Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Mánudagur, 30. júlí 2007
Hvaða leið var farin?
Ekki að það skipti neinu máli í þessu skelfilega máli, en þá ber blöðunum ekki saman um hvaða leið var farin inn að laugum. Myndin að neðan sýnir skýringamyndir Moggans og Fréttablaðsins frá atburðum gærdagsins.
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Einar Oddur
Mig langar til að setja nokkur orð á blað til að minnast Einars Odds.
Ég kynntist Einar Oddi lítillega fyrir rúmum 16 árum síðan í gegnum vinskap minn við Brynhildi, dóttur hans. Þá var hann frægur maður, Bjargvætturinn og það er ekki laust við að mér stóð dálítill stuggur af honum allra fyrst. Það bráði þó fljótt af og ég sá að þarna fór hlýr og ákaflega skemmtilegur maður. Hann var sveitakarl og heimsborgari allt í senn, hann var ekki langskólagenginn en hann var víðlesinn og menntaður, sjálfmenntaður. Manngerð sem verður bara til í íslensku sjávarþorpi.
Aftur tókust svo með okkur kynni þegar ég fór að starfa í Sambandi ungra sjálfstæðismanna, þá var Einar orðinn þingmaður og oftast nær , þó alls ekki alltaf, var málflutningur Einars okkur að skapi. Þó var alltaf hægt að treysta á að Einar Oddur talaði tæpitungulaust og léti ekki smáatriðin skyggja á heildarmyndina.
Hans verður sárt saknað, jafnt í pólitík sem utan hennar. Ég gat ekki verið í Hallgrímskirkju í gær og vottað Binnu, Sigrúnu, Didda, Teit og Illuga samúð mína, þær kveðjur verða að koma síðar. Þangað til verða fátækleg orð á skjánum að duga.
En að lokum þá verð ég að benda á að ef menn vilja raunverulega minnast Einars Odds, þá eiga þeir að halda kjaftæðislausan dag og vera, þó ekki væri í nema einn dag, eins og Einar Oddur var allt sitt líf.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 23. júlí 2007
Gott veður – tvískinnungur fjölmiðla
Segjum sem svo í tíð fyrri ríkisstjórnar hefði stjórnarformanni í ríkisfyrirtæki verið skipt út. Fráfarandi stjórnarformaður er ung vel menntuð kona og í stað hennar er settur nánast ómenntaður fyrrverandi þingmaður.
meira á eyjunni >>>
Fimmtudagur, 19. júlí 2007
Gleðikonur, hórur og vindbelgir
Össur réðst í nótt af fullum vindstyrk á Bjarna Harðarson fyrir að voga sér að vilja hótelrekstur áfram á Þingvöllum. Þarna held ég að Össur og reyndar Þingvallanefnd hin gamla sé úr takti við almenning og tímann. Fólk vill aðstöðu á Þingvöllum, eitthvað meira en pulsusjoppu. Í áratugi hefur verið veitingasala á og hótelrekstur á Þingvöllum og í eina tíð var það fastur þáttur í sunnudagsbíltúr fjölda fólks að fara í kleinukaffi á hótel Valhöll. Almenningi þykir vænt um staðinn þrátt fyrir að Jón Ragnarsson hafi markvisst reynt að hrekja fólk í burtu með þráum kleinum og súrum rjómapönnukökum á okurverði.
Meira á eyjunni...
Mánudagur, 16. júlí 2007
Obama girl vs. Guiliani girl
Rím eins og Giuliani girl just stop your fussin/At least Obama didnt marry his cousin.....
Föstudagur, 13. júlí 2007
Mannauðsstjórnunarsérfræðingur á spítala
Loksins fundum við út úr því hvað Karitas ætlar að verða þegar hún verður stór. Í dag eru framadagar á leikskólanum og því mættu börnin uppáklædd í samræmi við þann starfsferill sem þau hafa valið sér. Þarna voru mættar 5 eða 6 ballerínur (foreldrarnir eru örugglega ekki búnir að útskýra að ferillinn felur í sér blóðstorkna fætur og liðagigt) og álíka hópur af slökkviliðsmönnum (láglaunastarf). Karitas var einstök, sem og hún er. Kennararnir voru ekki alveg vissir um hvað þeim ætti að finnast, en flestar voru mér sammála um að Karitas er snillingur.
Karitas kallar sig reyndar Doctor Clown, en það sjá það allir að hún er klædd sem mannauðsstjórnunarsérfræðingur.
Helena sagði fyrstu orðin sín í dag, það var ekki mamma eða pabbi, heldur hennar útgáfa af Ó-Ó. Þannig er hún, gjörólík systur sinni.
UPPFÆRT.
Á það hefur verið bent að hún er klædd í alþjóðlegan einkennisbúning stjórnmálamanna. Ég hef bara ekki viljað horfast í augu við það, ég óska dóttur minni betri örlaga en það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Mig langar til að hafa fjóra fætur...
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Sjóræningi, ballerína, Grísalingur - hvað ætlar þú að verða vina...
Það er heilmikil vinna að vera tæplega 4 ára Ameríkani þótt bara að hálfu sé.
Undanfarna daga hefur Karitas þurft að ganga í ýmis hlutverk. Á mánudag var hún sjóræningi, svo var balletttími á þriðjudag og í dag var náttfatadagur sem allir tóku mjög alvarlega eins og myndir bera með sér.
Aðalhöfuðverkur vikunnar er þó sá að á föstudag eiga börnin í leikskólanum að koma í búningi þess starfs sem þriggja og fjögra ára börnin ætla sér að eyða ævinni við að starfa. Mér finnst hugmyndin geggjuð. Við höfum aldrei rætt um það við Karitas hvað hana langar til að verða þegar hún verður stór, pabbi hennar er ekki einu sinni búinn að ákveða það og það styttist í fertugsafmælið hans!
Reyndar sagði Karitas að hún vildi fara sem trúður, þegar ég var að reyna að útskýra konseptið fyrir henni. Hún á einmitt trúðabúning. Mig langar til að senda hana í litlum jakkafötum og láta hann segja að hún sé lögfræðingur og ætli að verða slíkur til að hjálpa pabba með lögfræðikostnaðinn! Athugum hvort ekki hringi einhverjum bjöllum við það. Eða kannski senda hana í forljótri Hawaii-skyrtu og láta hana segja að hún ætli að verða bloggnörd og besserwisser.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 9. júlí 2007
Akademískt frelsi fyrir bí í Bretlandi?
30. maí sl. samþykktu fulltrúar á þingi stéttarfélags háskólakennara í Bretlandi ályktun um að beina því til allar aðildarfélaga að sniðganga Ísraelska háskóla og fræðimenn þaðan. Þessi ályktun er aðeins á skjön við það sem kallað er akademískt frelsi og gagnrýna hugsun og er í raun að snúast í höndum þeirra sem lögðu þetta til. Breskir háskólar eru að verða sér að athlægi.
Fræðimenn um allan heim hafa brugðist ókvæða við og hafin er undirskriftasöfnun á vegum samtaka fræðimanna fyrir frið í Mið-austurlöndum(SMPE).
Mánudagur, 9. júlí 2007
Sumarið er tíminn...
eitthvað finnst blaðamanni Vísis vera mikið lögregluríki í borginni Minneapolis. Prince hent á dyr og því best að kalla borgina bara Minneapolice!
Það er gott að vita að sumarstarfsmennina ber niður á fleiri stöðum en hjá mbl.is