Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 11. október 2006
Jón Baldvin í X-factor.
![]() |
Sími Jóns Baldvins hleraður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 11. október 2006
Um embættismenn
Miðlar Lifandi blogar um yðar einlægan í gær. Af því tilefni vil ég benda á að ég er ekki embættismaður, í stjórnarráðinu eru það eingöngu skrifstofustjórar og hærra settir sem eru embættismenn. (Nánar um hverjir eru embættismenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.) Kærur fari því vinsamlegast til hlýrri og skemmtilegri staða en niðurlanda og nágrennis, kærið mig til Sevilla eða San Sebastian!
Til viðbótar má segja að ritgleði eða leti hefur því ekkert með skyldur starfsmanna ríkisins að gera. Sannleikurinn er að það er helst hin eðlislæga leti heldur aftur af besserwissernum. Hannn brýst aftur á móti fram þegar sumir leggja höfuðið á stokkinn og bjóða mönnum að höggva. Framundan er fæðingarorlof og andvökunætur og þá gætu blogin orðið tíðari.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 11. október 2006
Róbert er frambjóðandi Björgvins...
Björn Ingi kom fram með kenningu í blogfærslu í dag um að Róbert Marshall sé frambjóðandi Margrétar og fari fram með einhverri sérstakri velþóknun hennar. Það má vera, en ég held að málum sé öðruvísi farið, Róbert er frambjóðandi Björgvins G. Sigurðssonar! Ástæðurnar fyrir þessari ályktun eru eftirfarandi.
- Maður sem biður um 1.-2. sæti gerir sér ekki vonir um að fá 1. sætið en biður um það í von um að fá nógu mikið af atkvæðum til að tryggja sér 2. sætið.
- Róbert er eyjapeyji, ef hann hefði bara beðið um 2. sætið hefðu allir í eyjum sagt við hann: Flott við kjósum þá Lúlla í 1. sætið og þig í 2. Það hjálpar RM ekki nóg þar sem hann er að slást við Lúlla um annað sætið tapi sá rauði slagnum við Björgvin.
- Bingi nefnir í bloginu sínu að Björgvin og Róbert voru eitt sinn samherjar í blaðamennsku á Vikublaðinu og ég veit að þar er vinskapur enn. Ef RM klýfur eyjaatkvæðin þá gæti Björgvin setið með pálmann í höndunum. Björgvin er óvitlaus og gerir sér grein fyrir stöðunni, hans fólk mun ábyggilega kjósa Róbert í 2. sætið.
- Jón Gunnarsson er svarti péturinn í fléttunni, nema menn meti Árborg svo öfluga að hún trompi Eyjar og Reykjanesið.
Vandi strákanna er 40% jafnréttisreglan Samfylkingarinnar. Hvað gerist ef röðin verður BGS, JG, RM, LB og svo einhver kvennana. Verður Lúlli þá að fara í 6. sætið?
Svo getur verið að Róbert komist ekki á blað og þetta sé allt saman spuni. Mér hefur alltaf fundist að þegar vinstri menn skrifa um innanflokks intrígur Sjálfstæðisflokksins þá er það yfirleitt tómur uppsuni. Þessi orð hér að ofan gæti verið hægri hliðin á þeim pening.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. október 2006
Frelsið er yndislegt...
Það er undarleg frelsistilfinning sem fylgir því að vera búinn að taka ákvörðun um að hætta í starfi. Ég er búinn að starfa í dómsmálaráðuneytinu í fjögur og hálft ár og nú er nóg komið. Ég ætla að hverfa úr ráðuneytinu um áramót eða í janúar eftir því hvernig stendur á í stærsta verkefni mínu, rafvæðingu og flutningum Löbbans. Ráðuneytið er skemmtilegur vinnustaður með frábæru og mjög dedikeruðu fólki. Þegar það fer saman við atorkusaman og frábæran ráðherra þá er hægt að flytja fjöll. Það hefur ótrúlega margt breyst á þessum tíma og það er búið að sá fræjum enn frekari framþróunar. Þess er óskandi að Björn fái til þess umboð að halda áfram. Mér er til efs að nokkur annar stjórnmálamaður hefði haft dug og þor í að gera þær breytingar á málefnum lögreglunnar sem hafa verið gera, fækkun umdæma osfrv. Með fullri virðingu fyrir öllum öðrum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins þá efast ég um að hingað væri komin þyrla og fleiri á leiðinni ef einhver annar hefði haldið á málum. Það væri kannski búið að skipa þverfaglega og þverpólitíska nefnd sem engu skilaði. Starfsumhverfi lögreglunnar hefur breyst til hins betra,verkefni sýslumanna orðin fjölbreyttari og ýmsar réttarbætur komnar í gegn. Öryggismálum sjómanna er borgið þökk sé Birni. Er einhverjum öðrum ráðherra betur treystandi til að tryggja öryggi lands og þjóðar í kjölfar breytinga á varnamálunum?
Á síðasta þingi fóru flest öll mál dómsmálaráðherra í gegn, enginn annar ráðherra náði viðlíka árangri. Mér finnst það morgunljóst að maðurinn er öflugasti stjórnmálamaður sem við eigum núna.
Vinstri menn vita það líka og þess vegna hamast þeir gegn honum eins og naut í flagi, syndin er að sumir sjálfstæðismenn taka þátt í aðförinni. Þeir sem ekkert eiga nema metnaðinn vilja ryðja þeim út sem geta.
Sjálfstæðisflokkurinn yrði veikur og aumur flokkur ef hugsjónalausir og valdagírugir menn sem ekkert hafa fram að færa nema eigin metorðagirnd stæðu einir í stafni. Á því fleyi þigg ég ekki far.
Kjósendur hafa ekki alltaf séð í gegnum innihaldslausa potara fyrr en seint og um síðir. Það má vera að Albertsgenið lifi enn í flokknum.
--------
Ég er að hætta í ráðuneytinu af einni ástæðu. Ég skulda konunni minni búsetu á hennar heimaslóðum, við töluðum um 2 til 3 ár hérna þegar hún kom hingað til lands fyrir rúmum 6 árum, það er ég búinn að svíkja margoft. Við værum vísast farin ef fjölgun væri ekki yfirvofandi, það er betra að klára slík mál hérlendis. Það heillar að búa í stærra samfélagi, innan um mergð manna. Það er sjarmerandi tilhugsun að ganga niður götu og vera fullviss um að maður hitti ekki vini, vandamenn eða einhverja samferðamenn eru ekki lengur í símaskránni. Það heillar að búa í samfélagi þar sem einstaklingnum er frekar treyst til að fara með eigin mál. Að þurfa ekki að vera kominn upp á náð og miskun ríkisins þegar öl er verslað. Mér finnst það magnað að forsjáin sé enn svona kjánaleg. Sænskir og danskir hægri menn vita að þeir hafa skamma stund til stefnu og því fara þeir í framkvæmdir, en, to og tre. Flokkurinn er búinn að vera í ríkisstjórn í óratíð en enn er svo margt ógert. Það er eins og hræðslan um að missa völdin geri suma stjórnmálamenn stjarfklofa.
Vegna þess að ég er búinn að gefa upp um fyrirætlanir mínar um starfslok, er ég hættur að geyma skoðanir mínar fyrir mig og vinaspjall yfir krús. Þess vegna bloga ég, slétt sama um hvað þér finnst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. október 2006
Nú sýður á öllu undir formanninum
Jæja nú má Geir fara að passa sig. Arnar Þór Stefánsson lögfræðingur er búinn að velta tveim þingmönnum frá 1991, "two down - five to go". Mér finnst Geir ekki nógu vakandi fyrir þessari aðför, ekki nóg með að Arnar Þór er enn á meðal vor heldur skipar hann Andra Óttarsson sem framkvæmdastjóra flokksins. Andri er eins og allir vita ritstjóri Deiglunnar þar sem Arnar birti samblástur sinn gegn formanni flokksins og óhugsandi að Arnar Þór hafi birt grein sína án þess að verðandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafa lagt blessun sína yfir hana.
Ég held að ég sé að greina mynstur í aðgerðum Arnars og Andra. Það er öfug virðingarröð.
Fyrstur fór Guðmundur en hann er ekki ráðherra og hefur ekki verið. Næst kom Sigríður og hún er fyrrverandi ráðherra og sat stutt. Næstur hlýtur þá að vera Einar Kristinn en hann hefur setið styst á ráðherrastóli. Kjördæmisþing NV er um komandi helgi og ekki ólíklegt að dragi þar til tíðinda. Fjórði þingmaðurinn á höggstokkinn hlýtur svo að verða Árni Mathiesen, ráðherra frá 1999 og svo Geir en hann settist í fjármálaráðherrastólinn 16. apríl 1998. Síðastir á höggstokkinn eru svo Sturla og Björn en þeir urðu ráðherrar vorið 1995. Björn missti út ár 2002 til 2003 þannig að hann kemur næstur á eftir Geir og síðastur á "hit"lista Arnars og Andra er þá samgönguráðherrann Sturla Böðvarsson.
Virðingarlisti Andra og Arnars er þá svona:
- Sturla Böðvarsson
- Björn Bjarnason
- Geir Haarde
- Árni Mathiesen
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Sigríður Anna Þórðardóttir (úti)
- Guðmundur Hallvarðsson (úti)
![]() |
Sigríður Anna Þórðardóttir hyggst hætta á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 3. október 2006
Nú hitnar undir Geir
Sá fyrsti af sjömenningunum sem Arnar Þór Stefánsson lögfræðingur vill hrekja af þingi (eins og fjallað var um fyrir viku) hefur tekið áskorun hans. Guðmundur Hallvarðsson hefur eins og fréttin ber með sér, lýst því yfir að hann muni hætta á þingi í vor.
Arnari hlýtur að þykja þetta góður árangur, 1 þingmaður felldur á innan við 10 dögum. Formaður flokksins hlýtur að vera farinn að finna hitann undir sætinu. Með þessu áframhaldi verður dýralæknirinn kominn í nautin í nóvember og Þorgerður verður orðin að formanni um jól!
Þræðir Arnars Þórs liggja víðar en mig grunaði.
![]() |
Guðmundur Hallvarðsson hættir á þingi í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. september 2006
Merkilegt.
Það er ótrúleg stefnubreyting frá því sem var fyrir Heimdall, að aðalfundur skuli samþykkja að fulltrúar Heimdallar á þing Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið verður á næsta ári, skildu valdir á félagsfundi en ekki af stjórn félagsins. Þetta er ein merkilegasta ungliðapólitíkur frétt sem ég hef séð í langa hríð. Slagurinn um Heimdall snýst mikið til um þetta fulltrúaval. Erla Ósk vinnur slaginn og losar sig svo strax við sitt helsta valdatól. Merkilegt, ég átti eitt sinn samtal við Kjartan Gunnarsson (maður á auðvitað ekki að segja frá prívat samtölum en ég er viss um að hann uni mér þetta.) þar sem hann lagði til þessa lausn, til að leysa Heimdall undan helju sífelldra átaka. Mér finnst Erla maður að meiri að hafa lagt í þetta.
Merkilegt.
![]() |
Aðalfundi Heimdallar lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 29. september 2006
Enn um árásir...
Það er skrítið komment í bloggi Össurar í gær (sem andriki.is segir hann hafa af örlæti sínu kennt við keppinautana í formannskjöri Samfylkingarinar, www.ossur.hexia.net.)
Einhvern veginn setur Guðna sig jafnan í þannig stöðu í Framsókn að formenn taka ekki mark á honum. Hvorki Jón né forveri hans Halldór telja skipta máli að tala við hann. Menn geta pælt í af hverju. Sjálfur er ég of kurteis til að skrifa það svart á hvítu. Guðni hefur þó tilfinningagreindina í lagi og honum sárnar að vera settur í öllum málum út á frerann einsog flöskubrot.
Er það bara ég eða er hann að segja landbúnaðarráðherra vitgrannan? Það er oft gaman að Össuri og ósvífni hans en er þetta ekki fulllangt gengið? Hann segist of kurteis til að skrifa það svart á hvítu en undir rós segir hann Guðna heimskan!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 25. september 2006
Ómakleg árás
Arnar Þór Stefánsson lögfræðingur, ræðst á formann Sjálfstæðisflokksins með frekar ómaklegum hætti á Deiglunni í gær. Í grein sem hann kallar "Að þekkja sinn vitjunartíma í pólitík" gerir hann kröfu um að þeir þingmenn sem komu inn á þing 1991 eða fyrr þekki sinn vitjunartíma, standi upp og hætti.
Höfundur þessa pistilis er þeirrar skoðunar að almennt séð séu 16 ár á þingi feykinógur tími til setu þar. Á þeim tíma geti þingmenn, þó einkum stjórnarþingmenn, komið mörgu því til leiðar sem þeir hafa sannfæringu fyrir, að minnsta kosti meginlínum í þeirri sannfæringu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks sem komu inn á þing árið 1991 eða fyrr hafa til að mynda haft öll tækifæri í þessum efnum og nýtt þau reyndar býsna vel. Nú er hins vegar að mati pistilshöfundar komið að leiðarlokum.
Þarna er ómaklega vegið að formanni Sjálfstæðisflokksins en hann hefur eins og allir þekkja, setið lengst sjálfstæðismanna sem hyggjast sitja áfram. Geir kom inn á þing 1987. Af stjórnarþingmönnum hafa einungis hann, Guðni Ágústsson og Valgerður Sverrisdóttir setið síðan þá. Nú má vera að Arnar sé að beina orðum sínum að Guðna og Valgerði en þar sem hann kvartar undan því að þurfa að kjósa þaulsetið fólk í prófkjörum, þá held ég að hann sé að beina þessari ósk sinni til eigin flokksmanna. Þar hittir hann fastast fyrir formann flokksins. En Arnari finnst ekki nóg að velta formanninum. Hann vill líka slá af fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra, samgönguráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra. Þá vill hann losna við fyrrverandi umhverfisráðherra og formann samgöngunefndar útaf þingi. Arnar er ekki að boða endurnýjun heldur hallarbyltingu!
Það er erfitt að segja hver ásetningur Arnars er. Arnar er úr Mosfellssveit og því er Brútusarlag hans gegn þingmanni heimabæjarins eftirtektarvert.
Lokaorð greinar Arnars eru:
Þaulseta er ekki göfug hvort sem er í veislum eða á Alþingi. Það er almenn kurteisi að standa upp úr sætum sínum fyrir nýju fólki þegar menn hafa setið að borðum alltof lengi. Þessari kurteisi er almennt ekki fyrir að fara í nægjanlegum mæli hjá þeim þingmönnum sem komu inn á Alþingi vorið 1991 eða fyrr. Að þekkja sinn vitjunartíma er góður eiginleiki í pólitík sem öðru.
Það væri sniðugt fyrir Arnar að senda grein sína beint á viðkomandi aðila í stað þess að vega að þeim á vefnum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem komu inn á þing 1991 eða fyrr eru: Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason, Einar K. Guðfinnsson, Geir H. Haarde, Guðmundur Hallvarðsson, Sigríður A. Þórðardóttir, og Sturla Böðvarsson.
Krafa Arnars nú, er líka krafa um að varaformaður Sjálfstæðisflokksins hætti afskiptum af pólitík eftir 8 ár, þá verður hún fimmtug. Guðlaugur Þór, Birgir Ármannsson og Sigurður Kári hætti á þingi ekki síðar en eftir 12 ár en þá verða þeir tveir fyrrnefndu um fimmtugt og Sigurður 45 ára, öllsömul greinilega "over the hill".
Það er ekki árafjöldinn sem ræður erindi manna heldur spurningin hvort viðkomandi stjórnmálamaður hafi sýn og markmið, hvort hann eigi hugsjónir og hugmyndir sem eiga erindi inn í sali alþingis. Það má vera að einhverjir þingmenn missi erindi sitt á 16 árum en sumir missa það enn fyrr. Það er sérstaklega sárt að sjá menn sem hafa gefið sig út fyrir að vera málsvarar einkaframtaks og frjálshyggju ausa úr sjóðum almennings um leið og þeir komast í aðstöðu til þess. Svoleiðis stjórnmálamenn missa erindi sitt strax og þeir svíkja hugsjónir sínar og þurfa engin 16 ár til.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.9.2006 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 24. september 2006
Ljómandi gott framboð
Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá að UBK er komin í framboð. Ég er viss um að eftirspurnin verði nægjanleg til að hún nái markmiðinu. Við Unnur vorum starfmenns Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í þingkosningunum 1999 og ég hef þekkt hana síðan þá. Hún er traust og dugleg, við áttum ekki samleið innan Sus en fyrir því hin einfalda ástæða að við völdum okkur ólíka vini.
Það er alltaf gott að sjá gott fólk taka slaginn.
Ég ætla að spá því að sveitastjórinn og sýslumannsfrúin nái sæti sínu og verði fyrsti varaþingmaður kjördæmisins næsta kjörtímabil. Ef hún dettur ekki inn á tímabilinu þá verði hún kjörin á þing árið 2011.
Þið lásuð það hér, UBK verður annar eða þriðji þingmaður sjálfstæðisflokksins 2011 og ráðherra 2015!
![]() |
Unnur Brá Konráðsdóttir sækist eftir 5. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |