyrsti flutningsmaður 16 frumvarpa á síðasta kjörtímabili og þar af 4 sinnum um sama málefni? Á hverju þingi lagði hann fram frumvarp um þetta hugðarefni sitt, það er fjórðung allra frumvarpa sem þingmaðurinn hefur lagt fram í eigin nafni.

Er ekki hægt að segja óhikað, að málið sé viðkomandi þingmanni hjartans mál?

En hvað á maður svo að halda, ef sami þingmaður verður ráðherra og lætur það verða eitt sitt fyrsta verk að gefa það út að hann ætli ekki að beita sér fyrir viðkomandi máli?

Er rökrétt að draga þá ályktun stjórnmálamaðurinn hugsjónalaus eiginhagsmunapotari sem er bara í pólitík fyrir eigið egó?

 

Hér vestra eru bíla- og tryggingasalar taldir meðal síðustu sorta. Þeir vita kannski eitthvað meira en margur heldur, þessir kanar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En nú er hann sko að passa heilsu okkar skilurðu sko?

Gamli formaðurinn (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Kannski komst hann að því þegar hann kom í heilbrigðisráðuneytið að það sem hann hafði talið vera frelsismál var í raun mál sem varðaði takmörkun á sölu á heilsuspillandi neysluvöru.

Finnur Hrafn Jónsson, 2.8.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband