Öflugir Siglfirðingar

Nú er þetta allt að skýrast hjá semíkommunum.  Möller vann NA, Gunnar Svavars í SV. Í ljósi sögunnar þá er það ekkert skrítið að leiðtogar þessara tveggja kjördæma koma frá Siglufirði og Hafnarfirði, Þrenningin hefði verið fullkomnuð ef Ísfirðingur hefði sigrað NV-kjördæmi.

Blogarinn að Bjórá 49 er með ágætis kenningu um sigur siglfirðingsins:

En það rifjar upp þá meiningu "gárungana" sem segja að öflugasta pólítíska félagið á Siglufirði sé Bridgefélagið.  Þar sé ákveðið hvernig hlutirnir gerist á Siglufirði og hverja skuli styðja í prófkjörum.

Skipulagskraftur Bridgefélagsins sé slíkur að það sé því að þakka/kenna að um árið voru samanlagðir þátttakendur í prófkjörum Samfylkingar og Framsóknarflokks á Siglufirði, þó nokkru fleiri en voru á kjörskrá í kaupstaðnum

Eitt sumarið gerðist það að það fjölgaði svo í félagi ungra sjálfstæðismanna á staðnum að í því voru fleiri en kusu Sjálfstæðisflokkinn næsta vor. Áhugi ungra Siglfirðinga á málefnum Sus var ótrúlegur. Ég man að formaður félags ungra framsóknarmanna á staðnum var mjög undrandi á inngöngu sinni í Sjálfstæðisflokkinn.

Það var þá væntanlega bridgefélagið sem bar ábyrgð á því máli öllu saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband