Þegar menn eru klikkaðir...

þá lesa menn fundargerðir borgarstjórnar.

Það var margt áhugavert sem gerðist þennan fyrsta fund nýja meirihlutans.  Eftir fundinn blés Dagur BE um að hallað sé á konur. Maðurinn sem felldi þriðju konuna í borgarstjórnarstólnum úr sæti sínu.

Það er eitt spaugilegt í ályktun  Dags, hann segir:

Og svo verður það fróðlegt að sjá hvort að eina konan sem slapp inn í stjórn fyrirtækis, Þorbjörg Helga hjá Strætó, verði gerð að stjórnarformanni þess fyrirtækis. Meirihlutinn hefur fært jafnréttisbaráttuna aftur um áratugi. 

 En í upplýsingum um téða stjórn á vef Reykjavíkur segir:

Formennska skiptist milli aðildarsveitarfélaganna.

Fráfarandi formaður er Anna Kristinsdóttir fulltrúi borgarinnar, er þá ekki ljóst að stjórnarformennskan fari til annars sveitarfélags? Ætli að Dagur blási um ójafnrétti ef Guðmundur Rúnar Árnason verður stjórnarformaður? Guðmundur er nefnilega karlmaður úr Hafnarfirði og er fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Strætó bs. 

Sjáum til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var Björk Vilhelmsdóttir sem var formaður strætó:
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1208624

Fylgja (IP-tala skráð) 22.6.2006 kl. 16:19

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Björk, Anna, tomató tomeitó, önnur er meiri mussukommakerling en hin. Rétt skal vera rétt Björk "I love Arafat" Vilhelmsdóttir var formaður strætó. Ármann "aðstoðarManni" Ólafsson úr Kópavogi er nýi formaðurinn, það er líklega aðför gegn félaginu Ísland-Palestína.

Friðjón R. Friðjónsson, 23.6.2006 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband