Aumlegastu tilraun til að komast undan verki

á Guðmundur Ásgeirsson, stjórnarformaður Nesskipa og eigandi Wilson Muuga þar sem hann segir í Fréttablaðinu í dag að:

Skipið geti orðið góð viðvörun fyrir sjófarendur, minnismerki og lyftistöng fyrir ferðamennsku fengi það að standa.

Yeah right!

Og Nesskip ætla að halda skipinu við og koma í veg fyrir að það verði ryðgandi járnarusl? 

Yeah right!

Við skulum treysta gaur sem skráir skipið sitt í Kýpur og ræður Rússneska áhöfn og kemur fram í fyrstu eingöngu sem umboðsmaður skipsins í stað þess að viðurkenna eignarhald. 

Hvernig voru aftur fyrstu fréttir að áhöfnin neitaði að tala við björgunarmenn fyrr en þeir höfðu talað við eigendur eða tryggingafélagið? Það er gríðarleg skítalykt af þessu.

Þjóðarprýði!

Þetta yrði fallegt eftir ca. 10 ár. 

 --------------- 

Ég átti þetta líklega skilið fyrir síðustu færslu. Svar Tadds er stúpid en fyndið.  Aðrir sem tóku Google Analytics færsluna einhvern veginn til sín voru minna fyndnir enda á ókunnum slóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Góð ábending hjá þér.  Já hann virkaði ekki traustvekjandi á mig stjórnarformaðurinn.  Það var tæplega honum að þakka að ekki fór ver.  Að sjálfsögðu þarf að fjarlægja skipið. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 16.1.2007 kl. 22:23

2 identicon

þessi fer í bækurnar sem skólabókardæmi um mann sem á ekki að tala nema að ráðfæra sig við annað fólk áður,, hvílíkur nefapi. En samt má ekki gleyma því að skip sem lent hafa í sjávarháska hafa verið túristahvetjandi víðsvegar um heiminn og dregið til sín fullt af forvitnu fólki, gallinn fyrir okkur er bara sá að þau eru neðansjávar

ehud (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 00:22

3 Smámynd: Sylvía

þetta virkar í Djúpuvík sem minnisvarði um síldarævintýrið, en spurning hvort að minning um græðgi Guðmundar í Nesskipum sé okkur jafn ljúf?

sjá skipið í Djúpuvík.

Sylvía , 17.1.2007 kl. 08:49

4 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Það er smá stærðarmunur á þessum bátum.

Friðjón R. Friðjónsson, 17.1.2007 kl. 09:54

5 identicon

hvass bloggari ertu Friðjón...en af hverju bloggar þú ekkert um súpergrúppu framsóknar sem á tugi þúsunda milljóna núna eftir búbban, vís , icelandair og síðast milljarða investment í Straum Burðarás ?

allt þetta hefur fyrrum ráðherra framsóknar byggt upp á 4-5 árum, finnur kallinn, og þessi grúppa er orðinn miklu voldugri en framsóknarflokkurinn sjálfur í dag.....VIS var t.d. selt fyrir 20 þúsund millur meira en keypt var fyrir 3 árum eftir kaupin ??? og sérstaklega tekið útúr einkavæðingu Landsbankans á sínum tíma....fyrir finn og co.

 Byrjuðu með 2 hendur tómar...og eiga í dag tugþúsundir milljóna....það var t.d. kostulegt að sjá þennan Ólaf Ólafsson hjá Samskip gefa um 30 millur til afríku og fá heila opnu í mbl, 15 mín í ísland í dag sem og kastljósinu þar sem hann mætti með litla strákinn sinn og konu og talaði um örlæti sitt af hógværð....maðurinn á þusundir og aftur þúsundir milljóna vegna S hópsins og gefur innan við prómill til afríku og hafinn til skýjanna sem öðlingur ársins ???

 samt segir enginn neitt....greyið árni stal dúksteinum og þakköntum fyrir 5 millur og samfélagið fer á annan endann !

hví þessi þögn minn vitri ?  Af hverju bloggaru ekki aðeins um þessa risa súper grúppu íslensks viðskiptalífs ?

Finnur Billjóner (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband