Össi í blakkáti

ÖssiBlakkát Össa sl. laugardag þar sem hann hótaði heilli atvinnugrein er eins og flassbakk frá fyrri tíð. Ungur vinur minn Sævar föndraði mynd sem hefur farið víða og er hér að neðan. Það hinsvegar sem vantar inn á myndina eru fræg ummæli Össurar frá árinu 1986. Þegar hann bauð sig fram til borgarstjórnar fyrir Alþýðubandalagið gamla, á kosningafundi í Háskólabíó nokkrum dögum fyrir kosningar, þá lét hann þessi orð falla:

„Og svo ætlum við að byrja á því, sem við gerðum ekki illu heilli síðast, þegar við náðum borgarstjórnarmeirihluta, og það er að fæla alla embættismenn borgarkerfisins úr starfi. Mér er alveg sama, hvert við sendum þá; í öskuna eða látum þá sópa götur eða bara rekum þá. Þeir unnu skemmdarverk á síðasta kjörtímabili vinstri meirihlutans, og burt skulu þeir.“ 

Þeir sem eru með DJVU viðbótina til að skoða moggan á Landsbókasafni geta séð frásögn blaðsins frá þessum fundi. 

Ég man eftir fárinu sem varð vegna ummælanna, þau sýndu hið sanna innræti kommúnistanna í Alþýðubandalaginu. Þau kostuðu Alþýðubandalagið mörg atkvæði.

Það er ekki von að Sævar muni þetta, enda líklega enn í bleyju á þeim tíma.

Ég er viss um að áður en pólitískir lífdagar Össa verða allir þá mun hann minna á sig  með fleiri svona hressandi ummælum, sem minna okkur á hve óstjórntækt þetta Samfylkingarslekti er. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Sæll Friðjón.

Ég er einn af "hinum óákveðnu" sem mælast með hvað mest fylgi í skoðanakönnunum þessa dagana. Ég hallast reyndar töluvert til hægri en spurningin á myndinni sem þú birtir vakti áhuga minn.

"Getum við treyst stjórnmálamönnum sem hóta fyrirtækjum?"

Ég spyr á móti: "Hvers vegna ekki?". Eiga stjórnmálamenn frekar að beygja sig og bugta fyrir fyrirtækjunum? Fara ofur varlega að þeim því annars gætu þau bara orðið voða vond og farið eitthvað annað? Eða...

Er ekki bara hollt að stjórnmálamenn sýni fyrirtækjum ákveðið aðhald, ekki sýst varðandi siferðislegt álit almennings á þeim. Það er yfirleitt ágætt ef þeir ná að endurspegla það því þeirra áhrif (stjórnmálamanna) eru oft töluvert meiri en leikmanna.

Ég nefni sem dæmi ákvörðun Davíðs Oddssonar um að taka út alla sína innistæðu hjá KB Banka (Kaupþingi) um árið, þegar þjóðinni blöskraði vegna samninga sem voru gerðir m.a. við Sigurð Einarsson. Í kjölfarið rankaði bankinn hressilega við sér og áttaði sig á þessum stóru PR mistökum. Átti Davíð að láta þetta ógert? Var þetta ekki bara í takt við stemminguna í þjóðfélaginu? Og þetta var svo sannarlega meira en hótun. Þetta var framkvæmd - upptekin, sýnd og opinberuð.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 22.2.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Auðvitað eiga stjórnmálamenn og almenningur líka að sýna fyrirtækjum aðhald.

Hegðun Davíðs og Össa var gjörólík.

Davíð brást við aðgerð sem gekk fram af honum og stærstum hluta þjóðarinnar. Það var verið að kalla eftir viðbrögðum hans því máli og sýndi vilja sinn í verki. Hann sem einstaklingur fór og tók út sína eigin peninga.

Össur er að hóta því að beita ríkisvaldinu gegn fyrirtækjunum.  Þá verða Baugsmál hjóm eitt. Það góða við þessar yfirlýsingar er að 6000 manns sem starfa í fjármálafyrirtækjum munu varla geta hugsað sér að kjósa Össa eða Ömma í vor.

Silkiliðið í bönkunum eiga ekki eftir að kemba hærurnar ef Vg og Samfylkingin ná saman um stjórn landsins. Þar stýra gamlir kommúnistar, fólkið sem studdi einhliða afvopnun Vesturlanda í kaldastríðinu. Fólkið sem vildi að við treystum á góðmennsku Sovétlýðveldisins. Sá tími virðist fjarlægur nú, en allt þetta lið ólst upp í Sovét dýrkun. Styður enn Castró og á þá ósk heitasta að allt fari á vonarvöl í Bandaríkjunum. Það myndi að vísu þýða heimskreppu en þeim er sama.

Friðjón R. Friðjónsson, 22.2.2007 kl. 14:50

3 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Er þetta ekki full dramatískt?

Annars var það mjög umdeilt hvort persónan Davíð væri annar en forsætisráðherrann Davíð. Það hefur náttúrulega sérstaka vikt.... Svona svipað að persóna og embætti Ólafs Ragnars eru eiginlega eitt.

Ég er svosem ekkert að mæla þessu bót - þ.e. orðum Össurar - en ég álít nú þessa síðustu málsgrein þína vera full vel færða í stílinn.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 22.2.2007 kl. 20:13

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Yfirlýsingar Össurar eru galnar í ljósi þess að komist flokkurinn til valda í vor, er hann ráðherraefni. Yfirlýsing hans er álíka heimskuleg og ef hann lýsti því yfir að útrýma ætti öllum gyðingum og endurreisa ætti Nasistaflokk Íslands. Ég vona að þessi mynd fari sem víðast, því mikilvægt er að kjósendur vinsi úr þá sem sannarlega eru óhæfir.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.2.2007 kl. 23:11

5 identicon

Eitthvað er Jónas Björgvin að ruglast í sögunni.  Þegar Davíð rölti sér í banka og tók út sparifé sitt var það ekki tekið upp,eða upptekið eins og Jónas segir.  Þótt margir hafi viljað halda því fram að sá atburður hafi verið framkvæmdur í fjölmiðla vitni,en það er bara ekki sannleikanum samkvæmt.   Davíð hefði vissulega getað misnotað aðstöðu sína og beitt einhverju pólitísku valdi til að knésetja þennan banka sem borgar yfirmönnum hundruð miljóna í laun.  En hann gerði það eina rétta og tók út sitt sparifé til að sýna sína persónulega skoðun.  Það er líka eina rétta aðferðin,rétt eins og ég versla ekki við gömlu olíufélögin vegna þess að ég vil styðja samkeppnina og refsa gömlu samráðsfélögunum.   En það væri eitthvað verulega mikið að hjá mér ef ég væri í forustu stjórnmálaflokks og segði opinberlega að ef ég yrði einhver ráðherra þá fengju sko þessi gömlu félög að kenna á því.  Ég væri þá að segja að ég ætlaði að nota stöðu mína og beita ríkisvaldinu til að knésetja einhvern sem mér mislíkaði við.  Nei þá fengi ég að heyra það,allavega ef ég væri foringi í einhverjum alvöru stjórnmálaflokk,flokk sem fólk tekur eitthvert mark á.  Að bera það sama að einn maður taki út sitt persónulega sparifé og að stjórnmálamaður skuli hóta heilli starfsstétt,það er nú hálf kjánalegt að mínu mati.

 

Nei það er ekki hægt að treysta stjórnmálamönnum sem tala svona,enda virðist stærstur hluti landsmanna ekki gera það,rétt eins og ISG sagði okkur hér fyrir stuttu.  

Guðmundur M. (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 23:25

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað er aldrei hægt að skilja að fullu á milli "opinberrar" persónu og einkalífs hennar.

En Davíð fór og tók út eigið fé.  Hann tók ekki út fé ríkissjóðs, eða hótaði að opinberum viðskiptum yrði hætt, hvað þá að hann hætti opinberum viðskiptum.

Einhvern veginn skil Össur ekki svo að hann og Jóhanna ætli að taka sparifé sitt úr bönkunum, ef þau yrðu gerð að fjármálaráðherra.  Minn skilningur er að þar sé verið að hóta styrk ríkisvaldsins, en vísan þó aðeins hálfkveðin, hótunin látin liggja í loftinu en ekki sagt hvað stæði til að gera.

Stórskrýtin vinnubrögð.

G. Tómas Gunnarsson, 24.2.2007 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband