Róbert er frambjóðandi Björgvins...

Björn Ingi kom fram með kenningu í blogfærslu í dag um að Róbert Marshall sé frambjóðandi Margrétar og  fari fram með einhverri sérstakri velþóknun hennar. Það má vera, en ég held að málum sé öðruvísi farið, Róbert er frambjóðandi Björgvins G. Sigurðssonar! Ástæðurnar fyrir þessari ályktun eru eftirfarandi.

  • Maður sem biður um 1.-2. sæti gerir sér ekki vonir um að fá 1. sætið en biður um það í von um að fá nógu mikið af atkvæðum til að tryggja sér 2. sætið.
  • Róbert er eyjapeyji, ef hann hefði bara beðið um 2. sætið hefðu allir í eyjum sagt við hann: Flott við kjósum þá Lúlla í 1. sætið og þig í 2. Það hjálpar RM ekki nóg þar sem hann er að slást við Lúlla um annað sætið tapi sá rauði slagnum við Björgvin.
  • Bingi nefnir í bloginu sínu að Björgvin og Róbert voru eitt sinn samherjar í blaðamennsku á Vikublaðinu og ég veit að þar er vinskapur enn. Ef RM klýfur eyjaatkvæðin þá gæti Björgvin setið með pálmann í höndunum. Björgvin er óvitlaus og gerir sér grein fyrir stöðunni, hans fólk mun ábyggilega kjósa Róbert í 2. sætið.
  • Jón Gunnarsson er svarti péturinn í fléttunni, nema menn meti Árborg svo öfluga að hún trompi Eyjar og Reykjanesið.

Vandi strákanna er 40% jafnréttisreglan Samfylkingarinnar. Hvað gerist ef röðin verður BGS, JG, RM, LB og svo einhver kvennana. Verður Lúlli þá að fara í 6. sætið?

Svo getur verið að Róbert komist ekki á blað og þetta sé allt saman spuni. Mér hefur alltaf fundist að þegar vinstri menn skrifa um innanflokks intrígur Sjálfstæðisflokksins þá er það yfirleitt tómur uppsuni. Þessi orð hér að ofan gæti verið hægri hliðin á þeim pening.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband