Einari Oddi skipt út

Ég sá það á alþingisvefnum og hafði reyndar heyrt af því að Kristján Þór Júlíusson fengi stöðu varaformanns fjárlaganefndar. Þetta eru engar fréttir Hux var búinn að segja frá þessu fyrir nokkru. Ég trúði því reyndar ekki fyrr en á reyndi því Einar Oddur Kristjánsson hafði sinnt því embætti í 8 ár með miklum sóma og oft verið mjög öflugur málsvari skattgreiðenda.

Nú er forysta Sjálfstæðisflokksins búin að senda tveim þingmönnum NV kjördæmis skýr skilaboð: Ykkar er ekki þörf.  Einar Oddur er lækkaður í tign og Sturla fær tvö ár til að undirbúa brottför. Einar Kristinn hlýtur að vera farinn að horfa yfir öxlina á sér, því það er bara tímaspursmál hvenær kemur að honum.

Hvernig stendur á þessu?  Hefur forystan eða einhverjir nákomnir henni, sérstakan áhuga á breytingum í kjördæminu? Þarf að rýma til?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Einar Oddur er sem líkþorn í il margra stjórnmálamanna, hann talar mál sem almenningur skilur og skýtur frá mjöðm á allt sem hann telur eiga það skilið, burt séð frá hvorumegin gangsins sem það er.

Einar Kristinn þarf engu að kvíða á meðan Geir fer fyrir liði.  Þeir eru vinir til áratuga.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 7.6.2007 kl. 09:00

2 Smámynd: Kjartan Vídó

Gæti verið að það sé verið að moka út fyrir 1.varamanni flokksins?

Kjartan Vídó, 7.6.2007 kl. 09:04

3 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Ég held að það sé deginum ljósara (eða nóttinni myrkvaðra) að ef Sjálfstæðisflokknum gengur svona illa í kjördæmi sem inniheldur tvö ráðherra og varaformann fjárlaganefndar, að þá fá menn svo aldeilis að heyra það. Það var nánast grátlegt að fylgjast með fyrrverandi samgöngumálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, núverandi belju- og þorskráðherra, í kjördæmaþáttunum fyrir kosningar.

Ef ég man rétt þá náði X-D ekki að bæta við sig fylgi í einu kjördæmi í þessum kosningum og það va r í NV-kjördæmi!

Magnús V. Skúlason, 9.6.2007 kl. 17:29

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Einar Oddur er minn maður!

Júlíus Valsson, 9.6.2007 kl. 22:17

5 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Sammála síðasta ræðumanni, Einar Oddur er með bein í nefinu og stendur við sannfæringu sína. Spurning hvernig úrslitin hefðu verið í kjördæminu ef hann hefði fengið að leiða listann!

Magnús V. Skúlason, 10.6.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband