Er fólk fífl?

Fyrr í vetur var í fréttum umfjöllun um "skatta og gjöld" flugfélaganna, moggin fjallaði um það hér og Sævarr blogaði um fréttirnar hér.  En af einhverjum ástæðum er maður orðinn ónæmur fyrir fréttum af okri Icelandair, þar til maður reynir það á eigin skinni.

Nýverið keypti ég miða fyrir fjölskylduna til USA og "skattar og gjöld" fyrir 2 fullorðna, 1 barn og 1 ungabarn eru 44.275 kr.! 

2x
fullorðinn/nir13.870         27.740 kr.
1x
barn/börn13.045         13.045 kr.
1x
ungbarn/börn3.490          3.490 kr.
 samtals fyrir alla farþega         44.275 kr.

Fyrir 18 mánuðum fór konan mín til USA þá voru skattar og gjöld á flugið 9.500 kr núna eru þeir 14.000 kr. pr flug. Ég hringdi í Icelandair til að spyrja hverju sætti og stúlkan sem ég talaði við þar sagði mér að stærstur hluti hækkunarinnar væri "eldsneytisgjald" sem Icelandair leggur á sjálfa sig!

í fréttinni frá því í haust segir Guðjón Arngrímsson:

"Við höfum, líkt og flest önnur flugfélög, lagt á eldsneytisgjald á undanförnum misserum, til að mæta gríðarlegum olíuverðhækkunum síðastliðin tvö ár. Sum flugfélög hafa bætt þessu inn í verð, önnur halda þessu gjaldi til haga eins og við. Þetta hefur margoft komið fram í fjölmiðlum, er að sjálfsögðu hluti af auglýstu heildarverði farseðla,"

800px-Oil_Prices_Short_Termnú hefur olíuverðlækkað á undanförnum mánuðum en hafa "skatta og gjöld" gert það?

 Það er nefnilega eins og Icelandair vinni eftir forsendunni fólk er fífl og á ekkert betra skilið en að borga meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda reynir maður að forðast að fljúga með þeim.  Þetta fyrirtæki ber enga virðingu fyrir viðskiptavinunum. 

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband