Hvað eru menn að æsa sig útaf REI?

Það er nákvæmlega þessi vinnubrögð sem "Gamli Góði Villi" lofaði og hefur stundað frá því hann settist við borgarstjórastólinn.

Eitthvað segir mér að þetta mál sé ekki bara vegna REI, heldur sé það uppsöfnuð kergja í garð Villa vegna lélegra og handhófskenndra vinnubragða. Maðurinn er hreinlega ekki nógu mikill bógur til að vera borgarstjóri. 

Menn ættu að taka eftir gagnrýni samtaka ungra sjálfstæðismanna á vinnubrögð borgarstjórans. Þeim er stýrt af fólki sem studdi Villa leynt og ljóst haustið 2005. Sá hópur virðist meira að segja vera hreinlega búinn gefast upp á vitleysunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Borgarstjóri í Reykjavík er sveitarstjóri tæpra 40% Íslendinga. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri sem kemur að stórum sem smáum málum í borginni. Borgin er risafyrirtæki í almannaeigu, með útsvarstekjur sem eru hærri en ríkissjóður fær í tekjuskatt af borgurunum, á dótturfyrirtæki eins og OR sem er stærra en Landsvirkjun og hefur skipulagsvald í einu borginni í landinu. Í stuttu máli er ekki hægt að hafa neina meðalmanneskju í þessu starfi.

Framkvæmdavald borgarstjóra er í raun miklu meira en forsætisráðherra eða fjármálaráðherra, sem eru bundnir af miklu fleiri kröftum en borgarstjóri. 

Þó að meðalmennin verði að eiga sína fulltrúa í stjórnmálum, verða þeir fulltrúar ekki leiðtogar þó þeir séu settir í há embætti.

Sveinn Ólafsson, 5.10.2007 kl. 21:06

2 identicon

Einmitt, þarna eru menn búnir að missa sjónar á því verkefni að skapa góðar leikreglur samfélags þar sem fyrirtæki geta keppt og farnir að vera allt of mikið með puttana ofan í ákvörðunum sjálfir.

Veikir stjórnendur bregðast við upphlaupum með því að taka handahófskenndar ákvarðanir og leyfa smá golu að hafa áhrif á sig.  Þörf þeirra til að taka ákvarðanir fremur en að leggja línur og leiða (leiðtogi), leiðir síðan til þess að smá saman verður óeining í hópnum, stefnuleysi og markmiðið verður að breggðast við hverju máli að handahófi. 

od (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 08:02

3 Smámynd: Kjartan Vídó

Þetta kemur ekkert á óvart, þetta sýnir hvaða sjálfstæðismenn eru af hugsjón í stjórnmálum og hvaða sjálfstæðismenn ættu að vera í öðrum stjórnmálaflokki. Vona að Villi, hans aðstoðarmaður og crew láti sér þetta að kenningu verða.

Heyra t.d. í aðstoðarmanninum kvarta undan SUS í Kastljósi um daginn, menn gleyma fljótt hvaðan þeir koma þegar þeir setjast í mjúkan stól í ráðhúsinu.

Kjartan Vídó, 6.10.2007 kl. 09:18

4 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Þetta var vitað þegar íhaldið kæmist að í Reykjavik mundi það fara að hygla auðmönnum eðli málsins er að þessir menn borga ótæpilega í sjóði flokksins og svo þurfa þeir að uppskera þegar flokkurinn kemst til valda. Muna menn ekki hvernig sjallarnir hömuðust þegar þeir voru ekki við völd í borginni? Hver stjarnan á fætur annari var sett í sviðsljósið án árangurs þar til r listinn leystist upp. En merkilegt nokk Vilhjálmur var nærri fastagestur í Kastljósi áður en hann varð borgarstjóri en nú er viðburður að hann sjáist nema þegar eitthvað jákvætt er að gerast. Hvað veldur ??

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 6.10.2007 kl. 13:43

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég tek ofan fyrir borgarstjóra sem þorir. Hann hefur eingöngu framtíðarhagsmuni borgaranna í huga og vinnur þeim eins vel og unnt er hverju sinni.

Borgarstjóri á réttri leið, en betra hefði verið að aðstæður leyfðu samráð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.10.2007 kl. 13:51

6 identicon

Bergljót: Eru þá Sjálfstæðismenn núna að hyggla Baugsmönnum? Glitni? Hannesi Smárasyni - helsta viðskiptafélaga Baugsmanna? Það er rakið bull hjá þér að þetta snúi að því að hyggla auðmönnum og sé með þessu hin almenna leið Sjálfstæðisflokkins. Sjálfsstæðismenn eru einmitt manna óánægðastir með þetta, ekki vegna einhverra formskilyrða , heldur af hugsjón - sem snýr að því að ríki og borg eigi ekki að vera í þessum rekstri.

Andri (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband