Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Hvar er Bingi?

Eyjan segir frá því að meirihlutafundi sem halda átti í Höfða í ha´deginu hafi verið frestað vegna þess að Björn Ingi mætti ekki.

Meirihlutafundi frestað - Björn Ingi mætti ekki

Er meirihlutinn að springa?

 


Villi lifir - bálreiðir borgarfulltrúar

Dagurinn í dag var áhugaverður. Ég held að Villa hafi tekist að bjarga sér fyrir horn um sinn, þótt morgundagurinn gæti leitt annað í ljós.

Framganga Björns Inga í dag var með þeim hætti að reiði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur beinst frá Villa og til Binga.

Bingi er að þreifa fyrir sér með að taka upp samstarf við minnihlutann eða amk að hóta því.

Vandi binga er þó díllinn sem hann gerði  fyrir 15 mánuðum er svo góður fyrir hann að það  það myndi þýða verulegar búsifjar fyrir Binga að slíta samstarfi.

Lítum á  hvaða stöðum hann gegnir:

  • Borgarfulltrúi Reykjavíkur frá maí 2006
  • Formaður borgarráðs 
  • Varaforseti borgarstjórnar 
  • Formaður ÍTR 
  • Í stjórnkerfisnefnd
  • Í forsætisnefnd 
  • Formaður stjórnar Faxaflóahafna 
  • Varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur  og verðandi formaður.
  • Formaður hússtjórnar Borgarleikhúss
  • Í stjórn samstarfssjóðs Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar.
  • Skipulagssjóður Reykjavíkur, varamaður

Feitu bitarnir eru feitletraðir.

Það er alveg ljóst að hann fengi aldrei jafn góðan díl í 4 flokka samstarfi.

---

Best væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að slíta samstarfinu, Villi hætti og tekið yrði upp samstarf við VG.

Svandís Svavarsdóttir er heiðarleg og viðræðuhæf á meðan Bingi og Dagur hafa bara annan af fyrrnefndum kostum og ekki þann sama. 

 


Af hverju Helgi?

Það er ein spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér varðandi þetta blessaða REI mál. Af hverju var kallað á Helga Jóhannesson hrl.  til að stýra fundinum örlagaríka?

Á hvers vegum var hann? Ef þörf var á lögmenntuðum manni þá þurfti ekki að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Forstjóri OR er með þessa prýðilegu menntun og starfsreynslu. Eins og segir á heimasíðu OR:

Sem borgarlögmaður annaðist Hjörleifur öll málflutningsstörf fyrir Reykjavíkurborg og stofnanir hennar, var lögfræðilegur ráðgjafi borgarstjórnar, borgarráðs, borgarstjóra og stofnana og fyrirtækja borgarinnar. Hann var m.a. lögfræðilegur ráðgjafi veitufyrirtækja Reykjavíkurborgar og sinnti þeim málum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur frá stofnum fyrirtækisins.

Helgi er þekktur fyrir að hafa verið í víðtækum lögmannsstörfum fyrir Baug (og Jón Ásgeir persónulega) á sínum tíma  og gegndi stjórnarstörfum í ýmsum dótturfyrirtækjum (jafnvel í því skyni að dylja eignartengslin).

Það er skrýtin ráðstöfun að setja mann með þetta mikil tengsl við eigendur Geysi Green Energy inn á stjórnarfundinn. Það væri áhugavert að komast að því hvort þetta sé gert oft á fundum stjórnar OR.

 

 


Hvað eru menn að æsa sig útaf REI?

Það er nákvæmlega þessi vinnubrögð sem "Gamli Góði Villi" lofaði og hefur stundað frá því hann settist við borgarstjórastólinn.

Eitthvað segir mér að þetta mál sé ekki bara vegna REI, heldur sé það uppsöfnuð kergja í garð Villa vegna lélegra og handhófskenndra vinnubragða. Maðurinn er hreinlega ekki nógu mikill bógur til að vera borgarstjóri. 

Menn ættu að taka eftir gagnrýni samtaka ungra sjálfstæðismanna á vinnubrögð borgarstjórans. Þeim er stýrt af fólki sem studdi Villa leynt og ljóst haustið 2005. Sá hópur virðist meira að segja vera hreinlega búinn gefast upp á vitleysunni.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband