Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Rektorar, rektorar, athugið.

Það hefur aldrei verið betra að vera atvinnulaus rektor en í dag, nægt atvinnuframboð.

Ýmis fríðindi í boði. 


mbl.is Runólfur Ágústsson rektor segir upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um grein Arnars Jenssonar í mogganum

Það má halda því til haga að Trausti Hafsteinsson sem skrifaði greinina í Blaðið sem er kveikjan að grein Arnars er bróðursonur sme og Gunnars Smára.

Það er ekki þar með sagt að Trausti vinni ekki faglega, en ef menn eru eins og ég og hafa tilhneigingu til að trúa Arnari frekar en Blaðinu, þá er ágætt að muna svona hluti. 

Tilhneiging mín til að trúa Arnari frekar en sme og Blaðinu er mótuð af samskiptareynslu við sme.

 ---

Hvað eru reyndar margir blaðamenn í þessari fjölskyldu?

Sme og Gunnar Smári.

Trausti Hafsteinsson.

Hjördís Sigurjónsdóttir er dóttir sme.

Eru fleiri í þessu klani?


Jamm og jæja... tæknileg mistök.

Það var nefnilega það. 
Hér að neðan urðu margir til að gera athugasemdir við blogið um Árna Johnsen, bæði í athugasemdum og í bréfum til blogsins. Ég var talinn dæma hann hart og ég veit ekki hvað og hvað, sérstaklega þóttu þessi orð mín ómakleg:

Ég tel að með framboði sínu sé Árni að reyna að sanna það að hann hafi alls ekki verið sekur, að hann sakleysi hans verði sannað með því að hann verði kosinn á þing að nýju. Ef það er rétt þá mun hann taka upp fyrri iðju til að sanna það að hún hafi ekki verið saknæm. Það mun verða Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt.

Með orðum sínum í fréttum í gær er ÁJ lagður af stað þann veg sem ég lýsi, hann viðurkennir ekkert nema "tæknileg mistök", sýnir enga iðrun. 

Ég veit ekki hvernig eigi að taka á framboðsmálum á Suðurlandi, en ef Sjálfstæðismenn í öðrum kjördæmum sýna hug sinn í málinu þá eru það skilaboð til kjósenda þeirra að vera ÁJ á framboðslista Sjálfstæðisflokksins sé þeim ekki að skapi.  Ég vona að Árna Johns málið verði ekki að kosningamáli en maðurinn er svo upptekinn af því að gefa frá sér heimskulegar yfirlýsingar sem ergja fólk að það er mikil hætta á því að hann verði í aðalhlutverki næsta vor. 


mbl.is Árni iðrast ,,tæknilegra mistaka"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver sagði...

árið 2004 þegar rætt var um breytingar á lögum um útlendinga?

"stefna danskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda hefur verið mjög umdeild. Í Danmörku eru allt aðrar aðstæður en á Íslandi."

 "Þá ber kannski að skilja löggjöfina núna sem svo að menn séu að reyna að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. En mér finnst það í raun og veru óþarfi..."

 


Rumsfeld

Til minningar um Rummy

Úr The Late Late Show 


Ósammála formanninum

Það er ekki oft sem ég er ósammála formanni Sjálfstæðisflokksins en í þetta skipti verð ég að deila við hann.  Það má vera að Árni njóti traust flokksforystunnar, en hann mun ekki njóta trausts umtalsverðs hluta Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki nóg að segja, hann vann í prófkjöri og þar með er það búið mál. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn semsagt ekkert um það að segja hver er í framboði fyrir hann? Í reglum flokksins er gert ráð fyrir þeim varnagla að kjördæmisráð þurfi að samþykkja listann. Ég vil ekki sjá að kjördæmisráð Suðurkjördæmis samþykki þennan lista. Forysta Sjálfstæðisflokksins er á villigötum í málinu, það má vera að Árni hafi tekið út sína refsingu en hann hefur ekki sýnt neina iðrun né virðist manni að hann telji sig hafa gert eitthvað rangt! Fyrir utan að nást.

Nú er það þannig að atkvæði mitt í Reykjavík hefur áhrif til í öðrum kjördæmum, það nýtist til uppbótarsætis, við það hætta framboðsmál í öðru kjördæmi að verða einkamál þess kjördæmis. Í síðustu kosningum var atkvæði mitt greitt í Reykjavíkurkjördæmi norður lagt á vogarskálarnar til að koma inn Bjarna Benediktsyni í SV-kjördæmi og Birgi Ármannssyni í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Að sama skapi urðu atkvæði greidd Frjálslynda flokknum og Margréti Sverrisdótttur í Reykjavíkurkjördæmi Suður til þess að koma Sigurjóni Þórðarsyni inn á þing.  (Slæm skipti fyrir kjósendur frjálslyndra!) Þess vegna er það ekki einkamál kjördæma hverja þeir velja á lista hjá sér eða hvernig staðið er að málum. Hvort sem menn velja glæpamenn eða fjölskyldumeðlimi.

D: Árni nýtur trausts flokksforystunnar

Geir Haarde forsætisráðherra segir Árna Johnsen njóta fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins eftir að Árni hlaut annað sæti á framboðslistanum í suðurkjördæmi og öruggt þingsæti.

Geir var gestur Morgunvaktarinnar á Rás eitt í morgun og fjallaði þar um úrslit í prófkjörum flokksins. Árni Johnsen lenti í öðru sæti í prófkjöri flokksins í suðurkjördæmi. Geir sagði Árna njóta trausts flokksforystunnar þrátt fyrir fyrri brot í trúnaðarstörfum sínum.
 Stolið af Ruv.is

Skrítið kvöld - skrítnar tölur

Viðsnúningurinn í Sv kjördæmi á síðustu 274 atkvæðunum var magnaður.

Ragnheiður Ríkarðs. fór úr því að vera 26 atkvæðum yfir Jóni í 4. sætið yfir í það að vera 38 atkvæðum undir. Það er duglegt að ná viðsnúningi upp á 64 atkvæði á 274 atkvæðum. Ég hef bara ekki séð svoleiðis áður.  Það er reyndar mjög áhugavert að skoða þessi síðustu 274 atkvæði.

Það er magnað hvað Ármann Kr. fær hátt hlutfall þeirra en Ragnheiður lágt.

6174 gild atkvæði vorðu greidd í prófkjörinu, atkvæði greitt í 1. sæti nýtist í 2. sæti 3. sæti  osfrv. Þannig að þegar kemur að útreikningum í 3. sæti hafa í raun verið greidd 18.522 atkvæði en hver og einn frambjóðandi getur bara náð 6174 þeirra.

Þannig að ef við lítum á töflu þar sem við berum saman uppsöfnuð  atkvæði í 1.-3. sæti þegar 5900 atkvæði voru talin þá var staðan þessi:

 uppsafnað
í 1-3 sæti
hlutfall
  5900
ÁKO 244441%
RR 191332%

 Þega við skoðum síðustu 274 atkvæðin þá er myndin aðeins önnur.

 uppsafnað
í 1-3 sæti
 hlutfall
  274
ÁKO15155%
RR5420%

tölurnar fyrir Jón Gunnarsson eru svipaðar og fyrir Ármann hann er á 51% seðlanna 274 í 4. sæti eða ofar en í heildina er hann bara á 39% þeirra í 4. sæti eða ofar.

Því fer fjarri að ég haldi því fram að eitthvað misjafnt hafi verið á seyði þarna.  Kannski var Ármann bara svona duglegur í utankjörfundaratkvæðunum en þetta er sterk vísbending að þeir sem kusu Ármann þeir kusu Jón líka.

Mér finnst niðurstaðan í þessu prófkjöri verri en ég vonaði, það er nóg af gervi hægrimönnum í flokknum og á þingi, mér fannst alger óþarfi að bæta í þann hóp.  Tilfinning mín er að hann sé fyrirgreiðslupólitís, kannski kemur Jón mér á óvart, ef hann gerir það yrði ég orðlaus.

 Suðrið 

Af tölum í S-kjördæmi má ráða að Árni Johnsen lék einn sniðuguasta pólitíska leik sem ég hef séð í prófkjöri.  Svo margir báðu um 2. sætið að það var ljóst að atkvæði myndu dreifast mjög. Einnig er ljóst að ekki var full sátt um Árna Mathiesen í 1. sæti þannig að Árni Johnsen nær að tappa af þeirri óánægju og fær alt óánægjufylgið. Þegar 2600 atkvæði höfðu verið talin þá var AMM með 1395 en AJ með 805 í fyrsta sæti.  Tutkhúslimurinn var hinsvegar ekki nema með 200 atkvæði í 2. sæti. langt á eftir Kjartani og Drífu. Þetta er svo snjallt og ósvífið að það liggur við að hægt sé að dást að því.

Þótt Árni J. sé að fá glimrandi kosningu í Suðurkjördæmi þá hefur það meiri áhrifi í Reykjavík og Suðvestur, vera hans á lista sjálfstæðismanna mun kosta flokkinn nokkur atkvæði í kjördæmum hingað og þangað, meira en hann bætir við í S-kjördæmi ef það er eitthvað.

Með Gulla, Jóni Gunnars, Árna J. ofl þá finnst mér kominn fullmikill Albertslykt af flokknum mínum. 

 

Árangur Unnar var ljómandi, hún verður vonandi 1. varaþingmaður og dettur inn á þing, næst þegar Árni J. fer í "frí".


mbl.is Björk komin í 4. sætið í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pétur Árna og Unni Brá í 5. sætið!

Unnur Brá Vil Pétur Árna á þing! hvetja alla sem geta, til að kjósa Pétur Árna í 5. sætið í SV-kjördæmi og Unni Brá í Suðurkjördæmi. Þau eru bæði vel að því komin og munu sóma sér vel í ræðstóli á Alþingi.  Við þurfum fleiri góða þingmenn sem láta ekki vitleysu eins og Kristján Pálsson gerði þegar hann sagði kaup ríkisfyrirtækisins Íslandspósts  á Samskiptum hf. vera "frjáls kaup á fyrirtæki". Algjör della, við þurfum ekki fleiri gervi hægrimenn inn á þing. 
mbl.is 13 í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur klikkar hux

Hux spáði því í september að Þórólfur sýslumaður á Patreksfirði yrði skipaður sýsli í Keflavík og taldi Þórólfi helst til tekna störf hans í Sjálfstæðisflokknum. Svo fór nú ekki. 

Almennt ætla ég ekki að skrifa hér um málefni er tengjast ráðuneytinu, en það er alltaf gott að halda til haga spádómum sem rætast og þeim sem rætast ekki.

 

 

 


mbl.is Sýslumaður í Keflavík skipaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björk á beddanum

Mér til mikillar ánægju fann ég eftirlætismyndasöguna mína úr blaðinu á vef Halldórs Baldurssonar

 Þetta er Björk "Ég Heart terrorista" Vilhelmsdóttir þarna á beddanum.

Þetta er Björk Vilhelmsdóttir

 

Þessi hér er líka mjög fyndin en aðallega fyrir manninn í bakgrunninum, hann rammar inn þetta listaverk sem myndin er. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband