Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Semíkommar í Suðri

bilde?Site=XZ&Date=20061106&Category=FRETTIR01&ArtNo=61106113&Ref=AR&Profile=1092&NoBorderÞannig fór prófkjörið hjá semíkommunum í suðurkjördæmi. Fyrir tæpum mánuði setti ég fram samsæriskenningu um að Róbert Marshall væri frambjóðandi Björgvins G. og þeir báðir myndu ná góðum árangri. Ósk Róberts um 1. sætið væri gerð með velvilja Björgvins, plottið var auðvitað að Róbert ætti að kljúfa eyjaatkvæðin og fella Lúlla rauða eins langt niður og hægt væri. Lengi vel í dag leit út fyrir að það tækist að koma honum útaf þingi en eitthvað klikkaði með síðustu atkvæðin.

Á  myndinni hér er reyndar augljóst afhverju Jón Gunnarsson féll og afhverju Ragnheiður náði sínum árangri. Þetta er allt spurning um dress-code!

 

 


mbl.is Björgvin sigraði - Lúðvík náði öðru sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öflugir Siglfirðingar

Nú er þetta allt að skýrast hjá semíkommunum.  Möller vann NA, Gunnar Svavars í SV. Í ljósi sögunnar þá er það ekkert skrítið að leiðtogar þessara tveggja kjördæma koma frá Siglufirði og Hafnarfirði, Þrenningin hefði verið fullkomnuð ef Ísfirðingur hefði sigrað NV-kjördæmi.

Blogarinn að Bjórá 49 er með ágætis kenningu um sigur siglfirðingsins:

En það rifjar upp þá meiningu "gárungana" sem segja að öflugasta pólítíska félagið á Siglufirði sé Bridgefélagið.  Þar sé ákveðið hvernig hlutirnir gerist á Siglufirði og hverja skuli styðja í prófkjörum.

Skipulagskraftur Bridgefélagsins sé slíkur að það sé því að þakka/kenna að um árið voru samanlagðir þátttakendur í prófkjörum Samfylkingar og Framsóknarflokks á Siglufirði, þó nokkru fleiri en voru á kjörskrá í kaupstaðnum

Eitt sumarið gerðist það að það fjölgaði svo í félagi ungra sjálfstæðismanna á staðnum að í því voru fleiri en kusu Sjálfstæðisflokkinn næsta vor. Áhugi ungra Siglfirðinga á málefnum Sus var ótrúlegur. Ég man að formaður félags ungra framsóknarmanna á staðnum var mjög undrandi á inngöngu sinni í Sjálfstæðisflokkinn.

Það var þá væntanlega bridgefélagið sem bar ábyrgð á því máli öllu saman.


Konum hafnað!

Kosningastjóri Helga Hjörvar er ekki mikill spámaður. Hann náði einu sæti réttu af 6.  Við skulum vona Helga vegna að kosningastjórinn verði svartsýnn um næstu helgi.  Spá Hux:
1. Árni Páll Árnason
2. Þórunn Sveinbjarnardóttir
3. Gunnar Svavarsson
4. Katrín Júlíusdóttir
5. Guðmundur Steingrímsson
6. Jakob F. Magnússon

Raun og sann 

  1. Gunnar Svavarsson
  2. Katrín Júlíusdóttir
  3. Þórunn Sveinbjarnardóttir
  4. Árni Páll Árnason
  5. Guðmundur Steingrímsson
  6. Tryggvi Harðarson

Bara tvær konur í efstu 6 sætunum. Var konum hafnað?

Enn á ný er framboðið af Jakobi Frímann miklu miklu meira en eftirspurnin. Það hlýtur að koma að því einn daginn að hann nái kosningu. Kannski er hreppsnefnd Hríseyjar málið? Það er svona artsí eyja sem fílar svona mann sem talar eins og hann sé alltaf við það að segja eitthvað sniðugt en segir það svo aldrei. 

Það fer að verða sniðugur endapunktur á svo marga brandara; Jakob Frímann, frambjóðandi. 


mbl.is Gunnar kominn í 1. sætið á ný í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pétur á þing!

Ég vildi að ég gæti kosið í prófkjörinu í SV-kjördæmi næstu helgi. Þá gæti ég kosið Pétur Árna í 5. sætið.

Pétur Árna á þingPétur er drengur góður og verður traustur málsvari almennings komist hann á þing. Það er alveg öruggt mál að hann mun ekki svíkja hugsjónir sínar og hegða sér eins og drukkin framsóknarmaður í partýi á kostnað almennings verði lögð ábyrgð á herðar hans.

 Pétur Árna í 5. sætið, fækkum og lækkum skatta.

 

www.peturarni.is  

 

 

PS.
Það er glatað að geta ekki birt flash myndir inni í færslu og það er glatað að það sé ekki html-box, síðueiningin þykist vera til en hún birtist ekki.  Það er örugglega mjög jákvætt fyrir Pétur að ég sé að nöldra um kerfið inni í færslunni þar sem ég hvet fólk til að styðja hann. Whistling


Vinna

ráðstefna sérfræðinga um siglingar, öryggismál og olíu- og gasflutningaSkrapp í tvo tíma í vinnu í dag.  kíkti á ráðstefnu sérfræðinga um siglingar, öryggismál og olíu- og gasflutninga, þurfti að ganga frá fréttatilkynningu og taka myndir. Sat og hlustaði á tvo fyrirlestra, mjög áhugavert umfjöllunarefni. Einn galli var þó á gjöf Njarðar, nýjasti fjölskyldumeðlimurinn tók smá nætursveiflu í nótt. Ég held að ég hafi misst haus þrisvar á klukkutíma á ráðstefnunni.

 


Um áhuga...

Það er svo merkilegt að allt sem hér er skrifað af manni í fæðingarfríi er túlkað á einhvern skrítinn hátt. (með fæðingarfríi á ég við að ég er að nota sumarfríið mitt, ekki það að ég álíti þessa daga vera eitthvað frí -  best að taka þetta fram áður en allt fer í hnút hjá fólki sem vill setja græna kallinn í pils)

Ég bloga um bókmenntir og Egill Helga les út úr því súrar samsæriskenningar. Guðmundur Magnússon gerir það líka  Ég notaði ensku tilvitnunina því það var tilvitnun sem ég mundi frá því að hafa lesið Macbeth í amerískum "high school" fyrir mörgum árum. Frú Munther lét okkur leggja á minnið kafla úr verkinu og skrifa ógnarlanga ritgerð, svona 5 síður eða svo. Vinkona mín lagði Lafði Macbeth á minnið ég tók fyrir þennan kafla:

"She should have died hereafter;
There would have been a time for such a word.
Tomorrow, and tomorrow, and tomorrow,
Creeps in this petty pace from day to day,
To the last syllable of recorded time;
And all our yesterdays have lighted fools
The way to dusty death. Out, out, brief candle!
Life's but a walking shadow, a poor player
That struts and frets his hour upon the stage
And then is heard no more. It is a tale
Told by an idiot, full of sound and fury
Signifying nothing."
 

Mér fannst það mikið afrek 17 ára að leggja þetta á minnið. Síðan þá hefur skoska leikritið verið í uppáhaldi hjá mér eins og frú Munther var.

Það sem ég skil ekki er að menn lesa orð páruð milli bleyjuskipta sem grunsamleg skilaboð.

Hvernig er það, heldur einhver sem les þessi orð að ég beri þau undir dómsmálaráðherra? 

Ég sé ekki hvers vegna í ósköpunum Björn eigi að hafa einhvers konar málpípu enda hefur hann aldrei legið á skoðunum sínum.

Það hafi frekar verið að einhverjum álitsgjöfum finnist hann hafi farið offari í að lýsa skoðunum sínum.

Ég man t.d. eftir fréttamanni sem hætti að lesa vefsíðu vegna einhvers sem var þar skrifað átta árum áður. 


Out, damned spot! Out, I say!

Lafði Macbeth steypti sjálfri sér og manni í glötun fyrir eigin metorðagirnd. Ég er að reyna að muna eftir drottningu sem steypti konungi, sjálfri sér og konungdæminu öllu í glötun vegna metorðagirndar fyrir son sinn.  Minni mitt er svo stopult í seinni tíð. 

Þetta er ekki getraun en þeir sem þekkja endilega hjálpi mér að muna. 

Kannski þekkir Alp (Apt )(ég er fórnarlamb copy/paste villu í fréttinni stóð Apt þegar þetta var skrifað og enn er Mogginn með villu en hér er maðurinn líklega réttnefndur) Mehmet "the bard" betur en ég eða kannski er sú sem ég er að leita að ekki í sögum hans.

 

Eureka!

Svarið er fundið, en þar sem það er ætlað fyrir næsta fund lestrar- og menningarfélagsins Krumma þá skal það geymt þangað til.


mbl.is Hvalveiðar Íslendinga ,,gríðarleg vonbrigði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæri Össi

Nú er vika síðan þú gerðir mig að umfjöllunarefni í bloginu þínu sem rataði svo í mýflugumynd á síður blaða. Þegar ég kom heim af fæðingardeildinni og mæðgurnar voru komnar í ró, þá renndi ég yfir fréttir, póstinn og blogrúntinn og ég skal viðurkenna undrun mína yfir þessari óvæntu upphefð. Ég ætla ekki að agnúast yfir tímasetningunni sem mér fannst í fyrstu ósmekkleg, fimm stundum eftir að ég blogaði um að kona mín væri á leið inn á fæðingadeild, nei ég ætla ekki að agnúast yfir því. Því síður ætla ég að agnúast yfir því að þú horfir framhjá því sem þú veist vera satt og rétt en hefur það sem betur hljómar. Leyfðu mér að útskýra, í bloginu þínu segir þú "þarna hefur Friðjón hitt á pottþétta leið til að fá bæði launahækkun og góðan framgang í ráðuneytinu." og svo     "Í öllu falli vona ég að Friðjón verði enn starfandi þegar ég tek við dóms- og kirkjumálaráðuneytinu! - Þá verður hann settur yfir áróðursmálin." en nóttina fyrir blogið þitt skilur þú eftir athugasemd við blog hjá mér og segir: "Mér þykir þú fjandi hugaður - en kannski megi leita skýringarinnar á því að fram kemur að þú sért hvort eð er að láta af störfum." Eins og ég sagði þá ætla ég ekki að nöldra fyrir svona smámunum, stíllinn ofar öllu er það ekki?

Það sem mig langar til að benda þér á er að þú misskilur orðanotkun mína þegar ég segi Björn Bjarnason vera brilljant stjórnmálamann, þar ræður ekki það sem þú kallar "barnsleg aðdáun" ég ber virðingu fyrir stjórnmálamanninn Birni Bjarnasyni. Ég ber virðingu fyrir þeim stjórnmálamönnum sem hafa sannfæringu og fylgja henni eftir. Ég er ekki sammála ráðherranum í einu og öllu en mér finnst mikið til hans koma. Ég er ekki einn um þessa skoðun, Ellert B. Schram núverandi samflokksmaður þinn um stund og fyrrum andstæðingur Björns innan Sus fyrir 33 árum sagði í grein sl. laugardag Björn líklega besta menntamálaráðherra sem við höfum haft í seinni tíð. Þú sjálfur hefur borði vitni um vinnubrögð hans á hexíu vefnum þínum.

Þessi skoðun mín á kostum staðfestu er ekki nýtilkomin í nýlegum pistli fjallar Magnús Sveinn Helgason (besti blogarinn um amerísk stjórnmál) um athugasemdir sem okkur hafa gengið á milli um þetta efni. Popúlískir stjórnmálamenn sem snúast eins og vindhanar í öllum málum eiga ekki upp á mitt pallborð.

Hvað orðið brilljant varðar þá nota ég það oft sem lýsingarorð fyrir eitthvað sem mér líkar vel, áhersluauki við góðan. Ég held reyndar að margir af minni kynslóð geri það. Hver kynslóð á sér sinn orðaforða. Sem dæmi notkun, þá fannst til dæmis sjónvarpsauglýsing Alþýðuflokksins fyrir alþingiskosningarnar 1991 brilljant. Jón og Jóhanna úti að aka og svo kom Össi púkinn í aftursætinu og kratarnir náðu þér inn á þing. (Ef einhver á þetta til digital, vinsamlega setjið inn á youtube) En lýsir það barnslegri aðdáun að segja auglýsinguna brilljant, nei ég held ekki? Hún var brilljant því hún var fyndin og náði tilætluðum árangri. En það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að þú þekkir og skiljir blæbrigði orðanotkunar manna sem gleyma því iðulega að þeir eru ekki lengur átján og vonin um atvinnumannasamning í fótbolta sé brostin.

En ég þakka hlýju orðin í minn og fjölskyldu minnar garð. Ég ætla samt að reyna að skemmta þér minna í framtíðinni, því eins og þig rennir örugglega í grun, þá er maður líklega á rangri leið þegar pólitískir andstæðingar hrósa manni fyrir hugrekki. Ég ætla ekki að bíða eftir því að þú verði dómsmálaráðherra, hef ekki tíma og tel það mjög ólíklega atburðarás. (Ágúst Ágúst 800 verður það kannski ef illa fer og þá er það einhver kosmískur húmor að hann hafi yfirumsjón með flestum kosningum í landinu)  En þú mátt áfram vera orðhvatur og ósvífinn og megir þú sérstaklega vera hugrakkur.

Kveðja
f.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband