Gleðikonur, hórur og vindbelgir

Þegar Össur Skarphéðinsson kallar Bjarna Harðarson vindbelg, er það eins og þegar gleðikona kallar kollega hóru. “It takes one to know one” segja þeir hér vestra og það á klárlega við í þessu tilviki.

Össur réðst í nótt af fullum vindstyrk
á Bjarna Harðarson fyrir að voga sér að vilja hótelrekstur áfram á Þingvöllum. Þarna held ég að Össur og reyndar Þingvallanefnd hin gamla sé úr takti við almenning og tímann. Fólk vill aðstöðu á Þingvöllum, eitthvað meira en pulsusjoppu. Í áratugi hefur verið veitingasala á og hótelrekstur á Þingvöllum og í eina tíð var það fastur þáttur í sunnudagsbíltúr fjölda fólks að fara í kleinukaffi á hótel Valhöll. Almenningi þykir vænt um staðinn þrátt fyrir að Jón Ragnarsson hafi markvisst reynt að hrekja fólk í burtu með þráum kleinum og súrum rjómapönnukökum á okurverði.

Meira á eyjunni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ágætt að sjá þú heldur þig einungis við fjölskyldumálin hér á mogga-blogginu.

 Kveðja

Sveinn G.

Sveinn (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Ég er að bíða eftir því að moggablogið standi við loforðið og leyfi manni að birta RSS veitu á síðunni. þegar það gerist þá verður aðskilnaðurinn alger

Friðjón R. Friðjónsson, 19.7.2007 kl. 12:23

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er alveg sammála Össuri þarna, ég sé bara ekki betur en að hann lýsi kollega sínum ágætlega og ég er ekki samþykkur því að hótel, opið í 3 mánuði, sé eitthvað sem að ríkið eigi að fara útí, en Bjarni ætti að eyða smá púðri í að ýta á eftir tvöföldun Suðurlandsvegar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.7.2007 kl. 13:14

4 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Bíddu, hvað er því til fyrirstöðu að rekið verði heilsárshótel þarna? Miðað við ferðamannafjöldann sem heimsækir landið og svo hvað það er lítið mál að renna úr bænum þarna uppeftir. Það er rekinn veitingastaður allt árið í kring í Hveradölum og heilsárshótel víða um landið. En menn telja að það sé ekki hægt þrátt fyrir að þetta sé sá staður sem nánast allir ferðamenn skoða. Þarna er smátt hugsað.

Það er ekkert sem segir að ríkið þurfi að gera eða kosta nokkru til. Besta lausnin væri að Þingvallanefnd léti teikna hótel og svo væri aðilum frjálst að bjóða í bygginguna gegn því að hafa langtímaleigusamning gegn mjög vægu gjaldi.

Þannig gætum við fengið nýtt hótel án þess að kosta til krónu úr ríkissjóði. En þeir báðir, Bjarni og Össur komast ekki uppúr smáum hugskotum sínum til að hugsa eitthvað nýtt.

Friðjón R. Friðjónsson, 19.7.2007 kl. 15:04

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það hefur ekki enþá gengið svo vel að selja gistinætur á veturna hér yfirleitt að ríkið ætti að vera að skipta sér á nokkurn hátt af hótelhugmyndum á Þingvöllum. Ég sá ekki umrætt viðtal við Bjarna en skil skrif Össurar þannig að Bjarni hafi komið með þá hugmynd að ríkið ættið að byggja hótel þarna og helst að hafa það dýrt og verð bara að segja það að ég trúi að svo hafi verið.

Ef einstaklingar vilja byggja hótel þarna þá óka þeir bara eftir því að meiga gera svo og fá líklega einhverja afgreiðslu á þeirri ósk sinni.

Það er nú svo að við erum gjörn á að segja hvað er ekki hægt og hvað ætti ekki að gera án þes að geta komið, eða reyna að koma með nýjar hugmyndir það er alveg rétt hjá þér.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.7.2007 kl. 15:16

6 identicon

gaman að stubburinn,kallar aðra vindbelgi. 

hann sjálfur, hvílíkt stærilæti.

nasi

lll (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband