Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 12. júní 2007
Rudy vinnur Hillary
úr ræðu Giuliani sl. fimmtudagskvöld.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 11. júní 2007
Engin helv. umræðustjórnmál
Allir sem ég hitti þarna voru þreyttir á núverandi stjórnvöldum, (ath. þetta voru allt repúblikanar í höfuðborginni !) og langaði í eitthvað annað. Giuliani er eins ólíkur núverandi forseta og frekast verður unnt innan repúblikanaflokksins. Það var sérstaklega áhugavert að tala við stelpu sem lagði á það áherslu að Rudy er Pro-Choice, eða fylgjandi rétti kvenna til fóstureyðinga, það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hún vinnur í höfuðstöðvum Repúblikanaflokksins.
Stjórnmálin hér eru nefnilega ekki eins einföld eins og sú mynd sem oft er dregin upp í íslenskum fjölmiðlum.
Ræða Giuliani var mjög áhugaverð, hann er góður ræðumaður og mjög spontant, kann að hugsa standandi, mjög ólíkur forsetanum. Tvö meginstef voru í ræðunni, hvernig hann vildi að Bandaríkin héldu áfram að vera land tækifæranna og að kakan eigi að stækka öllum til hagsbóta. Hitt stefið var hvernig frambjóðendur demókrata virðast helst vilja ræða um öll mál þar til enga ákvörðun er að taka og hvernig demókratarnir telja að mikilvægt sé að tala við alla þá sem vilja drepa sem flesta bandaríkjamenn og vesturlandabúa yfirleitt. Hann spurði salinn: Þegar þú stendur frammi fyrir fólk sem hefur ítrekað lýst því yfir að það vilji drepa þig, hvað gerir þú? Býður því til sætis og rökræðir kosti og lesti drápsins á þér eða býst til varnar?
Ég veit ekki af hverju vinstri menn telja sig geta rökrætt alla til niðurstöðu sem þeim þóknast, það tókst ekki með núverandi forseta, af hverju ættu forsetar annarra ríkja að verða tilkippilegri?
Það er ein leiðinlegasta mýta íslenskrar umfjöllunar um bandarísk stjórnmál að þau séu svo langt til hægri að demókratar eru eins og hægri menn á Íslandi og íslenskir hægri menn verða að vinstri mönnum hér. Stjórnmálin eru miklu flóknari en svo, þetta tveggja flokka kerfi gerir það að verkum að innan beggja rúmast ótrúlega ólík sjónarmið. Það eru mjög sterk öfl innan demókrataflokksins sem eru hreint út sagt sósíalísk, en þar eru líka öfl sem myndu sóma sér í hvaða evrópska hægri flokki sem er.
Ég veit amk. hvern ég myndi kjósa á næsta ári ef ég gæti kosið.
Mánudagur, 11. júní 2007
Samt við munum skjóta þeim, rebba fyrir rass
Við frumburðurinn höfum verið að hlusta á Gling Gló í bílnum undanfarnar vikur, Titilagið og svo titillinn að ofan vekja sérstaka lukku í 3-4 ára markhópnum. Ég á örugglega eftir að spila þáttinn hans Viðars fyrir hana einhvern tíma næstu daga.
Djassinn er sannarlega kærkomin tilbreyting frá Latabæjar júrótrashinu. Sú stutta er reyndar mikið fyrir djass, hún hlustaði af andakt á Ragnheiði Gröndal syngja nokkrar slagara og popplög í djassaðiri útgáfu fyrir þegar hún(frumburðurinn þ.e.a.s.) var ekki orðin þriggja ára. Þar söng Ragnheiður m.a. lagið Jolene djassað sem varð svo til þess að lagið í upprunalegu útgáfunni varð vinsælasta lagið á heimilinu, 199 spilanir í mínu Itunes! Djass, kántrý, hún fílar dívur.
Ósköp væri gaman fyrir okkur útlendingana ef þættir og efni útvarpsins lifðu lengur en þessar 2 vikur á netinu. Í raun ætti útvarpið að gera allt efni sitt aðgangilegt á netinu. STEF veitir afslátt af höfundarréttargjöldunum af efni á netinu þannig að það ætti ekki að verða of dýrt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 6. júní 2007
Einari Oddi skipt út
Nú er forysta Sjálfstæðisflokksins búin að senda tveim þingmönnum NV kjördæmis skýr skilaboð: Ykkar er ekki þörf. Einar Oddur er lækkaður í tign og Sturla fær tvö ár til að undirbúa brottför. Einar Kristinn hlýtur að vera farinn að horfa yfir öxlina á sér, því það er bara tímaspursmál hvenær kemur að honum.
Hvernig stendur á þessu? Hefur forystan eða einhverjir nákomnir henni, sérstakan áhuga á breytingum í kjördæminu? Þarf að rýma til?
Þriðjudagur, 5. júní 2007
Fordæmi?
Er svona rólegt hjá Gamla góða Villa? Eða mikið að gera hjá hinum 13 borgarfulltrúunum og varaborgarfulltrúunum?
![]() |
Ný stjórn Orkuveitu Reykjavíkur kjörin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. júní 2007
Sjómannadagurinn
Til dæmis mætti halda verkalýðsdaginn fyrsta mánudag í maí með fjölskyldudagskrá og óhollum mat. Svo mætti klára daginn á symbólískri flugeldasýningu (mikill hávaði - ekkert innihald) og stórri bálför sem yrði að sjálfsögðu nefnd verðbólgubálið.
Það var gott að sjá fjórðu þyrlu gæslunnar koma til landsins þessa helgi, það á vel við. Ætli íþróttafréttaritarar Blaðisins fjalli um málið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 1. júní 2007
tónlist.is og höfundarréttargjöld
Það er eitt sem þessu umræða um tónlist.is gerir vonandi og það er að opna á umræðu um höfundarréttargjöld og aðstöðu tónlistarmannanna sjálfra.
Hvaða upphæðir er verið að ræða um eiginlega? Við vitum að skatturinn á tóma geisladiska, mp3-spilara(skvt. gjaldskránni skal greiða 4% af verði mp3 spilara til IHM) ofl. skilar tæpum 100 milljónum á ári til innheimtumiðstöðvar gjalda hvað verður um þá peninga?
Það eru nokkur atriði sem sitja í mér:
- tónlist er skipt í virðingarflokka og höfundar ómerkilegrar popptónlististar fá hlutfallslega minnst í sinn hlut þótt þeir skili mestu.
- Ungar hljómsveitir, sérstaklega þær sem eru á jaðrinum fá ekkert í sinn hlut þrátt fyrir miklar vinsældir og mikla spilun. Geisladiska/mp3 skatturinn ætti að renna óskiptur til þeirra, ég á enn eftir að hitta einhvern sem er að hlusta á tónverk Kjartans Ólafssonar í Ipoddinum.
- Það er einhver skrítin lykt af öllum þessum málum, það er eins og einhverjir aðilar haldi að þeirra hagsmunir eru að hafa þetta allt óskýrt og þá fái þeir meira en þeim ber. Í raun held ég að það eru bara lögfræðingarnir, menn eins og Eiríkur Tómasson sem sjúga til sín alla aurana.
Almenningur og tónlistarmenn eiga heimtingu á að vita hvað er í húfi.
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Ég, ég, ég, ég
Ellert Schram hinn nýi þingmaður Samfylkingarinnar er fyndið fyrirbæri. Hann er eini maðurinn sem ég veit um sem hefur birt grein undir fjögurra orða fyrirsögn hvers helmingur var orðið ÉG.
Þessi áhugi Ellerts á sjálfum sér er ekkert nýr af nálinni, umfjöllunarefni hans hefur löngum verið hann sjálfur. Um Hvítasunnuhelgina birtist í Fréttablaðinu grein Ellerts um Ellert, eins og aðrar greinar höfundar er hún upphafning sjálfsins í tærri mynd. Viðskiptablaðið í gær benti á að ríflega 6% greinarinnar um Hvítasunnuhelgina eru orðið ég og eiginfornöfn. Hann bætti þó aðeins um betur í sjálfumgleðinni og líkti sér við Jesúm Krist!
Það kemur svo sem ekkert á óvart að til sé Samfylkingarfólk sem vill taka formanninn í guðatölu. Þær raddir höfðu að vísu hljóðnað undanfarinn misseri, en grein Ellerts er kannski vísir að upprisu þess kórs.
Það kemur heldur ekki á óvart að manninn hrjái Messíasarkomplexar, þeir sem kannast við sögu Ellerts innan Sjálfstæðisflokksins þekkja þá hlið. Það vantar þó alveg í grein Ellerts, eftir að hann skilgreindi muninn á sér og frelsaranum, hvað hann sér líkt með sér og Jesúm. Er þetta eini munurinn á þeim eða er fleira sem skilur þá að?
Við bíðum frekari skrifa, vonandi þurfum við ekki að bíða fram á jól.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Sigríður ekki vanhæf - því dæmir Sigrún
Steingrímur Ólafsson dundaði sér lengi við að finna villur sumarstarfsmanna mbl.is, ætli að hann verði jafnnaskur á að finna villurnar á vísi?
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Blaðið fyrst með fréttirnar
Það er líklegast að umsjónarmenn Heyrst hefur hafi verið að vafra um lögregluvefinn og séð þar nokkra daga gamla frétt um að Arnar, Sigurgeir Ó. Sigmundsson, lögreglufulltrúi og Sveinn Ingiberg Magnússon lögreglufulltrúi eru allir við nám eða störf erlendis
...eins og sagt er á lögguvefnum.
Blaðið setur þetta hinsvegar upp í einhvern búning að þetta sé einhver leynifrétt! Heyrst hefur... Eins og þetta sé eitthvað sem rætt er um manna á meðal.
Bah!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)