Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Er ég einn...

um það að finnast umræðan um umhverfismál hafa dáið 31. mars? Það stefndi í að verða mál málanna í kosningunum en svo skar Sól í Straumi ríkisstjórnina úr snörunni og gaf henni séns.

Fyrst var stefnt að því að kjósa um stækkunina 12. maí en svo féllu menn frá því.

Hver sem sú ástæða var þá fékk almenningur nóg af umhverfismálum þann 31. mars, þá hætti sókn VG, Ómar missti glæpinn og Framsókn fór að eygja líf.

Getur verið að Lúðvík Geirsson hafi bjargað Framsókn frá útrýmingu?


Siggu inn

Þetta er góð staða sem Sjallar eru í núna, það hefur greinilega verið haldið ágætlega á spöðunum í baráttunni. Það er sagt að Sjalllinn sé að reyna að hringja í alla kjósendur, sem er alveg rétt nálgun. Persónuleg samskipti við kjósendur skila miklu meira en blaða- og sjónvarpsauglýsingar, það er margsannað.

Ég er þó hræddur um að svona sterk staða Sjálfstæðisflokksins muni jafnvel gera honum erfitt fyrir í stjórnarmyndun. Það yrði mikill hvati fyrir aðra flokka að ná saman að sjá svona stórann Sjálfstæðisflokk.

Það eina sem ég vona er að Sigga Andersen komist inn í Rvk norður. Skoðanakönnun Gallup var að vísu ekki hughreystandi kannski er staðan í Grafarvogi ekki eins sterk og menn hédu að yrði en það er aldrei að vita hvað gerist með jöfnunarmenn. Sigga yrði ótrúlega traustur talsmaður skattgreiðenda inni á þingi. Þetta verður amk spennandi kosningasíðdegi næsta laugardag.

 


10 dagar!

Hún er heppin, hún Lúsía alveg hreint stálheppin. Það gekk allt upp og enginn kom þar nálægt.

Þegar konan mín sótti um ríkisborgararétt þá var það á sama tíma og Dorrit sótti um. Það var amk í einhverju slúðurblaði að hún hefði sótt um, umsókn hennar og konunnar minnar fór svo í gegn á ca. sama tíma. Mig minnir að þetta allt hafi tekið u.þ.b. 4 mánuði, enda báðar konur með sitt á hreinu og fengur að þeim. Önnur hefur að vísu ótvírætt betri smekk á karlmönnum, en það verður víst að vera þannig að hverjum þykir sinn grís fagur.

Þótt umsóknir Dorritar og konunnar minnar hafi tekið þetta langan tíma er það líka mögulegt að umsókn Lúsíu hafi líka tekið svona skamman tíma. Ef öll gögn liggja fyrir og dómsmálaráðuneytið þarf í raun ekki að vinna í umsókninni vegna þess að það er augljóst að hún uppfyllir ekki lagaskilyrði, þá er umsóknin send áfram. Það þarf ekki að gera meira en að koma henni í póst. Útlendingastofnun vottar um dvöl viðkomandi og lögreglan um hvort viðkomandi eigi mál sem ólokið er í réttarvörslukerfinu, eins og segir í lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Dómsmálaráðuneytið leitar sjálft eftir upplýsingum úr sakaskrá hafi umsækjandinn gefið leyfi til þess, eins og kemur fram á eyðublaðinu. Allt saman upplýsingar sem til eru í tölvukerfum og auðvelt að afgreiða liggi málið fyrir. Málið lá líka alveg fyrir, Lúsía uppfyllti ekki skilyrðin.

Það sem mér finnst aðfinnsluvert í ferlinu er það að allsherjarnefnd virðist ekki gera neitt nema skoða umsóknina og svo útfrá tilfinningu veita ríkisfang eða ekki. Íslenskt ríkisfang er mikilvægt og eftirsótt gæði, hvers vegna skoðar nefndin málin ekki betur en svo að hún afgreiðir þau á tveim dögum? Hversvegna vissi nefndin ekki að hjá hvaða fólki hún bjó? Ef stúlkan ætti lögheimili hjá Franklín Steiner eða einhverjum þess háttar, vildum við ekki að nefndin kynnti sér það? Þessi leið á að vera algjört undantekningatilvik, ekki plan b.

En eftir að hafa horft á Ísland í dag þá efast enginn um að það er fengur að Lúsíu Celeste, hún á kannski ekki skilið að fá þessa tengdamömmu en þeirri högun ráðum við líka fæst.

Ég legg engan trúnað á orð umsjónarmann leikskrár Vals en svo virðist sem þau skötuhjú, hann og tengdamamman ætli að standa þennan storm. Við getum þó huggað okkur við það að líklega hverfa þau af þingi en Lúsía verður áfram íslensk.


Delerandi frambjóðandi

Margrét Sverrisdóttir kemst að skrítinni niðurstöðu í Blaðspistlinum fræga, sem hún er nú búinn að setja á netið.  Hún virðist sannfærð um að fjölmiðlarnir og löggjafinn séu í einhverskonar samsæri gegn Íslandshreyfingunni.

Hún segir:

Svo var líka sett í lög að ný framboð yrðu að ná 5% fylgi til að ná manni á þing.

Það er synd að manneskja sem stefnir að því að komast á þing þekki ekki lögin um kosningar til alþingis betur, já og fleiri lög. Hvernig dettur henni í hug að það gildi einhverjar sér reglur fyrir „ný" framboð. Allir flokkar verða að ná 5% fylgi. Um tíma stefndi að elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins þurrkaðist út af þingi því hann var ekki að ná 5% í könnunum. 

Aðallega er hún þó rasandi yfir fjölmiðlunum. Formáli að pistlinum á heimasíðu Margrétar segir að hún vilji „...ítreka að megininntak greinarinnar er að sjónvarpsþættir með yfirheyrslum pólitískra fulltrúa eru hlutdrægir og ekki líklegir til að efla áhuga fólks á þátttöku í pólitík."

Þættirnir eru aðallega leiðinlegir og því ekki líklegir til að efla áhuga fólks. Svo bætir ekki úr skák að vonarstjarna íslenskra stjórnmála, unga konan eins og ritstjórn moggans vill kalla hana, er hreinlega lélegur pólitíkus.

Í Blaðsgreininni segir hún:  

Svo er það hlutur spyrlanna.  Það vita allir, að þeir sem spyrja spurninganna í þessum þáttum eru innvígðir og innmúraðir í stjórnarflokkana.

Hvar er formaður Sus?

Margrét kvartar líka yfir uppstillingunni, stjórnarliðar öðrum megin og andstæðingar hinum megin. Þannig að það er ljós að hún er að kvarta yfir borgarafundum Rúv.  Hverjir hafa verið spyrlar í þeim þáttum? Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, Brynja Þorgeirsdóttir Ingólfur Bjarni og Sigmar Guðmunds. Mig langar til að fá að vita hvert þeirra hefur verið formaður SUS? eða í hvaða flokk þetta fólk er innmúrað?

Margrét er orðin örvæntingarfull, það fjarar undan því litla sem þau höfðu og því grípur hún til þess ráðs að dylgja og delera.

 

-------

Lagfærði aðeins uppsetninguna, ég var eitthvað að huga að því halda börnum sofandi þegar ég póstaði.


Hommar og húsmæður

Á sumardaginn fyrsta fórum við í Ikea hér í N-Virgíníu, auðvitað var þetta IKEA af allra allra stærstu gerð en og von er á í Ameríkunni. Versunin var eins og sú nýja heima nema öll 3 númerum stærri. Ég var í sérstöku nostalgíukasti þar sem ég rölti um og skoðaði nákvæmlega sama dótið og er heima, á sama stað í versluninni. Ég var meira að segja að hlusta á síðdegisútvarpið á Rás2 í nýjasta leikfanginu mínu.

Samsetning kúnnana var skemmtileg, konur með börn, oftast tvær saman með skara og svo hommapör. Það má vera að ég sé sekur um fordóma, þegar ég dreg þessa ályktun af því að sjá tvo karlmenn versla saman með eina innkaupakerru, en svoleiðis gera hetero karlar í Ameríku ekki. Það voru amk ekki mörg kk/kvk pör.

Í stóra ríkisfangsmálinu þá trúi ég Gunnu Ögmunds og Bjarna að þau hafi ekki vitað af tengslum Jónínu. Ég trúi ekki orði af því sem umsjónarmaður leikskrár Vals segir í málinu, hann er líka versaður í siðferðiskúrs Finns Ingólfssonar.

Það sem málið aðallega dregur fram er að Allsherjarnefnd er alltof, alltof aumingjagóð. Það á að draga úr þessum undantekningum og láta þær vera raunverulegar undantekningar. Er ekki mikið að um 5% þeirra sem fá íslenskt ríkisfang á ári hverju uppfylli ekki lagaskilyrði? Hvaða fordæmi hefur allsherjarnefnd sett með þessu máli? Má ekki búast við að mun fleiri sæki núna um, þrátt fyrir a eiga kannski enn 5 ár í að uppfylla skilyrðin?


Fyndnir frammarar

Það verður ekki af þeim tekið framsóknarmönnum þeir eru fyndnir.

Ég fékk sendingu frá félaga mínum um að einhverjum í frammaraklíkunni fannst það grunsamlegt að ég hafi birt mynd af Lúsíu Celeste daginn eftir umfjöllun Kastljóss um stóra ríkisfangsmálið. Vegna þess að ég vann einu sinni í dómsmálaráðuneytinu þá er málið allt saman mjög spúkí.

Miðað við hvað maður hefur séð til sauðhausanna (framboð sem rekur vefinn www.kind.is hlýtur vera stolt af þeirri nafngift) þá skilur maður að þeir fyllist undrun og lotningu ef maður sem hefur haft Alnetið að aðalstarfi í fjölda ára hafi meðvitund til að gúgla nafn stúlkunnar. Nafnið var að finna á vef alþingis.

Reyndar fann Elías Blöndal á eliasblondal.wordpress.com lúsíu sama kvöld fréttin birtist í Kastljósi en þar sem hann bloggar á púnkt com léni þá telst það ekki með á Hvanneyri. 

Liz (konan mín) sótti um og fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tæpu ári, þá var liðið rúmt ár frá því að hún uppfyllti öll skilyrði, ég skal viðurkenna að okkur datt ekki í hug að það væri svona lítið mál að fá ríkisborgararétt. Hún hefði getað kosið 2002, 2003 og 2004 ef ég hefði haft ímyndunarafl á við Jónínu að það væri svona létt verk að fá íslenskt ríkisfang. Við eigum vini og kunningja sem hafa verið á Íslandi mun lengur en stúlkan fra Gvatemala. Það er auðvitað bara við þau að sakast að hafa ekki sótt um.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband