Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

tónlist.is og höfundarréttargjöld

Það er eitt sem þessu umræða um tónlist.is gerir vonandi og það er að opna á umræðu um höfundarréttargjöld og aðstöðu tónlistarmannanna sjálfra.

Hvaða upphæðir er verið að ræða um eiginlega? Við vitum að skatturinn á tóma geisladiska, mp3-spilara(skvt. gjaldskránni skal greiða 4% af verði mp3 spilara til IHM) ofl. skilar tæpum 100 milljónum á ári til innheimtumiðstöðvar gjalda hvað verður um þá peninga?

Það eru nokkur atriði sem sitja í mér: 

  • tónlist er skipt í virðingarflokka og höfundar ómerkilegrar popptónlististar fá hlutfallslega minnst í sinn hlut þótt þeir skili mestu. 
  • Ungar hljómsveitir, sérstaklega þær sem eru á jaðrinum fá ekkert í sinn hlut þrátt fyrir miklar vinsældir og mikla spilun. Geisladiska/mp3 skatturinn ætti að renna óskiptur til þeirra, ég á enn eftir að hitta einhvern sem er að hlusta á tónverk Kjartans Ólafssonar í Ipoddinum.
  • Það er einhver skrítin lykt af öllum þessum málum, það er eins og einhverjir aðilar haldi að þeirra hagsmunir eru að hafa þetta allt óskýrt og þá fái þeir meira en þeim ber. Í raun held ég að það eru bara lögfræðingarnir, menn eins og Eiríkur Tómasson sem sjúga til sín alla aurana.

Almenningur og tónlistarmenn eiga heimtingu á að vita hvað er í húfi.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband