Ég, ég, ég, ég

Ellert Schram hinn nýi þingmaður Samfylkingarinnar er fyndið fyrirbæri. Hann er eini maðurinn sem ég veit um sem hefur birt grein undir fjögurra orða fyrirsögn hvers helmingur var orðið ÉG.

Þessi áhugi Ellerts á sjálfum sér er ekkert nýr af nálinni, umfjöllunarefni hans hefur löngum verið hann sjálfur.  Um Hvítasunnuhelgina birtist í Fréttablaðinu grein Ellerts um Ellert, eins og aðrar greinar höfundar er hún upphafning sjálfsins í tærri mynd. Viðskiptablaðið í gær benti á að ríflega 6% greinarinnar um Hvítasunnuhelgina eru orðið „ég“ og eiginfornöfn. Hann bætti þó aðeins um betur í  sjálfumgleðinni og líkti sér við Jesúm Krist!

elliÞað kemur svo sem ekkert á óvart að til sé Samfylkingarfólk sem vill taka formanninn í guðatölu. Þær raddir höfðu að vísu hljóðnað undanfarinn misseri, en grein Ellerts er kannski vísir að upprisu þess kórs.

Það kemur heldur ekki á óvart að manninn hrjái Messíasarkomplexar, þeir sem kannast við sögu Ellerts innan Sjálfstæðisflokksins þekkja þá hlið. Það vantar þó alveg í grein Ellerts, eftir að hann skilgreindi muninn á sér og frelsaranum, hvað hann sér líkt með sér og Jesúm. Er þetta eini munurinn á þeim eða er fleira sem skilur þá að?

Við bíðum frekari skrifa, vonandi þurfum við ekki að bíða fram á jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ekki er öll vitleysan eins.

Ester Sveinbjarnardóttir, 31.5.2007 kl. 07:06

2 identicon

Eftirfarandi skrifaði Ellert B. Schram í Fréttablaðið á laugardaginn:

"Jafnaðarstefnan er runninn mér í merg og bein og ég hef þá skoðun að hún eigi meira erindi til samfélagsins en nokkru sinni fyrr. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar gefur fyrirheit um að þangað liggi leiðin og þau sjónarmið eigi meir upp á pallborðið en áður. Það er sannarlega vor í lofti.
Ég leyfi mér að halda því fram að "upprisa" mín í pólitíkinni og þær góðu undirtektir, sem hafa fallið í minn garð að undanförnu, sé öðrum þræði því að þakka, að ég er einhverskonar persónugervingur þessa nýja bandalags."

Ég um mig frá mér til mín....!

Eyjólfur (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 14:24

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg helda að þetta sé ekki löstur á mann/Ellert er meiri háttar Krati/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.5.2007 kl. 14:33

4 identicon

Góður kall hann Ellert.
Þessi setning með Jesú og hann sjálfan innanborðs er ekki hans besta, en ég skil samt illa þörf margra Sjálfstæðismanna á að tala manninn niður.

Kristinn Árnason (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband