Skattlausir dagar komu snemma í ár


Mig langar til að bæta aðeins við umfjöllun Vefþjóðviljans um skýrslu Andríkis frá því í gær.

Skýrslan staðfestir að íslenskur almenningur vinnur allt allt alltof lengi fyrir hið opinbera. Á meðan skattlausi dagurinn kom 21. júni til Íslendinga kom hann þann 30. apríl til okkar hér vestra.

Þrátt fyrir að gríðarlegir fjármunir fari í bitlinga, landbúnaðarniðurgreiðslur og stríðsrekstur tekur ríkið þetta mikið minna til sín.

Mér varð litið á kassastrimilinn frá verslunarferð frá síðustu helgi, þetta var meiriháttar verslunarferð.

Karfan kostaði 310$ ofan á þá upphæð kom svo skatturinn 13$. Tæplega 20 þús. kr. fór til innkaupa og rúmar 800 kr til ríkisins. Mikið er það hressandi.

Það er kominn tími til að lækka skatta á Íslandi enn frekar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Þetta er athyglisvert. Ég tek engu að síður eftir því að matarverð fer hratt hækkandi í USA núna. Það er rakið beint til inngrips ríkisins (i.e. Federal gov't) þar sem bændur fá hærra verð, þe. niðurgreiðslur, fyrir korn sem þeir rækta til framleiðslu á etanóli, sem er nánast gagnlaust eldsneyti. Þess vegna hækkar kornverð hratt, og nánast öll matvara í kjölfarið. Er þetta ekki rökvilla hjá yfirvöldum, þe. dæmigert inngrip í markaðinn með ófyrirséðum afleiðingum, sem ættu samt ekki að vera svo ófyrirséðar? Er annars alltaf að fara að hringja í þig. kv.

Sigm (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband