Villi lifir - bálreiðir borgarfulltrúar

Dagurinn í dag var áhugaverður. Ég held að Villa hafi tekist að bjarga sér fyrir horn um sinn, þótt morgundagurinn gæti leitt annað í ljós.

Framganga Björns Inga í dag var með þeim hætti að reiði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur beinst frá Villa og til Binga.

Bingi er að þreifa fyrir sér með að taka upp samstarf við minnihlutann eða amk að hóta því.

Vandi binga er þó díllinn sem hann gerði  fyrir 15 mánuðum er svo góður fyrir hann að það  það myndi þýða verulegar búsifjar fyrir Binga að slíta samstarfi.

Lítum á  hvaða stöðum hann gegnir:

  • Borgarfulltrúi Reykjavíkur frá maí 2006
  • Formaður borgarráðs 
  • Varaforseti borgarstjórnar 
  • Formaður ÍTR 
  • Í stjórnkerfisnefnd
  • Í forsætisnefnd 
  • Formaður stjórnar Faxaflóahafna 
  • Varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur  og verðandi formaður.
  • Formaður hússtjórnar Borgarleikhúss
  • Í stjórn samstarfssjóðs Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar.
  • Skipulagssjóður Reykjavíkur, varamaður

Feitu bitarnir eru feitletraðir.

Það er alveg ljóst að hann fengi aldrei jafn góðan díl í 4 flokka samstarfi.

---

Best væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að slíta samstarfinu, Villi hætti og tekið yrði upp samstarf við VG.

Svandís Svavarsdóttir er heiðarleg og viðræðuhæf á meðan Bingi og Dagur hafa bara annan af fyrrnefndum kostum og ekki þann sama. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður quote-aður í vinnunni á morgun.

Góður :) 

ble (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ég er því ekki sammála að það eigi að selja hlutinn og hlýt þá að styðja Binga í þessu máli þó ég kalli mig Sjálfstæðismann.

Mér finnst eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé að reyna að fremja sjálfsmorð í þessu máli og Villi er tilbúinn með snöruna.

Eva Þorsteinsdóttir, 11.10.2007 kl. 01:17

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Hægan hægan Erliingur

Dagur er að fabúlera eins og venjulega þegar hann segir að borgin geti orðið af 50 milljörðum. Hann lofar þarna yfir 300% ávöxtun eins og ekkert  sé. Líttu á viðtal á dv.is við Ólaf Ingimundarson, starfsmann á kerfisstöð bilanavaktar OR. Þar segir hann:

„Þetta er að sjálfsögðu ekki hundrað prósent í hendi. Það hefur til að mynda ekkert komið fram í þessari umræðu að starfsmenn Orkuveitunnar fóru illa út úr því þegar þeir keyptu hlut í Línu.net á genginu 3 en innleystu hann á genginu 1. Ég man hvernig umræðan um Línu.net var. Menn lifðu í einhverjum skýjaborgum en það fór nú á annan veg,“

Auðvitað gæti eitthvað stórkostlegt gerst en eins og Raufarhafnarbúar þekkja þá er það best að veðja ekki með opinbert fé.

Friðjón R. Friðjónsson, 11.10.2007 kl. 01:25

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Friðjón, varðandi Línu.net þá er rétt að menn hafi í huga að þegar farið var á stað með það ævintýri, þá var verið að basla með tækni sem ekki var búið að hanna hvað þá reina, enda kom það á daginn að búnaður til að senda netsamband og síma um rafstrengi, var bæði dýr og illa gekk að fá hann framleiddan, meðal fyrirtækja sem gáfust upp á því var Ericson, samt var böðlast áfram með Línu.net fram í rauðan dauðan, OR tókst síðan að selja OGvodafone ef sölu skal kalla Línu.net án grunnets, sem verður að teljast nokkuð gott miðað við að verðmat OR á grunnetinu er eitthvað frá 12-30 milljarðar.

REI er allt annars eðlis þar er verið að selja þróaða tækni sem borgarbúra hafa greitt fyrir, og alveg er í lagi að leifa markaðsöflunum að verðmeta það á næstu árum, ekkert liggur á, og næstum útilokað að tapa með um 10 milljarða í forgjöf, menn mega ekki gleyma því að um hlutafélag er að ræða, OR tekur ekki áhættuna eitt og sér, og svo er REI líklega eitt stærsta framlag lítillar þjóðar til að afla orku á alþjóðamarkaði á hagkvæman hátt, og hagnast í leiðinni.    

Magnús Jónsson, 11.10.2007 kl. 02:15

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAð er eitt í stöðunni.

Aðeins eitt.  Rifta öllum gerðum í kringum þennann ólöglega fund og skoða með alvöru tilurð REI.

Efþað hefur í för með sér annað samstarfsmynstur, verður svo að vera, Spurningarnar eru OF viðamiklar um réttmæti fundarins og annars því tengdu.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.10.2007 kl. 10:23

6 Smámynd: Halla Rut

Friðjón: Þú segir: Ég held að Villa hafi tekist að bjarga sér fyrir horn um sinn. Þarna er ég nú ekki sammála þér. Ég held að hann geti hvergi falið sig. Því meira sem hann talar því verra verður þetta fyrir hann. þetta er nú komið á það stig að ég er farin að vorkenna honum. Aumingja Villi.

Annars tek ég undir allt með Eva Þorsteinsdóttir,allt nema að það að ég kalli mig sjálfstæðismann því ég sagði mig úr flokknum í gær. 

Halla Rut , 11.10.2007 kl. 12:00

7 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Halla Rut
Mér finnst það miður að þú segir þig úr flokknum, því innan hans hafa flestir skömm á vinubrögðum Villa Þ. Við erum að reyna að hvetja borgarfulltrúa og forystu flokksins til að taka á málinu. Það held ég að gerist með einum eða öðrum hætti, þótt það verði líklega ekki sá opinberi uppskurður sem ég hallast að.

 En það sem ég á við með því að segja að ég held að hann hafi bjargað sér fyrir horn er einmitt það sem fylgir í næstu setningu hjá þér, fólk er farið að vorkenna Villa. Það er hætt að vera reitt og vorkennir honum, vill helst að hann sjái sóma sinn og pakki saman föggum sínum. En æsingurinn virðist liðinn hjá, ef Villi þegir og bíður þá gæti hann fengið að vera borgarstjóri eitthvað áfram.

Hættu svo þessari vitleysu að segja þig úr flokknum, gakktu í hann á ný, það er fullt af góðu fólki þar sem vinnur heiðarlega að málum. 

Friðjón R. Friðjónsson, 11.10.2007 kl. 13:38

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo annað Halla mín.  Ekki er það Villa að kenna, að vera veginn í véum? 

Hverjir sömdu listann fræga?  Það var Björn Ingi og formaður stjórnar, hver er náinn vinur og samstarfsmaður Villa, hvernig í ósköpunum átti hann að vara sig á þessu?

Friðjón.

Eftir spurningar Umba og upplýsingar um, að Bjarni hafi keypt hlutinn í nafni hlutafélags og að ekki hafi legið fyrir mat á verðmæti félagsins.  Er ekki spurning að lýsa fundinn ólöglegann og verða þannig á undan dómstólunum og umba.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.10.2007 kl. 14:11

9 Smámynd: Halla Rut

Friðjón ég sagði mig ekki úr flokknum eingöngu vegna þessa máls heldur einnig vegna framkomu og vinnubragða Þorbjörgu Helgu og leikskólaráðs í minn garð. Það mál fjallar um fatlaðan son minn. Ég setti fram kæru til Leikskólaráðs þú getur lesið hana HÉR en þremur mánuðum seinna eftir að ég krafðist svara þá kom það í ljós að formaður leikskólarás og lögfræðingur þeirra styður þetta lögbrot sem var framið gegn syni mínum og finnst þetta eingöngu lítill árekstur sem litlu máli skiptir. Hafðu í huga sonur minn hefur hlotið varanlegan skaða af.

Ég mun birta bréfin og tölvupósta sem ég fékk frá þeim síðar á netinu. Ég get bara ekki kosið eða unnið fyrir fólk sem er svona þenkjandi. Það sést nú best á mínu máli og svo því máli sem þú fjallar um hér að forgangsröðun þessa fólks er æði brengluð.

Ef þú hefur áhuga þá getur lesið það sem ég hef bloggað um málið HÉR og HÉR

Ég ætlaði nú ekki að fara að troða þessu öllu uppá þig en ég ræð bar ekki við mig.

Halla Rut , 11.10.2007 kl. 14:30

10 identicon

Björn Ingi hafur staðið sig vel í borgarstjórn Reykjarvíkur, allavegna telja sem ég þekki það hvort sem þeir eru í B-D eða S. Björn Ingi hafði hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi þegar hann tók þá ákvörðun um að selja ekki rei á einhverru brunaútsölu og þar bjargaði tugum milljarða af féi almennings :)

Alex Björn (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband