Minning

Hlynur var ekki náinn vinur minn, hann var í þessum óræða hóp fólks sem eru góðir vinir vina, góðir kunningjar, félagar. Hlynur var einn besti vinur eins besta vinar míns. Okkar samgangur var  því nokkur og ég get sagt að ég þekkti hann vel. 

Sl. fimmtudagskvöld vorum við Liz í mat hjá Steini og Völu þegar síminn hringir. Ég er feginn að við vorum þarna með þeim á þessari stundu. Þarna þar sem við vorum að segja vonda brandara eina stundina og svo sekúndum síðar var allt breytt.

Ég hafði ofboðslega gaman af Hlyn, í partýum laumaðist ég oft með honum út að reykja og þar réttilega skammaði hann mig fyrir hve forpokaður forsjárhyggjuflokkur Sjallinn er, varnir mínar voru eingöngu þær að benda á eitthvað annað, þannig skyldibölið er bætt . Hann var kaldhæðinn efahyggjumaður og með mjög ríka kímnigáfu. Þess vegna líkaði mér svo vel við hann,hann var svona "No-bullshit" náungi. Við deildum áhuga á gögnum og trúnni á gagnavinnslu, þar náðum við saman, gátum spekúlerað lengi. Ég vann svo í fyrra með honum að smá verkefni þar sem ég kynntist greind hans og hæfileikum enn betur. Nú erfallvalteiki lífsins manni enn ljósari en áður, við Hlynur ræddum um áframhald verkefnisins en þóttumst hafa nægan tíma.

Það elskuðu hann margir, það syrgja hann enn fleiri. Ég er glaður að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að hafa kynnst honum. 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband