Ósammála formanninum

Það er ekki oft sem ég er ósammála formanni Sjálfstæðisflokksins en í þetta skipti verð ég að deila við hann.  Það má vera að Árni njóti traust flokksforystunnar, en hann mun ekki njóta trausts umtalsverðs hluta Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki nóg að segja, hann vann í prófkjöri og þar með er það búið mál. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn semsagt ekkert um það að segja hver er í framboði fyrir hann? Í reglum flokksins er gert ráð fyrir þeim varnagla að kjördæmisráð þurfi að samþykkja listann. Ég vil ekki sjá að kjördæmisráð Suðurkjördæmis samþykki þennan lista. Forysta Sjálfstæðisflokksins er á villigötum í málinu, það má vera að Árni hafi tekið út sína refsingu en hann hefur ekki sýnt neina iðrun né virðist manni að hann telji sig hafa gert eitthvað rangt! Fyrir utan að nást.

Nú er það þannig að atkvæði mitt í Reykjavík hefur áhrif til í öðrum kjördæmum, það nýtist til uppbótarsætis, við það hætta framboðsmál í öðru kjördæmi að verða einkamál þess kjördæmis. Í síðustu kosningum var atkvæði mitt greitt í Reykjavíkurkjördæmi norður lagt á vogarskálarnar til að koma inn Bjarna Benediktsyni í SV-kjördæmi og Birgi Ármannssyni í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Að sama skapi urðu atkvæði greidd Frjálslynda flokknum og Margréti Sverrisdótttur í Reykjavíkurkjördæmi Suður til þess að koma Sigurjóni Þórðarsyni inn á þing.  (Slæm skipti fyrir kjósendur frjálslyndra!) Þess vegna er það ekki einkamál kjördæma hverja þeir velja á lista hjá sér eða hvernig staðið er að málum. Hvort sem menn velja glæpamenn eða fjölskyldumeðlimi.

D: Árni nýtur trausts flokksforystunnar

Geir Haarde forsætisráðherra segir Árna Johnsen njóta fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins eftir að Árni hlaut annað sæti á framboðslistanum í suðurkjördæmi og öruggt þingsæti.

Geir var gestur Morgunvaktarinnar á Rás eitt í morgun og fjallaði þar um úrslit í prófkjörum flokksins. Árni Johnsen lenti í öðru sæti í prófkjöri flokksins í suðurkjördæmi. Geir sagði Árna njóta trausts flokksforystunnar þrátt fyrir fyrri brot í trúnaðarstörfum sínum.
 Stolið af Ruv.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Detta mér allar dauðar!
Heiðarlegur piltur í pyttinum?  Heimsmynd mín hrynur.

Kannski að flokkurinn verði kjósanlegur þegar prósenta "Friðjóna" innan hans verður hærri prósentu "Árna".

Kjósandi (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 13:41

2 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Hjartanlega sammála þér þarna.   Sæti Árni J á eftir að verða dýrkeypt fyrir flokkinn og eins bröllt Árna M á milli kjördæma.

Sigrún Sæmundsdóttir, 13.11.2006 kl. 14:49

3 identicon

Verð að viðurkenna að þú hefur nokkuð til þíns máls. En eitt er víst að hann var valinn með þó nokkuð yfirburðum og þannig virkar kerfið. Ekki verður því breytt núna.

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 17:05

4 identicon

Formaðurinn nefndi það líka að Árni mundi njóta trausts meðan hann stendur sig eins og ætlast er til. Hann getur verið viss um það verður fylgst nákvæmlega með honum, að hann misfari ekki með það umboð sem honum hefurverið veitt.

Er prófkjör ekki sá valkostur sem bestur er til að velja menn á lista og það voru einfaldlega flokksmenn Sjálfstæðisflokksins sem kusu Árna. Er ekki erfitt að breyta þeim úrslitum

Stefán Ingólfsson (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 18:04

5 identicon

Hef gaman að pistlum þínum en asskoti finnst mér þú dómharður á Árna J í
nýjasta pistlinum. Smá punktar:

1.
Vissulega gerði Árni mistök - ekki spurning. Refsing hans var hinsvegar býsna
hörð sé tekið mið af fjölmiðlaumfjöllun sem og 2 ára fangelsi sem er þyngri
dómur en margir mjög svo hættulegir stórbrota og ofbeldismenn fá.

2.
Hann hefur vissulega iðrast þótt hann hafi kannski ekki grátið í beinni
útsendingu - hefur sagst hafa gert mistök og sjái eftir þeim.

3.
Hann hefur tekið út sína refsingu núna og fólkið á hans svæði vill sjá hann á
þingi.

4.
Þú kallar hann glæpamann og vilt ekki sjá hann á þingi og segist ósammála
formanni þínum.

Kæri Friðjón,

Ertu sammála því að það sé eðlilegt að fyrrum ráðherra viðskipta og iðnaðar í
landinu skuli geta hætt í pólitík og tekið þátt pesónulega í einkavæðingarferli
ríkisstjórnar sem hann sat í með vinum sínum og t.d. keypt Búnaðarbankann með
mjög "nýstárlegum" aðferðum og hagnast um milljarða króna ?

Ertu sammála því að það sé eðlilegt að fyrrum ráðherra viðskipta og iðnaðar
skuli geta keypt VÍS á um 7 milljarða og selt 3 árum seinna á tæplega 30
milljarða með vinum sínum og kunningjum ?

Ég sleppi hagnaði Dóra Ásgríms á kvótakerfinu - loðdýrasukkinu og sjóðasukki
sem margir menn högnuðust gríðarlega á......

Ástæðan fyrir því að ég spyr að þessu kæri Friðjón er einfaldlega sú að Árni
Johnsen var dæmdur fyrir að taka sér vörur og úttektir að andvirði 5 milljóna
og fékk meiri press coverage en dæmi þekkjast á Íslandi - allt í negatífum
stíl....og 2 ára fangelsi.

Hinir stórtæku glæpamenn sem stela hvað mest og upphæðum sem skipta þúsundum
milljóna króna eru hinsvegar alveg látnir í friði...og ekki hef ég lesið marga
pistla frá þér um óánægju þína varðandi t.d. það sem er talið að ofan....en
færa má allsterk rök fyrir því að þetta sé með stærri þjofnuðum sögunnar frá
skattgreiðendum...og allt eru þetta þungavigtarmenn í samstarfsflokki þíns
ástkæra D lista minn kæri.....

Að koma fram núna og negla Árna sem glæpamann..hann er vasaþjófur í samanburði
við hina stóru kallinn....og innst inni veistu það jafnvel og ég.

Munurinn er bara að Árni liggur svo vel við höggi.....því ekki þorir þú -
frekar en aðrir á þessum vettvangi að opna kjaftinn á sínum tíma varðandi above
sem og ýmislegt fleira.

Formaður einkavæðingarnefndar sagði af sér með orðunum "hef aldrei kynnst öðrum
eins vinnubrögðum"......´síðan heyrðist ekki múkk frá neinum í
ungliðahreyfingum eða annarsstaðar.

Og nei - ég þekki árna ekki neitt, aldrei hitt hann né talað við hann.

Það er hinsvegar ótrúlegur tvískinningur að "hengja" hann enn í dag eftir að
hafa tekið út sinn dóm - vitandi að miklu stærri krimmum around í dag - innan
þings sem utan - sem hafa nýtt sér einmitt pólitíska stöðu til að hagnast um
þúsundir og aftur þúsundir milljóna......


Kv.
Deepthroat
                 

Mr.Johnsen (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 18:45

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er ekki kominn tími til að fyrirgefa Á.J. misgjörðir hans sem hann hefur bætt fyrir á margan hátt.

Sjálfsagt hefur hann endurgreitt það sem hann tók ófrjálsri hendi, hann hefur setið inni og afplánað sinn dóm og síðast en ekki síst hefur hann mátt þola mjög svo óvægna opinbera umræðu.

Förum ekki að fordæmi prestsins í Neskirkju sem ekki getur fyrirgefið fyrrverandi forsætisráðherra meintar misgjörðir.

Fyrirgefum Á.J. og okkur líður sjálfum betur á eftir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.11.2006 kl. 21:04

7 Smámynd: Bragi Einarsson

Jamm, löglegt, en "siðlaust" kæru vinir og þetta viljið þið kjósa og hafið kosið, þjófa, sem láta nappa sig og þjófa sem komast upp með það! ég sé ekki mun á því, satt að segja. Verði ykkur að góðu, en ég er sammála Friðjóni.

Bragi Einarsson, 13.11.2006 kl. 22:11

8 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Ég er löngu búinn að "fyrirgefa" Árna og ég óska honum alls hins besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Megi hann halda sig á hinum þrönga vegi dyggðarinnar. Það þýðir þó ekki að ég vilji sjá hann í framboði fyrir flokkinn minn.

Ég tel að með framboði sínu sé Árni að reyna að sanna það að hann hafi alls ekki verið sekur, að hann sakleysi hans verði sannað með því að hann verði kosinn á þing að nýju. Ef það er rétt þá mun hann taka upp fyrri iðju til að sanna það að hún hafi ekki verið saknæm. Það mun verða Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt. Ég bendi á að stofnanir  Sjálfstæðisflokksins hafa lokaorðið með það hver er í framboði fyrir flokkinn. Ég er ósammála því að prófkjör sé upphaf og endir alls í framoðsmálum flokksins. Það eru mörg dæmi fyrir því að hnikað hafi verið til á listum eftir prófkjör.

Hvað varðar athugsemdir varðandi meinta sjálftöku framsóknarmanna þá er á því reginmunur að Árni var fundinn sekur fyrir dómi, það hefur ekki  gerst með kumpánana í VÍS  þar liggur minn mælikvarði. Ég ætla ekki að elta ólar við meintar aðgerðir framsóknarmanna sem eitt sinn voru á þingi. Það var einn fjármálaráðherra leysti eitt sinn vini sína úr snöru með gjörningi sem verður seint talinn standast ströngustu skoðun. Það mál er fyrnt og því til lítils að rifja það upp. Ef hann hefði fengið dóm á sig og hann stæði í bók, svart á hvítu, þá horfði málið öðruvísi við.

Friðjón R. Friðjónsson, 14.11.2006 kl. 09:45

9 identicon

sæll aftur,

Meinta sjálftöku framsóknarmanna....er þetta ekki soldið bara staðreynd ?  Hvað er "meint" við þetta ?  Liggur þetta ekki soldið fyrir bara cold hard facts ?

 Er ekki munurinn að DV og aðrir foru ekkert af stað og því er enginn dómur ?

 Dettur þér í hug Friðjón að Árni sé "persona non grata" af því hann fékk dóm fyrir að taka byggingarvörur til eigin nota ?

er ekki munurinn "selective procecution" ??  Bókhald flokkanna er lokað áratugum saman.......loðdýrasukk, fiskeldis-sukk og bitlingar hægri vinstri.....og árni er eini maðurinn sem er óhæfur til þingsetu...

ja hérna...

Mr.Johnsen (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 10:43

10 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Þar til dómur fellur er ólöglegt athæfi framsóknarmanna meint.  Menn eru saklausir þar til sekt sannast, hvað Árna varðar þá er hún sönnuð fyrir dómi. Hvað framsóknarmenn varðar þá hefur ekki verið kært eða dæmt. Um siðferði athæfis þeirra ætla ég ekki að tala, enda það mál ekki til umræðu hér.

Friðjón R. Friðjónsson, 14.11.2006 kl. 11:17

11 identicon

"Ég tel að með framboði sínu sé Árni að reyna að sanna það að hann hafi alls ekki verið sekur, að hann sakleysi hans verði sannað með því að hann verði kosinn á þing að nýju. Ef það er rétt þá mun hann taka upp fyrri iðju til að sanna það að hún hafi ekki verið saknæm"

 Þetta er fáranlegt komment, þú ert að saka hann um að hann muni strax aftur fara að brjóta af sér!! Það má benda þér á að hann hefur nú þegar gegnt störfum fyrir utan múranna og þar hefur hann hlotið einróma lof fyrir og ekkert bólar á né verið talað um lögbrot þar. Ef hann vill gera lögbrot að iðju sinni þá getur hann líklega ekki valið verri starfstað til þess stunda hana heldur en hið háa herrans alþingi, því það er á hreinu að vel á eftir að vera fylgst með árna ef hann verður kosinn þarna inn.

Annað sem þú segir er að þú vilt að stofnanir sjálfstæðisflokksins taki fyrir hendur sjálfstæðismanna (nánar tiltekið 3134 sjálfstæðismanna og kvenna)þessa kjördæmis sem kusu Árna og hendi Árna útaf listanum, afþví að þú og fleiri "fílið" hann ekki. Það er á hreinu að ef þú og þínir nái því fram að ákvörðun rúmlega 3 þús manna og kvenna verður virt að vettugi þá er það ljóst að fjöldi manna og kvenna mun þá einnig virða sjálfstæðisflokkinn að vettugi því það sem sjálfstæðismönnum líkar afar illa við er að tekið sé fram fyrir hendurnar á þeim. Á meðan landið er ekki eitt kjördæmi þá eiga kjördæmin á fá að ráða sínu fram, ég hef t.d ekki miklar mætur á sumum sem eru í framboði annarsstaðr t.d samgönguráðherra einn sem stóð í svindli í kosningum í sínu kjördæmi, ef það verður svo að stofnanir sjálfstæðisflokksins ætla að taka þetta í sínar hendur því þeir halda að þeir séu að gera flokknum greiða þá er alveg ótrúlegt ef það verður látið staðar numið við Árna J, ég held að enginn stjórnmálamaður inn sjálfstæðisflokksins afli honum jafn mikilla óvinsælda útá við eins og yfirmaður leynilögreglunnar, her unnandinn mikli og baugshatarinn Björn Bjarna, já það er víða pottur brotinn í þessum efnum.

Sjáfstæðismaður (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 14:49

12 identicon

 ekki kært....enginn dómur....er það nú ekki akkúrat málið kæri Friðjón ?

 Það er ekkert verið að agnúast út í þetta....bókhald flokkanna er lokað og það heyrist ekki tíst frá ykkur stuttbuxnadrengjum D listans t.d. um Oliumálið - búbbann - VÍS o.fl.o.fl.o.fl.

 gott að hafa forgangsmálin á hreinu.....:-)  

Mr.Johnsen (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 15:52

13 identicon

Frðjón, þú ferð um völlinn með miklum slætti.  Ég get því miður ekki séð að Sjálfstæðisflokkurinn, sem þú kallar þinn flokk í athugasemd frá því í morgun, sé ekki bara líka flokkur nokkuð margra annara, þ.m.t. Árna Johnsen.  Það er merkilegt hvernig menn geta gert sig breiða í þessu máli.  Bæði þú og Andrés Magnússon vinur þinn hafið geysilegar áhyggjur af því að atkvæði ykkar verði flutt á suðurland til að koma Árna Johnsen á þing.  Ef ykkar atkvæði þarf til þess að koma Árna á þing að þá skuluð þið gera ykkur grein fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þessum kosningum með einhverjum ótrúlegum hætti.  Því ef þarf atkvæði úr Reykjavík til að koma 2. manni á lista Sjálfstæðisflokksins inn á Suðurlandi þá er eitthvað mikið að.  Ég held að menn ættu frekar að horfa á þær fréttir frá Suðurlandi að þar var frábær kjörsókn, betri heldur en á flestum öðrum stöðum sem ætti að gefa mönnum von um frábæra niðurstöðu úr kosningunum í vor.  Hættið að gera sjálfa ykkur breiða og allt tal um að enginn sé sekur fyrr en sekt er sönnuð er bara bull - hver er syndlaus í þessum heimi.

Áhugamaður um bætta hegðun allra (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 16:22

14 identicon

Hvernig væri að menn huguðu að því að landið verði eitt kjördæmi?  Ég tel að þá væri lýðræðinu best þjónað.

Birgir Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband