Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 11. október 2007
Hvar er Bingi?
Eyjan segir frá því að meirihlutafundi sem halda átti í Höfða í ha´deginu hafi verið frestað vegna þess að Björn Ingi mætti ekki.
Meirihlutafundi frestað - Björn Ingi mætti ekkiEr meirihlutinn að springa?
Miðvikudagur, 10. október 2007
Villi lifir - bálreiðir borgarfulltrúar
Dagurinn í dag var áhugaverður. Ég held að Villa hafi tekist að bjarga sér fyrir horn um sinn, þótt morgundagurinn gæti leitt annað í ljós.
Framganga Björns Inga í dag var með þeim hætti að reiði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur beinst frá Villa og til Binga.
Bingi er að þreifa fyrir sér með að taka upp samstarf við minnihlutann eða amk að hóta því.
Vandi binga er þó díllinn sem hann gerði fyrir 15 mánuðum er svo góður fyrir hann að það það myndi þýða verulegar búsifjar fyrir Binga að slíta samstarfi.
Lítum á hvaða stöðum hann gegnir:
- Borgarfulltrúi Reykjavíkur frá maí 2006
- Formaður borgarráðs
- Varaforseti borgarstjórnar
- Formaður ÍTR
- Í stjórnkerfisnefnd
- Í forsætisnefnd
- Formaður stjórnar Faxaflóahafna
- Varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og verðandi formaður.
- Formaður hússtjórnar Borgarleikhúss
- Í stjórn samstarfssjóðs Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar.
- Skipulagssjóður Reykjavíkur, varamaður
Feitu bitarnir eru feitletraðir.
Það er alveg ljóst að hann fengi aldrei jafn góðan díl í 4 flokka samstarfi.
---
Best væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að slíta samstarfinu, Villi hætti og tekið yrði upp samstarf við VG.
Svandís Svavarsdóttir er heiðarleg og viðræðuhæf á meðan Bingi og Dagur hafa bara annan af fyrrnefndum kostum og ekki þann sama.
Mánudagur, 8. október 2007
Af hverju Helgi?
Á hvers vegum var hann? Ef þörf var á lögmenntuðum manni þá þurfti ekki að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Forstjóri OR er með þessa prýðilegu menntun og starfsreynslu. Eins og segir á heimasíðu OR:
Sem borgarlögmaður annaðist Hjörleifur öll málflutningsstörf fyrir Reykjavíkurborg og stofnanir hennar, var lögfræðilegur ráðgjafi borgarstjórnar, borgarráðs, borgarstjóra og stofnana og fyrirtækja borgarinnar. Hann var m.a. lögfræðilegur ráðgjafi veitufyrirtækja Reykjavíkurborgar og sinnti þeim málum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur frá stofnum fyrirtækisins.
Helgi er þekktur fyrir að hafa verið í víðtækum lögmannsstörfum fyrir Baug (og Jón Ásgeir persónulega) á sínum tíma og gegndi stjórnarstörfum í ýmsum dótturfyrirtækjum (jafnvel í því skyni að dylja eignartengslin).
Það er skrýtin ráðstöfun að setja mann með þetta mikil tengsl við eigendur Geysi Green Energy inn á stjórnarfundinn. Það væri áhugavert að komast að því hvort þetta sé gert oft á fundum stjórnar OR.
Föstudagur, 5. október 2007
Hvað eru menn að æsa sig útaf REI?
Það er nákvæmlega þessi vinnubrögð sem "Gamli Góði Villi" lofaði og hefur stundað frá því hann settist við borgarstjórastólinn.
Eitthvað segir mér að þetta mál sé ekki bara vegna REI, heldur sé það uppsöfnuð kergja í garð Villa vegna lélegra og handhófskenndra vinnubragða. Maðurinn er hreinlega ekki nógu mikill bógur til að vera borgarstjóri.
Menn ættu að taka eftir gagnrýni samtaka ungra sjálfstæðismanna á vinnubrögð borgarstjórans. Þeim er stýrt af fólki sem studdi Villa leynt og ljóst haustið 2005. Sá hópur virðist meira að segja vera hreinlega búinn gefast upp á vitleysunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Barónsbúð
Þeir eiga þakkir skildar Samson-feðgar. Þeir eru einir síns liðs að bjarga miðbænum. Allt tal stjórnmálamanna í gegnum tíðina hvað eigi að gera hefur reynst innantómt þvaður. Muna menn ekki eftir skilgreiningu fyrrverandi borgarstjóra á því að miðbærinn er upplifunarsamfélag? Ég skrapp heim um daginn og þvílík upplifun, miðbærinn er viðurstyggilega skítugur. Núverandi meirihluta hefur algjörlega mistekist að taka til, það eru tyggjóklessur allsstaðar , ég gekk fram á þrjú hálftóm (eða hálffull) bjórglös á Laugarveginum á mánudagseftirmiðdegi.
Ég fór að velta því fyrir mér hvernig það passar að hér í D.C. býr hálf milljón manna og 8 milljónir á því sem kalla mætti höfuðborgarsvæðið en á höfuðborgarsvæði Íslands búa tæp 200 þús. manns. Samt er miðborg höfuðborgar Bandaríkjanna snyrtileg og hrein. Þar eru starfmenn borgarinnar á ferli og passa uppá að allt sé snyrtilegt, en það sem meira er það dettur engum í hug að hrækja út úr sér tyggjóklessu á gangstéttina.
Mér fannst það virkilega sorglegt að sjá hvernig borgin leit út. Það eru ekki nema 6 mánuðir síðan við fluttum úr miðbænum til Ameríku og kannski var þetta svona slæmt þá líka. En það var sjokk að koma heim í skítinn. Það eru gettó hér í Ameríku sem eru snyrtilegri en miðbærinn.
Núverandi meirihluti þarf að bretta upp ermarnar, þetta snýst ekki um opnunartíma veitingastaða eða reykingarbann heldur virðingu fyrir öðru fólki og eignum þeirra. Þar þarf borgin að sýna fordæmi og taka til heima hjá sér.
Mér finnst hugmynd Samson feðga er frábær þó ekki væri nema fyrir það að konan mín (arkitektinn) fékk sömu hugmynd fyrir nokkrum árum. Við ræddum hana í þaula og það sem okkur fannst vera erfiðasta úrlausnarefnið var að koma bílaumferð með eðlilegum hætti inn í mollið. Okkur datt ekki í hug að fara yfir Hverfisgötu heldur vildum byggja 3-4 hæða moll á Laugavegi 77 og á bílastæðinu á bak við. Þetta náði aldrei langt, mig minnir að ég hafi sett fram hugmyndina í einhverjum miðborgarhópi hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem hún hefur lagst í dá í prófarkalestri. Góðar hugmyndir deyja hinsvegar ekki og eflaust hafa einhverjir fengið þessa hugmynd bæði á undan og eftir konunni datt þetta í hug í fjölskyldugöngutúr á laugardagsmorgni.
En hugmyndir mega sín lítils þó ef ekkert er gert með þær og þar eru Samson-feðgar að reynst borginni dýrmætir. Eitt það besta við þessa hugmynd er hún verður að veruleika ef borgin gerir ekki annað en að spila með. Maður trúir því að þetta gerist. Ef stjórnmálamaður setti fram þessa hugmynd þá hefði maður enga trú á því að þetta yrði að veruleika, a.m.k. ekki fyrr en borgarstjórinn verður gráhærður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. september 2007
Hrikalegt
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13. september 2007
Padda dagsins og getraun
Praying Mantis heitir þessi nágranni minn á engilsaxnesku, mér er lífsómögulegt að muna íslenska nafnið. Smellið á myndina og haldiðáfram að smella þar til full stærð næst þá verður hún flott.
Anyone, Anyone?
Getraun:
Ég var að skipta um hausmynd, hvaðan er hún og hvað ræður fjölda stjarna?
Vefleg verðlaun í boði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 10. september 2007
Gagngrunnur ríkislögreglustjóra
Forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær er merkileg fyrir tvær sakir.
Í fyrsta lagi er eini heimildarmaður blaðsins sami maður og dró umsókn sína um stöðu ríkissaksóknara tilbaka með fréttatilkynningu í fjölmiðla, 2 dögum fyrir kosningar.
Telur Jóhannes Rúnar sig hafa einhverra harma að hefna?
í öðru lagi þá hefur margt af því sem gagnrýnt er í grein Fréttablaðsins hefur verið til staðar hjá Ríkislögreglustjóra frá upphafi eða haustinu 1997, þegar hver var dómsmálaráðherra? Jú, ritstjóri Fréttablaðsins.
Kannski hefði brjann@frettabladid.is átt að leita til ritstjórans?
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Gamli sorrý...
Ég hef ekki gert það upp við mig hvort þessi texti Megasar á best við borgina eða borgarstjórann?
GAMLI SORRÝ GRÁNI
Gamli sorrý Gráni er gagnlaus og smáður
gisinn og snjáður, meðferð illri af.
Hann er feyskinn og fúinn og farinn og lúinn
Og brotinn og búinn að vera
Hann er þreyttur og þvældur og þunglyndur spældur
beiskur og bældur í huga
Gamli sorrý Gráni er gagnlaus og smáður
gisinn og snjáður, meðferð illri af.
Hann er beygður og barinn og brotinn og marinn
og feigur og farinn á taugum
Hann er knýttur og kalinn og karoní falinn
Ó hvað hann er kvalinn af öllum.
Gamli sorrý Gráni er gagnlaus og smáður
gisinn og snjáður, meðferð illri af.
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Ráðvilltur ráðherra
Af öllum bloggurum á öllum bloggvefjum í heiminum þá virðist iðnaðarráðherra hafa mestan áhuga á þessum arma bloggara sem ritar hér og á eyjunni. Í nott ritaði hann pistil mér til heiðurs vegna einhvers sem hann heldur að ég hafi sagt eða ýjað að í öðrum pistili. Það er stundum erfitt að skilja mikilmennin.
Ég skrifaði þessa færslu til að gefa mynd af því hver hagfræðingur félagsmálaráðherra er:
Hagfræðingur félagsmálaráðuneytisins
Eitthvað var lítið um heimsóknir á þá færslu þannig að iðnaðarráðherra ákvað að vekja athygli á hvaða snilling Jóka væri kominn með til sín í þessari færslu:
Sturtað niður úr gullklósettinu
Mér fannst ráðherrann vera eitthvað ráðvilltur og svara því hér:
Svona er internetið sniðugt, hér get ég setið í henni Ameríku og skrifast á við mikilmennin heima á Íslandi á meðan dæturnar tæta sig í gegnum dótið okkar.