Blogið virkar III

Ég  velti því fyrir mér hvort þetta skatta og gjaldamál hefði verið tekið upp ef ég hefði ekki byrjað að nöldra á netinu. Kastljós tók það upp að ég held vegna skrifa minna sem svo ýtti því líklega enn frekar áfram. Ef trú mín er rétt þá erum við að sjá Moggablogið hafa áhrif. Það er merkilegt. Vonandi hætta flugfélögin að draga okkur á asnaeyrunum hvað framsetningu fargjalda á netinu. Vonandi fara þau að keppa aftur.

Sturla er vanmetinn ráðherra, hann gerði mistök á fyrsta kjörtímabili sínu sem ráðherra en á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hefur hann verið nokkuð góður. Hann hefur einkavætt án þess að það yrði að veseni og gert margt gott. Hann enn of hallur undir veru flugvallarins en að öðru leyti er hann góður ráðherra.

 Allir hinir "skatta og gjalda" pistlarnir:


mbl.is Gjöld flugfélaga skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Bloggið virkar vel! Ef það er eitthvað sem stuðlar að lýðræði og frelsi í heiminum þá er það Netið. Bloggið er hluti af því. Þar getur venjulegt fólk rifið kjaft út og suður, a.m.k. enn sem komið er.

Júlíus Valsson, 17.2.2007 kl. 11:50

2 Smámynd: Kjartan Vídó

Bloggið virkar en Sturla ekki....

Kjartan Vídó, 18.2.2007 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband