Hver sagði...

árið 2004 þegar rætt var um breytingar á lögum um útlendinga?

"stefna danskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda hefur verið mjög umdeild. Í Danmörku eru allt aðrar aðstæður en á Íslandi."

 "Þá ber kannski að skilja löggjöfina núna sem svo að menn séu að reyna að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. En mér finnst það í raun og veru óþarfi..."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnljótur Bjarki Bergsson

er spurt um vel baðaðann þingmann?

Arnljótur Bjarki Bergsson, 15.11.2006 kl. 09:47

2 identicon

Stórkostlegt, auðvitað Magnús Þór Hafsteinsson, fann þetta á alþingisvefnum. http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=/wwwtext/html/130/O4/r29164413.sgml&leito=danm%F6rku%5C0a%F0st%E6%F0ur#word1

Pétur G (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 17:18

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Svarið komið.

Ég verð reyndar að þakka Hirti J. Guðmundssyni fyrir ábendinguna, hann var eitthvað búinn að kafa meira ofaní orð manna fyrir 2 árum. Vona að hann geri góða úttekt á því.

Friðjón R. Friðjónsson, 16.11.2006 kl. 00:57

4 Smámynd: Arnljótur Bjarki Bergsson

... sem ég sagði kastljóssbaðaður þingmaður

Arnljótur Bjarki Bergsson, 16.11.2006 kl. 02:02

5 identicon

Góðan dag. Þetta var góð ræða hjá mér sem ég flutti árið 2004. Hún sýnir vel að ég er enginn útlendingahatari. Annars er það gleðilegt að Hjörtur J. Guðmundsson skuli vera að stúdera ræður mínar. Hann var einu sinni í Frjálslynda flokknum. Við vörpuðum öll öndinni léttar þegar hann fór yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Okkur þótti hann svo mikill öfgamaður í einarðri afstöðu sinni gegn útlendingum á Íslandi. Sennilega hefur hann ekki batnað mikið síðan. Góðar stundir, MÞH

Magnús Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 10:11

6 identicon

Magnús Þór Hafsteinsson er óborganlegur ;) Ég var vissulega í tæpt ár í Frjálslynda flokknum. Eina skiptið sem ég tjáði mig að einhverju ráði um innflytjendamálin á vettvangi hans var í ræðu á svokölluðu landsráðsþingi flokksins í byrjun árs 2004 og lýsti þar skoðunum mínum sem eru afar hófsamar miðað yfirlýsingar margra í dag um þessi mál, þ.á.m. Magnúsar Þórs. Ég hef t.d. aldrei sagt að gera þyrfti allt til að stemma stigum við komu útlendinga til landsins eins og hann gerði í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis þriðjudaginn 30. október sl. eða talað fyrir því að koma eigi í veg fyrir að múslimar geti sezt hér að eins og hann gerði í sama þætti. Sér er því hver öfgamaðurinn. Eftir ræðu mína á landsráðsþingi Frjálslynda flokksins sá Magnús ástæðu til að koma sérstaklega til mín og hrósa mér fyrir hana. Hvað varðar ummæli Magnúsar um að Frjálslyndi flokkurinn hafi verið feginn þegar ég fór úr röðum hans er skemmst frá því að segja að Margrét Sverrisdóttir harmaði úrsögn mína ítrekað í gegnum tölvupóst eftir að ég tilkynnti henni um hana og ekki er lengra síðan en í fyrradag (14. nóv) að hún sendi mér skeyti þar sem hún hvatti mig til þess að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn á nýjan leik. Eitthvað sem ég hef ekki áhuga á. Þannig að Magnús minn, "nice try!"

Hjörtur J. Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 13:38

7 identicon

Annars sýnir þessi gamla ræða aðallega að Magnús Þór Hafsteinsson er rakinn tækifærissinni. Ég man eftir því ennfremur á áðurnefndu landsráðsþingi að Magnús talaði um það við mig og þriðja mann að útlendingastefna Venstre í Danmörku væri alls ekki slæm og að innflytjendamálin væru málaflokkur sem Frjálslyndi flokkurinn gæti gert út á. Í þessari ræðu Magnúsar er hins vegar ekki að sjá að hann sé spenntur fyrir aðgerðum danskra stjórnvalda í þessum efnum.

Ég man að ég fékk óbragð í munninn við þessar samræður við Magnús í byrjun árs 2004 (áður en hann hélt ræðuna á Alþingi), enda tel ég þetta mjög mikilvæg mál sem þarf að ræða og finna lausnir á en ekki eitthvað sem tækifærissinnar í pólitík eigi að hagnýta sér sér til framdráttar.

Hjörtur J. Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband