Bull á Búnaðarþingi

Eftir að hafa horft á fréttir Rúv á sunnudagskvöld og lesið stand-up atriði Ólafs Ragnars á Búnaðarþingi leit ég á strimil verslunarferðar gærdagsins. Nokkrir hápunktar: 

  • 500 kr fyrir 2 stóra ferska kjúklinga, 4 og hálft kíló samtals eða rétt rúmar 100 kílóið.
  • 400 kr fyrir kíló af grískum Feta osti.
  • 780 kr. fyrir 2 kíló af soðinni skinku (partýskinku) 
  • 1500 kr fyrir 3 rauðvínsflöskur,  Chianti frá Ruffino, Sangiovese frá Biagio og eina Beaujolais frá Louis Jadot  Allt einföld ódýrt hversdagsvín. 
  • 170 kr fyrir 70g af ferskum Kóríander og sama fyrir ferska Basilíku, pakkningin er að mig minnir ca tvöfalt stærri en er venjulega heima.
  • 325 kr fyrir 450g pakkningu af lífrænt ræktuðum konfekt tómötum sem var auðvitað alltof dýrt sérstaklega í samanburði við
  • 390 kr fyrir 1,36 kg af gullfallegum plómutómötum eða 287 kr kílóið.
  • Af tillitssemi við forsetann og spádóma hans um hækkandi matvælaverð segi ég ekki frá því hvað við borguðum fyrir svínakóteletturnar.

------------

Auðvitað er ekki nema hluti af þessu landbúnaðarafurðir sem framleiddar eiga sér einhverskonar hliðstæðu í íslenskum landbúnaði. 

Af öðrum vörum get ég nefnt að við keyptum kassa með 174 Pampers Cruisers (Active Fit heima í fjólubláum pakkningum) bleyjum númer 4 og borguðum 2200 kr fyrir. Það er ca. 12 kr pr bleyju.

Svo tók ég eftir að kassinn af Heineken 24 glerflöskur, kostar um 1600 kr. sem er frekar dýr bjór hérna. Maður tekur alltaf eftir bjórverðinu.

Bensínlítrinn er á ca. 55 kr. Menn segja að hann gæti farið uppundir 70 kr síðar á árinu fyrir ári var lítrinn ca. 40 kr.  Ríkið tekur ekki nema tæp 20%.

---------------- 

Hvað spádóma forsetans varðar þá er sá sem þetta ritar svo einfaldur að hugsa ef matvælaverð úti í heimi hækkar uppúr öllu valdi er þá eitthvað því til fyrirstöðu að leyfa innflutning á þessum rándýra mat? Ekki þarf íslenskur landbúnaður vernd gegn dýru útlensku dóti sem er þar að auki skrítið á bragðið og líkist gróðurhúsagrænmeti ekkert?

Það lá við að formaður bændasamtakanna vildi sjálfur drífa sig af stað og loka höfnum og flugvöllum svo hlakkaði í honum vegna yfirvofandi dómsdags. 

Að vísu hlýtur fréttin á vísi.is um að uppgötvanir vísindamanna geti komið í veg fyrir uppskerubresti í framtíðinni að vera reiðarslag fyrir Búnaðarþing. Hvernig á matvælaverð að hækka ef þessir fjárans vísindamenn leysa vandann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Sölmundarson

Friðjón, hvað ætlar þú að gera við alla þessa skinku?

Kári Sölmundarson, 3.3.2008 kl. 10:45

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta er nú reyndar það besta sem ég hef heyrt frá forsetanum okkar um langan tíma.  Ef við hættum að framleiða okkar eigin matvæli yrði þess ekki langt að bíða að verðið á innfluttu vörunum hækkaði. Nema kannski á einhverju óæti sem enginn vildi.

Þórir Kjartansson, 3.3.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson


Kári. Við erum að prófa okkur áfram með uppskriftir fyrir stóra skinkuveislu sem verður 14. maí.

Sigurður og Þórir. 

Ég skil vel að menn eiga erfitt með að treysta kaupmönnum. Sérstaklega þegar haft er í huga að stór hluti innflutts grænmetis sem boðið er upp á lítur út eins og dýrafóður. En þannig er það ekki hér, grænmetið er stökkt, bragðmikið og fallegt.

Gagnrýni mín varðandi vöruverð beinist ekki síður að kaupmönnum. 

En ég hlýt að spyrja, ef íslenskar landbúnaðarafurðir eru svo svakalega góðar af hverju má ekki leyfa þeim að keppa við erlendar afurðir?

Mín skoðun er sú að þær eru ekkert sérstaklega góðar. Íslenskt lambakjöt er frábært og stöku ostar og mjólkurafurðir, annað ekki. Grænmeti ræktað í gróðurhúsum stenst aldrei samanburð við grænmeti ræktað undir geislum sólarinnar. Margar af ostategundunum íslensku er gúmmíkennt drasl þegar maður hefur smakkað upprunalegu vöruna.

Málið er að bændaforystan vill ekki fyrir sitt litla líf leyfa almenningi að smakka almennilegar landbúnaðarafurðir á hagstæðu verði. Því þá áttar fólk sig á því að það hefur verið haft að fíflum í öll þessi ár. 

Kommon, þetta eru mest allt framsóknarmenn, við hverju býst fólk?n Heiðarleika og umhyggju fyrir hag almennings? 

Friðjón R. Friðjónsson, 3.3.2008 kl. 14:47

4 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Verðhækkanirnar eru ekki komnar fram ennþá í USA vegna offramleiðslu en það mun gerast.  Svínabændur í USA Þurfa 80% hækkun til að geta greitt reikningana sína

Hérna er verðþróunin á Hveiti sem er algjört grundvallarhráefni í framleiðslu á flest öllum öðrum matvælum.  Síðustu 30 árin hafa verið verið algjörlega úr takti við þróun síðustu 1000 árin vegna offramleiðslu en tími offramleiðslu er liðin og það er fyrirsjánlegur skortur. Fólki fjölgar en landrými minnkar til framleiðslu

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 3.3.2008 kl. 19:09

5 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Gunnar

Aðalsökudólgarnir í hækkun á heimsmarkaðsverði á korni og hveiti eru stjórnmálamenn, hagsmunasamtök bænda og umhverfislobbíistar. 

Þar ræður mestu sú rakalausa della að brjóta land undir ræktun á eldsneyti. ég er að tala um svokallað lífrænt eldsneyti. Framleiðsla á korni til dýrafóðurs hefur minnkað til að rækta korn ofaní bíla. Áhrifanna gætir allstaðar, kjöt, hveiti og landbúnaðarafurðir almennt eru dýrari. Verst af öllu, bjór er að hækka í verði.

Þessi della er algerlega manngerð og flest í stórtækum niðurgreiðslum á framleiðslu á lífrænu eldsneyti. Bændur sem áður ræktuðu annað hafa snúið sér í stórum stíl að framleiðslu á eldsneyti.

Það sem um er að ræða eru stórtæk markaðsinngrip sem skila engu fyrir umhverfið. Flestir stjórnmálamenn þora ekki að taka á þessu því bændur eru pólitískt afl og hér eins og annarstaðar eru þeir fíklar á annara manna fé.

Friðjón R. Friðjónsson, 3.3.2008 kl. 21:05

6 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Friðjón á Þing - vorið 2011!

Magnús V. Skúlason, 3.3.2008 kl. 21:46

7 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég verð að taka undir þetta hjá honum Friðjóni. Ég er búin að prófa að búa í Vancouver, BC  í  Kanada, bjó þar í eitt ár. Það sem kostaði að versla í matinn þar og eins að versla léttvín og bjór var brandari einn miðað við hvað kostar að lifa hér heima á Íslandi. Ég er hætt að skilja þetta verðlag hér heima. Væri löngu farin út aftur til Kanada ef ég ætti ekki börnin mín hér á Íslandi og barnabörn. Þó svo að börnin mín séu orðin fullorðnir einstaklingar að þá finnst mér erfitt að að flytja í burtu án þeirra. Í Kanada dugðu launin okkar meira en nóg til að draga fram lífið þar, þá er ég að tala um svipuð laun og við höfum hér heima, hér þarf að hugsa um hverja einustu krónu til að endar nái saman. Svei bara !

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 4.3.2008 kl. 00:23

8 identicon

Sæll ég þekki þig ekki neitt sá bara bloggið þitt á mbl.is og verð bara að tjá mig því mér finnst þessi ummræða um bændur og verðlag á íslandi vera á allgjörum villigötum það er verið að einblína of mikið á kúabændur sem einhverja sökudólga í þessu máli það sé þeim að kenna að verðlag á íslandi sé svona hátt, þeir eru einir af fáum framleiðendum sem hafa ekki hækkað verðið á sinni vöru þá meina ég mjólkinni sem er náttúrulega að gera þeim erfitt fyrir núna og eru baugsmiðlarnir mjög duglegir að halda því að fólki að það sé mjólkinni að kenna að allt sé svo dýrt hérna hvað gerðu bakarar þegar hveitið hækkaði?

Ástæðan fyrir þvi að baugur heldur alltaf því á lofti er sú að þeir þola ekki að geta bara keypt mjólkina á einum stað þ.e.a.s hjá MS því þeir vilja flytja inn og geta valið ok bændur sem eru ekki lengur framsóknarmenn segja, endilega leyfum innflutning ástæðan jú þá loksins er kominn grundvöllur til að hætta ríkistyrkjunum sem er by the way 6 milljarðar á ári til kúbænda sem eru smáaurar fyrir ríkissjóð þá er kominn samkeppnisgrundvöllur.

Þá geta bændur hækkað verðið sitt eins og allir aðrir framleiðendur og þurfa ekki að fara í gegnum þessa verðlagsnefnd. þannig í staðin fyrir að borga bændum af skattpeningnum þínum þá gerirðu það bara í gegnum vöruverðið sem gerir framleiðendur sterkari

Ok með innflutning hver segir að þær vörur sem fluttar eru inn verði eitthvað ódýrari ef við horfum framhjá því að mjólkin er ódýrust á norðurlöndunum á íslandi þá tel ég samt litlar líkur á að hún verði ódýrari gott dæmi grænmeti það má flytja það inn hvað hefur gerst eftir að það var leyft hefur það lækkað nei ekki mikið ástæðan baugur kaupir inn segjum 10 gáma 2 verða ónytir það þarf að borga það einhvernveginn afhverju verður það eitthvð öðruvísi með mjólkurvöruna er ekki viss, jú svo er það flutningurinn sem er ekki mjög ódyr kominn út í verðlagið, mjólkin er þannig séð ferskvara og ekki viltu fljúga með hana þá er hún nú kominn uppúr öllu valdi í verði en vissulega mun bónus láta það vera ódyrari kaupa kúmjólk blandaða saman við geitamjólk eða jafnvel borga með mjólkini í einhvern tíma bara til að réttlæta fyrir sjálfum sér þessa herferð gegn mjólkurframleiðendum síðustu misseri.

Mjólkin ætti að kosta 150 kall það er mitt álit leyfa innflutning fella niður ríkisstyrki fyrir kúabændur, leyfa bændum að selja sína vöru beint frá býlinu gegn uppfylltum ákveðnum skilyrðum og ég get lofað þér því að þá verður buddan hjá bæði neytendum og mjólkurframleiðendum þyngri þó svo vissulega verði einhverjir framleiðendur undir en þeir fá þó gott verð fyrir jörðina sína.

Held að menn ættu að horfa á aðra hluti þegar harnar á dalnum en mjólurframleiðendum sem virðist vera orðið eitthvað norm hjá íslendingum

einar örn aðalsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 04:01

9 identicon

og gleymdi einu enn íslendingar eyða 12,3% af sínum tekjum í mat en t.d spánverjar 50% er það nú ekki eitthvað bogið nei í raun ekki ef þú horfir á þessa vitleysu sem er í gangi á íslandi í fjármálkerfinu og lífsgæðakapphlaupinu sem fólk er allgjörlega að missa sig í þannig einn minni snjósleði fyrir meiri mat á hverju ári

einar örn aðalsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 04:21

10 identicon

Hey að eyða 12,3% af tekjum í mat? Hverjir.  Ekki held ég að venjulegur maður geri það á venjuelgum launum sem eru ekki há.  Myndi segja að það væri nærra 40%.  Ég bj´áspáni í mörg ár, og þar þurfit maður ekki að horfa á verðið áður en ákveðið hvort varan færi í körfuna eða ekki.  Miklu lægra verð og skemmtilegra að versla góðan og ferskan mat.  Bæði ávexti grænmeti kjöt og fisk.

Margret (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:37

11 identicon

fjölskylda á íslandi eyðir 12.3% af sínum tekjum í mat á síðasta ári en útgjöld í sambandi við lántökur fjölskyldna hækkuðu um 80%

einar örn (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband