tónlist.is og höfundarréttargjöld

Það er eitt sem þessu umræða um tónlist.is gerir vonandi og það er að opna á umræðu um höfundarréttargjöld og aðstöðu tónlistarmannanna sjálfra.

Hvaða upphæðir er verið að ræða um eiginlega? Við vitum að skatturinn á tóma geisladiska, mp3-spilara(skvt. gjaldskránni skal greiða 4% af verði mp3 spilara til IHM) ofl. skilar tæpum 100 milljónum á ári til innheimtumiðstöðvar gjalda hvað verður um þá peninga?

Það eru nokkur atriði sem sitja í mér: 

  • tónlist er skipt í virðingarflokka og höfundar ómerkilegrar popptónlististar fá hlutfallslega minnst í sinn hlut þótt þeir skili mestu. 
  • Ungar hljómsveitir, sérstaklega þær sem eru á jaðrinum fá ekkert í sinn hlut þrátt fyrir miklar vinsældir og mikla spilun. Geisladiska/mp3 skatturinn ætti að renna óskiptur til þeirra, ég á enn eftir að hitta einhvern sem er að hlusta á tónverk Kjartans Ólafssonar í Ipoddinum.
  • Það er einhver skrítin lykt af öllum þessum málum, það er eins og einhverjir aðilar haldi að þeirra hagsmunir eru að hafa þetta allt óskýrt og þá fái þeir meira en þeim ber. Í raun held ég að það eru bara lögfræðingarnir, menn eins og Eiríkur Tómasson sem sjúga til sín alla aurana.

Almenningur og tónlistarmenn eiga heimtingu á að vita hvað er í húfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Það er eitthvað skrýtið í gangi varðandi þetta mál. Menn eru að rugla fram og til baka með einhvern gagnagrunn íslenskrar tónlistar og hvort hann hafi verið gerður í varðveisluskyni eða sem grunnur fyrir tónlist.is. Og þeir sem minnst virðast vita um þetta eru þeir sem eiga tónlistina þarna inni. 

Svo er líka eitthvað magnað við það að tónlist.is hafi sett inn heilu diskana án leyfis og að jafnvel hafi þurft að fara í hart til að fá þá tekna út. Svo ekki sé talað um það að þeir virðast þurrka út upplýsingar um útgefandi sé ekki um ákveðið fyrirtæki að ræða.

En ég er alveg sammála þér, það er eiginlega algjörlega nauðsynlegt að það komi fram um hvaða upphæðir er að ræða.

Egill Óskarsson, 1.6.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Ég er sammála þér, þetta er grunnurinn í þessu máli. Það er margt mjög skrítið að koma fram í þessu máli. Mitt mat er að þarf að fara rækilega ofan í saumana og Samtón og STEF. Tek undir með Agli hér að ofan með þennan gagnagrunn. Hvort á Samtón hann eða tonlist.is, ef Samtón á hann hafa aðrir aðilar möguleika að selja úr þessum gagnagrunn?

Einnig fatta ég ekki þessar undanþágur sem STEF er að veita. Eins og útvarpstöðvar þurfa einungis að greiða ákveðna upphæð sem skiptist niður til listamanna eftir hlustun á Rás Tvö. Það þýðir að þeir tónlistarmenn sem eru spilaðir á Rás Tvö eru nánast þeir einu sem fá borguð STEF-gjöld. Það jafnframt undarlegt að tonlist.is sé á sérsamning já STEF, er mögulegt fyrir aðrar efnisveitur að fá samsvarandi samning?

Einnig er eignartengslin mjög undarleg. Tonlist.is sem er með 99% markaðshlutdeild netsölu á tónlist á Íslandi er í eigu fyrirtækis sem á útgáfufyrirtæki sem er með 85% markaðshludeild. Sem einnig sér um að dreifingu og sölu langstærstum hluta tónlistar í smásölu (tónlist í efnislegu formi.). Fyrir utan alla þá miðla sem þetta sama fyrirtæki á.

Mig langar að benda á vandaða greiningu á þessu hjá Samkeppniseftirlitinu. 

Ingi Björn Sigurðsson, 1.6.2007 kl. 23:18

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Varðandi gagngrunninn þá er bara ein lógísk lausn í því máli sem verður eflaust ekki farin.  Hún er sú að Samtónn eigi grunninn og selji tonlist.is og öðrum sambærilegum verslunum aðgang að honum.

Málið er að vegna fyrirkomulags tonlist.is  og lyktarinnar af bísnessnum þá vil ég ekki versla við hana. Fyrir vikið kaupi ég bara erlenda tónlist og hef gert um langt skeið.

eina íslenska tónlistin sem ég hlusta á eru barnaplötur dætra minna og svo það sem maður heyrir í útvarpinu. Þannig eru samningar STEF að draga úr sölu á íslenskri tónlist. 

Það hlýtur að vera kappsmál tónlistarmanna og rétthafa að fá aðra verslun til að auka söluna. 

Friðjón R. Friðjónsson, 2.6.2007 kl. 02:59

4 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Í það minnsta þá er eðlilegt að skera úr um eignarrétt á þessum gagngrunni. Ef hann telst í eigu tonlist.is, þá er aðkoma samtóns óeðlileg og að það séu að streyma þanngað tónlist án þess að rétthafar séu spurðir. Ef hann er eigu samtóns þá á að gefa öðrum aðgang honum. 

Þú ert svo heppin Friðjón að búa erlendis og hefur þannig aðgang að erlendum tónlistarveitum eins og Itunes. En Itunes nýtist ekki á Íslandi þar sem vefurinn hefur ekki verið opnaður hér á landi. Einu sinni fékk ég þá skýringu að ástæðan fyrir því að Itunes væri ekki hér á landi væru einmitt höfundarréttarmál. Tonlist.is ætti dreifingaréttinni á Íslandi hjá stærstu útgefendum í heimi (EMI, Sony, Universal og Time Warner), þar af leiðandi væri ekki hefja sölu hér á landi. Veit ekki hvort það stenst eftir breytingar á tonlist.is

Reyndar veit ég að í nokkrum tilfellum þá hefur tonlist.is einungis rétt til þess að selja tónlist hér á landi. Það væri því forvitnilegt að vita hvort það sé hægt að kaupa tonlist þar erlendis frá.  

Ég veit um nokkra tonlistarmenn sem hafa frekar kosið að nota breska STEF í staðin fyrir að nota það sem er staðsett á Laufásveginum. Einmitt vegna þess hvernig staðið er á málunum hér landi. 

Það er annar punktur sem hefur ekki verið svaraða, en það var tekin afritunarvörn af tónlist á tonlist.is. Langflest útgáfufyrirtæki kjósa að selja tónlist með afritunar vörn, (nánast öll tonlist á Itunes er með afritunarvörn). Svo virðist sem tonlist.is hafi tekið einhliða ákvörðun að afnema þessa afritunarvörn án samráðs við útgefendur. Kannski hafa þeir spurt systurfyrirtækið sitt sem á 85% af tónlist á vefnum þeirra. Þeir aðilar sem ég þekki og eiga tónlist þar inni vissu ekki af þessu fyrr en ég spurði þessara spurningar. 

 Reyndar get ég gladd þig Friðjón, að nokkrir íslenskir tónlistarmenn hafa skráð sig inn á vefin sem ég er að vinna fyrir. Þeim fer fjölgandi á næstum vikum og mánuðum. 

Ingi Björn Sigurðsson, 2.6.2007 kl. 09:11

5 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Svo ein vangavelta að lokum.. hvernig ætli sé með réttindagreiðslur og tónlistarspilarann hérna á mbl.is?

Ingi Björn Sigurðsson, 2.6.2007 kl. 09:13

6 identicon

Það er að sjálfsögðu hægt að versla við Itunes frá Íslandi eins og hvaðan annarsstaðar sem er, á netinu er allt hægt, þarft bara að fara smá krókaleið.

T.d. Stofnar Paypal reikning, og tilgreinir heimaland þitt þar sem það land sem þú vilt versla við Itunes í(BNA er ódýrast). Nú svo borgarðu einfaldlega Itunes í gegnum þennan Paypal reikning.

Aðrar síður þar sem ekki þarf að fara svona krókaleiðir en eru ágætar eru t.d. Emusic.com sem er með mikið af tónlist frá smærri og minni útgáfum.

Óli GH (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband