Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Fimm forritarar?

Andrés Jónsson bendir á það á eyjunni að bændasamtökin fá 534 milljónir frá almenningi á þessu ári. Hálfur milljarður rennur frá almennum skattgreiðendum til að reka hagsmunasamtök bænda!

Þegar vefur bændasamtakanna er skoðaður þá kemur í ljós að samtökin hafa sextíu starfsmenn, þar eru verkefnisstjórar, ráðunautar, ritstjórar, blaðamenn og fimm forritarar!

Með fullri virðingu en forrit eru skóflur. Hafa forsvarsmenn bændasamtakanna aldrei heyrt minnst á verkaskiptingu?

Þó er það kannski ekki skrítið að samtök boða sjálfbærni stefni sjálf að verða sjálfbær.

Það væri því ekki óeðlilegt fyrir bændasamtökin að hefja framleiðslu á öðrum tækjum sem starfsmenn nota við vinnu sína. Það mætti koma upp bóndi.is vörulínu, allt frá grunnskrifstofubúnaði til sérhæfðari tækja.

Á vef BÍ segir:

Bændasamtök Íslands (BÍ) smíða og þróa forrit eða flytja inn og aðlaga fyrir íslenskar aðstæður. 

Semsagt BÍ er hugbúnaðarfyrirtæki sem rekið er fyrir skattfé.

Myndin hér að neðan er frá kynningarherferð BÍ fyrir hugbúnaði sínum. Mennirnir á myndinni eru báðir starfsmenn BÍ. 


Sjötta sóttin

Tanntakan reyndist bara yfirskyn. Örverpið er komið með sjöttu sóttina (Roseola Infantum)

Hún er líklega bara svona séð, að ýta augntönnunum fram fyrst hún var komin með hita, illu best aflokið og svo framvegis.

Það er þó betra að klára þetta núna á meðan við erum hér. Það hefði verið verra að fá þetta á leiðinni heim.(skrifa enn heim þegar ég á við Ísland) Eldri systirin fékk fyrir 3 árum flensu, daginn sem við komum til New York. Helgi á hótelherbergi í NY og ferðalag til DC og Blacksburg í Virginíu var rosa stuð.

Þó ekki jafnmikið fjör og þegar sá sem þetta skrifar fékk hlaupabólu á leið á ráðstefnu í Helsinki, þrjátíu og eins árs.  Ég hef átt betri daga....

 Dagurinn sem sjötta sóttin lét til skara skríða

helena


Fjórar augntennur

Það er hefur ekki mikið orðið úr verki eða sofið undanfarna daga. Fjórar augntennur eru að brjótast fram í örverpinu sem unir því alls ekki vel.

Hitinn hefur þó sjatnað og vonandi er það versta yfirstaðið.

Í Ameríku hafa menn áhyggjur af efnahagi en það er ekki sami vonleysisvællinn og maður les í íslenskum fjölmiðlum og á bloggi.  Er þetta ekki bara hugarástand? Fyrir 20 mánuðum var dollarinn í 73 kr. þá hafði krónan sigið úr því að vera 59 kr pr. dollar á aðeins 8 mánuðum. Sveiflan er skarpari og dýpri núna. En hvar eru allir þeir sem töldu haustið 2005 að hátt gengi væri að sliga fyrirtækin í landinu og kröfðust aðgerða.

Þá var ekki  þverfótað í fjölmiðlum fyrir mönnum úr upplýsingatæknigeiranum sem töluðu um að þeir þyrftu að flýja land með fyrirtæki sín. Þeir gleðjast vonandi núna.


Men's Bitter Chocolate

ÍPocky_mens asíska stórmarkaðnum H-mart er hægt að finna allt milli himins og jarðar. Þar er að finna besta fiskborð sem ég hef séð hér vestra, stundum fæst íslenskur þorskur og alltaf nokkrar tegundir lifandi fiska. Frábært grænmetis- og ávaxtaúrval á ótrúlegu verði. Ekki síður er þar að finna japanska nammið/kexið Pocky.

Pocky eru súkkulaðihúðaðar saltstangir án saltsins, eitt besta snakk sem ég hef smakkað í síðari tíð.

Eftirlætistegundin mín er að sjálfsögðu hin sófistíkeraða útgáfa sem heitir Men's Bitter Chocolate.

Tegundirnar eru óteljandi og allar ábyggilega gómsætar. En Herra Pocky er mitt val.


Traustur vinur..

er sá sem man skyndilega eftir utanlandsferð þegar maður segir honum frá því að maður sé að koma í  heimsókn til Íslands.

Ég fíla Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson...

Hann er eðalmaður Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson formaður Orators og hefur algjörlega rétt fyrir sér í þessari jafnréttisnefndarbókunar/Gríms geitskórs deilu.

Orator fordæmir bókun jafnréttisnefndar HÍ 

Í raun er það furðulegt að Brynhildur Flóvens hafi staðið að þessari bókun nema henni sé sérstaklega uppsigað við  eitt skemmtilegasta menningarrit háskólans. 

Ég man það amk að ég greip Grím í hvert sinn sem ég var í stjórnmálafræðitímum í Lögbergi og las. Ég átti marga vini í lagadeildinni og gat mér til ánægju, oft fundið eitthvað misjafnt um þá í þessum trausta fréttamiðli.

Allir sem lesið hafa Grím átta sig á því hverskonar blað er um að ræða og það er synd að í jafnréttisnefnd HÍ skuli ekki vera einhver sem kunni að segja fólki að slappa aðeins af og hafa frekar áhyggjur af einhverju sem skiptir máli.

Villi kann það, enda eðalmaður.


Verðgetraun

Í tilefni þess að búnaðarþingi 2008 er nýlokið langar mig til að leggja eftifarandi getraun:

mangoÉg fór út í matvörubúð í gær og keypti nokkra hluti, hvað kostaði karfan?

  • Baguette brauð
  • Kippa af Heineken flöskubjór
  • Lítri af hreinu jógúrti
  • Eggjabakki
  • 130g af Kólumbía kaffibaunum
  • 100g af hvítlauk
  • 70g af engiferrót
  • 20g fersk mynta (lítð box)
  • 200g Rauð paprika
  • 2 stórir Mangóávextir

Við skulum miða gengi við 68 kr. svo skulum við ræða matvælaverð.


Þegar bensínlítirinn kostar 180 kr.

Það er mikið rætt um það hér vestra að þegar líða tekur á sumarið muni bensínverð hækka um 30% og verða 4$ á gallonið eða um 70kr. lítrinn.

Þegar það gerist mun bensín líka hækka á Íslandi, kannski ekki 30% vegna hárra skatta en hækkunin mun samt þýða mikla tekjuaukningu fyrir ríkið.

Því spyr ég, ætlar ríkið að lækka álögur á bensín ef verðið á hækkar enn frekar?  Eða ætlar ríkið að auka á vandann? Ég skil ekki þá sem vilja klína frjálshyggjstimpli á fjármálaráðherra, mér dettur ekki í hug að kalla hann frjálshyggjumann.

en yfirvofandi hækkun bensínverðs og hlut ríkisins í því á að ræða núna, ekki þegar staðið er frammi fyrir orðnum hlut.

 ---

Mér finnst það áhugavert að fylgjast með efnahagsumræðunni hér. Til að verjast niðursveiflunni ákváðu menn að endurgreiða almenningi skatta svo hjól efnahagsins snúist áfram, mesta umræðan var um hvort hækka ætti atvinnuleysisbætur, því það myndi skila sér hraðast út í efnahaginn, en menn ákváðu að hafa þetta skattaendurgreiðslu. Tékkarnir munu berast í pósti í maí.

og íslenskir stjórnmálamenn tala um verksmiðjur.

 


Verslað fyrir vestan

Búnaðarþingi til heiðurs ætla ég að setja inn lýsingar og verð á vörum sem ég kaupi og sem mér standa til boða.ostur

 

165 kr. fyrir 225gr af Philadelphia rjómaosti. Mikið bragðbetri en sá íslenski.

925 kr fyrir kíló af Svínalund sem er "náttúrleg" það er án rotvarnaefna, hormóna osfrv. ekki með lífræna vottun en betra en "venjulega" kjötið. "Ónáttúrleg" svínalund er 780kr. kílóið.svínalund

Þá spyr maður hvernær munu íslensk stjórnvöld færa Íslendingum raunverulega kjarabót sem felst í frjálsum innflutningi á matvöru?


Bull á Búnaðarþingi

Eftir að hafa horft á fréttir Rúv á sunnudagskvöld og lesið stand-up atriði Ólafs Ragnars á Búnaðarþingi leit ég á strimil verslunarferðar gærdagsins. Nokkrir hápunktar: 

  • 500 kr fyrir 2 stóra ferska kjúklinga, 4 og hálft kíló samtals eða rétt rúmar 100 kílóið.
  • 400 kr fyrir kíló af grískum Feta osti.
  • 780 kr. fyrir 2 kíló af soðinni skinku (partýskinku) 
  • 1500 kr fyrir 3 rauðvínsflöskur,  Chianti frá Ruffino, Sangiovese frá Biagio og eina Beaujolais frá Louis Jadot  Allt einföld ódýrt hversdagsvín. 
  • 170 kr fyrir 70g af ferskum Kóríander og sama fyrir ferska Basilíku, pakkningin er að mig minnir ca tvöfalt stærri en er venjulega heima.
  • 325 kr fyrir 450g pakkningu af lífrænt ræktuðum konfekt tómötum sem var auðvitað alltof dýrt sérstaklega í samanburði við
  • 390 kr fyrir 1,36 kg af gullfallegum plómutómötum eða 287 kr kílóið.
  • Af tillitssemi við forsetann og spádóma hans um hækkandi matvælaverð segi ég ekki frá því hvað við borguðum fyrir svínakóteletturnar.

------------

Auðvitað er ekki nema hluti af þessu landbúnaðarafurðir sem framleiddar eiga sér einhverskonar hliðstæðu í íslenskum landbúnaði. 

Af öðrum vörum get ég nefnt að við keyptum kassa með 174 Pampers Cruisers (Active Fit heima í fjólubláum pakkningum) bleyjum númer 4 og borguðum 2200 kr fyrir. Það er ca. 12 kr pr bleyju.

Svo tók ég eftir að kassinn af Heineken 24 glerflöskur, kostar um 1600 kr. sem er frekar dýr bjór hérna. Maður tekur alltaf eftir bjórverðinu.

Bensínlítrinn er á ca. 55 kr. Menn segja að hann gæti farið uppundir 70 kr síðar á árinu fyrir ári var lítrinn ca. 40 kr.  Ríkið tekur ekki nema tæp 20%.

---------------- 

Hvað spádóma forsetans varðar þá er sá sem þetta ritar svo einfaldur að hugsa ef matvælaverð úti í heimi hækkar uppúr öllu valdi er þá eitthvað því til fyrirstöðu að leyfa innflutning á þessum rándýra mat? Ekki þarf íslenskur landbúnaður vernd gegn dýru útlensku dóti sem er þar að auki skrítið á bragðið og líkist gróðurhúsagrænmeti ekkert?

Það lá við að formaður bændasamtakanna vildi sjálfur drífa sig af stað og loka höfnum og flugvöllum svo hlakkaði í honum vegna yfirvofandi dómsdags. 

Að vísu hlýtur fréttin á vísi.is um að uppgötvanir vísindamanna geti komið í veg fyrir uppskerubresti í framtíðinni að vera reiðarslag fyrir Búnaðarþing. Hvernig á matvælaverð að hækka ef þessir fjárans vísindamenn leysa vandann?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband