Björgvin G í hægri sveiflu

"Ríkisrekstur á að heyra sögunni til á samkeppnismarkaði" 

Sagði Björgvin G. Sigurðsson á Alþingi í dag. Þar höfum við það, þá er það ákveðið. Mikið er ég feginn að þetta er komið á hreint. Ár eftir ár höfum við frjálshyggjupúkarnir hamast á þessum orðum eins og möntru í einu eða öðru formi. "Ríkisrekstur á að heyra sögunni til á samkeppnismarkaði"

Núna höfum við fengið nýjan bandamann Björgvin G. Sigurðsson. Í dauða mínum átti ég von á honum en maður tekur öllum villuráfandi sauðum fegins hendi. Það hefur verið eftirtektarvert hvernig hann hefur verið að færast á okkar línu undanfarið, hann kaus gegn tóbaksólögunum og hann er farinn að berjast fyrir skólagjöldum í opinbera háskóla.

En hver er skýringin á þessari umbyltingu? Ég kíkti inn á vef alþingis og skoðaði myndina af Björgvini og þegar ég opnaði hana í photoshop og lýsti aðeins bakgrunninn þá kom þetta í ljós.

Þetta skýrir allt er það ekki?

 BjörgvinG

Ég bíð nú eftir harðri baráttu frá okkar manni á þingi fyrir því að Rás 2 heyri sögunni til. Já og stuðningi við óheftan innflutning allra landbúnaðarafurða því stuðningur ríkisins við einn aðila umfram annan í samkeppnisrekstri er inngrip, dulbúin ríkisrekstur.

Velkominn Björgvin.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband