Mynd vikunnar.

Stjórnarskrár
Mynd vikunnar er mynd af Heimssýnar bloginu. Hún sýnir stjórnarskrá lýðveldisins, Bandaríkjanna og hina fyrirhuguðu stjórnarskrá Evrópusambandsins. (Giscard d’Estaing sagðist vona að skólabörn myndu læra utanaf formálann, hann er nú ekki nema 440 orð ef maður sleppir þeims sem staðfesta hana, það telur 500 orð)

Myndin segir meira en þessi tæpu 1000 orð sem formáli evrópuskráarinnar telur. 

Þjóðfélag það þar sem grunnlögin er svona doðrantur er í vanda. Í því þjóðfélagi verða lögfræðingar og endurskoðendur feitir.

Ef grunnlögin eiga að vera svona hvernig yrði restin? 

Góða helgi 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki það að ég sé áhugamaður um inngöngu í EB en rétt er samt að fram komi þetta:

Að segja að þessi mynd segi meira en þúsund orð í þessu tilviki er svona eins og að bera saman ævisögu Hannesar Hólmsteins ," er nóttin blá mamma", saman við Guðbrandsbiblíuna og segja stærðina ber vott um í hvorri bókinni er meira um lygi.

Þetta er algerlega afstætt.

Stjórnarskrá USA hefur heilan hæstarétt sem er BARA í að túlka hana og bera upp á málarekstur manna. Er það frábært? Hafa færri lögfræðingar vinnu við það en ef svo þyrfti ekki?

Stjórnarskrá Íslands er stutt en ber heilu fræðigreinarnar á herðum sér, stjórnskipunarrétt, þjóðarétt.... Er það frábært? Og þá sérstaklega í því ljósi að hún á að vernda hagsmuni borgaranna en samt er Hæstiréttur oft að dæma ríkið brotlegt gegn henni, ekki af vilja, heldur vegna túlkunar.

Íslensku stjórnarskrána þarf að túlka að stórum hluta m.v ýmsa þjóðréttarsamninga sem slaga örugglega hátt í símaskrána sem sýnd er á myndinni. En það eru þá bara margar bækur.

Þ.a. það er ljóst að þessi sannar álíka vel fyrir okkur að þetta sé vont plagg e.o. og að litur tunglsins geri það að osti.

Hitt er annað mál að hún þarf alls ekki að vera betri fyrir vikið. Sennilega er hún mun leiðilegri og atviksbundnari, tekur fyrir ótrúlegstu aðstöður sem upp gætu komið.

 Að sýna þessa mynd í þessu samhengi segir manni svipað mikið og auglýsingar fjölmiðla eftir áhorfskannanir = NÁKVÆMLEGA EKKERT.

 Það skal enn frekar tekið fram að bókin þarf samt sem áður ekki að vera góð.

Benedikt Benediktsson

Benedikt Benediktsson (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 19:52

2 identicon

Og bíddu, hvað koma endurskoðendur (baunateljarar) þessu við?

Benedikt Benediktsson (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 20:23

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þessi mynd var, eins og Friðjón segir, áður birt á bloggsíðu Heimssýnar og þar var einmitt settur með tengill á blessaða stjórnarskrá Evrópusambandsins sem finna má á netinu. Endilega byrjaðu að lesa ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.12.2006 kl. 01:17

4 identicon

Ég veit nú ekki betur en að lögfræðingar og endurskoðendur í USA séu býsna feitir, það er sennilega ekki beint samband þarna á milli

elmar (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 20:14

5 Smámynd: marjorie

Afhverju stjórnarskrá?

marjorie, 16.12.2006 kl. 20:54

6 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Formálinn er 440 orð en tæp 1000 með undirskriftum alls aðalsins og stjórnmálamannanna.

Benedikt, ef Bandaríkjamenn þurfa heilan hæstarétt til að túlka sína einföldu stjórnarskrá, hvað þarf marga rétti til að túlka doðrantinn frá Brussel?

Vísunin í lögfræðinga og endurskoðendur er sú að þegar löggjafinn og framkvæmdaveldið er búinn að flækja hlutina svo með endalausum laga- og reglugerðarsetningum þá þarf fitna sérfræðingarnir. Þegar ég segi fitna þá er ég að vísa til þess að þeim gangi vel efnislega. 

Það er kannski ekki sanngjarnt að leggja lögfræðinga svona í einelti og kannski er fjöldi þeirra ekki vísbending um frelsi þjóðfélags. Ítalía telur fleiri lögmenn en í Þýskalandi þó búa þar 20 milljónum fleiri. Svo eru hvergi fleiri lögmenn per haus en í  Bandaríkjunum en það er ekki grunnlögunum að kenna heldur sjúklegum reglugerða og málshöfðunaráhuga kanans.

Friðjón R. Friðjónsson, 17.12.2006 kl. 01:54

7 identicon

Friðjón, ég er ekki að segja að það þurfi endilega fleiri lögfræðinga til að túlka litla stjórnarskrá en stóra.

Ég er einfaldlega að benda á að það er ekki endilega samhengi á milli þess að vera með stóra stjórnarskrá eða litla og þess hvað hún sé "slæm" eða "góð" og marga þurfi til að túlka hana. Þetta er algerlega afstætt og útilokað að fullyrða neitt fyrr en búið er að taka þetta til almennilegrar skoðunar. Svo vitnað sé í engilsaxneskt orðatiltæki " don´t judge a book from it´s cover."

Sókrates sagðist einhvers staðar hafa talið sig vitrastan þegar hann áttaði sig á því að hann vissi í raun og veru ekki mikið, á meðan aðrir þóttust vita allt um hlutina.

Í einni sálfræðitilraun sem ég las einu sinni um voru litlum börnum sýnd tvö glös af vatni sem rúmuðu bæði 0.5 lítra. Annað var mjótt og hátt en hitt var lágvaxið og mikið á þverveginn. Þegar börnin voru spurð í hvoru glasinu væri meira af vatni bentu öll á háa glasið og beinlínis neituðu að trúa öðru.

Í þessu samhengi finnst mér að það að þessi mynd sé lögð fram sem einhver dæmisaga vera að slá ryki í augu fólks og vera í besta falli uppfullt af fordómum og sýna okkur að Heimsýnar menn virðast hugsa sem svo að tilgangurinn helgi meðalið í þessu tilviki.

En þetta er bara það sem mér finnst um þessa myndasýningu en breytir ekki þeirri staðreynd að eðli og fjölbreytileiki Evrópu gæti gert það að verkum að þessi símaskrá sé flókin og óendanlega erfið viðfangs. Fjölbreytileiki stjórnmálamenningar Evrópuríkja gefur manni jafnvel tilefni til að búast við því. En það hefði þá bara átt að koma fram.

Í þessu ljósi finnst mér að myndin segi ekki meira en 1000 orð, hún segir ekkert fyrr en einhver er tilbúinn að rökstyðja frekar það sem meint er með henni. Svo ég vitni í orð nýbúa eins sem ég hitti um árið, "þessi mynd er DRASL" í þessu samhengi.

Benedikt Benediktsson (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 12:12

8 identicon

Það sem mig langaði í upphafi að segja var: Friðjón, þú ert velhugsandi og skemmtilegur penni, sem vandar yfirleitt það sem þú lætur frá þér, ekki kokgleypa svona framsetningu á upplýsingum skilyrðislaust. Það er hreint stílbrot.

Benedikt Benediktsson (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 13:00

9 identicon

Ég leyfi mér að ítreka það sem ég áður sagði að Friðjón vitnaði í það að myndin væri tekin af bloggvef Heimssýnar og í færslunni þar var tengill á síðu þar sem hægt er að lesa stjórnarskrána spjaldanna á milli, kynna sér efni hennar og meta það, t.d. í samanburði við stjórnarskrár Íslands og Bandaríkjanna sem einnig má finna á netinu (tengill á stjórnarskrá ESB er einnig að finna í fyrri athugasemd minni hér að ofan). Svo Benedikt, endilega kynntu þér stjórnarskrá ESB. Ég hef gert það. Það er ekki fyrir hvern sem er að skilja hana svo vitnað sé í orð aðalhöfundar hennar, Valery Giscard d'Estaing.

Hjörtur J. Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 14:28

10 identicon

Því má svo bæta við að gefnu tilefni að ESB hefur þegar heilan yfirrétt, European Court of Justice, sem hefur það hlutverk að túlka reglugerðasúpu sambandsins, hvað megi og hvað ekki. Réttur þessi mun væntanlega í framtíðinni fá það hlutverk líka gagnvart stjórnarskrá ESB fái hún að lokum brautargengi. Þess utan er eins og kunnugt er til heil fræðigrein innan lögfræðinnar sem heitir Evrópuréttur og þykir ekki það einfaldasta í heimi lögfræðinnar.

Hjörtur J. Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 14:37

11 identicon

Aumingja ég las hluta stjórnarskrár Evrópukommanna áður en ljóst varð að hún yrði aldrei samþykkt.
Minnti hún mig á milljón sinnum stærri og ógeðfeldari útgáfu af sovésku stjórnarskránni. Sú var þó löng.

Stjórnarskrá á að vera hinum almenna borgara vörn gegn yfirgangi. Þeim tilgangi þjónaði hin ameríska, þó að það sé að mestu búið mál í dag. Þessi ameríski hæstiréttur er jafnframt lélegur í ensku og skilur ekki málfarið þegar skráin var sett á sínum tíma.

Á Íslandi er hinsvegar alltof létt fyrir þingið að breyta stjórnarskránni.
Sú hörmung þegar 75. greinin gamla var tekin út hefur ekki verið mjög áberandi í þjóðmálaumræðunni. Og áberandi fyndið að ,,sjálfstæðismenn'' gengju þarna í lið með herstöðvaandstæðingum og kommúnistum í því máli


pétur (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 18:28

12 identicon

Án þess að það skipti miklu máli held jeg að Hæstirjettur BNA sé almennur áfrýjunardómstóll en ekki takmarkaður við stjórnarskrána.

Jeg hefi nú lesið nokkrar stjórnarskrár um dagana. Jeg held að það sje alveg óhætt að halda því fram að langar stjórnarskrár sjeu almennt þær verstu. Verstar tæknilega það er. Þannig eru stjórnarskár nýfrjálsu ríkjanna í A-Evrópu mótsagnakenndar og flóknar á meðan stjórnarskrár gömlu lýðræðisríkja V-Evrópu hafa tilhneigingu til að vera einfaldar og skýrar. Þetta er þó engan vegin einhlítt en stjórnarskrár sambandsríkja hafa tilhneigingu til þess að vera í lengra lagi (t.d. Kanada og Svissland).

Hversu tæknilega fullkomnar stjórnarskrár eru hefur svo vitanlega lítið að segja þegar tilgangur þeirra næst ekki.  Almennt myndi maður hallast að því að stystu stjórnarskrárnar sjeu þar beztar (Ísland, Bretland, BNA) en þeir lengri verztar (Zimbabwe). Það er svo aftur umdeilanlegt hversu mikið þakka má stjórnarskrám gott stjórnarfar.

Snorri Stefánsson (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 09:44

13 identicon

Af sama meiði sá ég frétt af Evrópuþinginu um daginn þar sem þeir voru að fagna því að þeir voru að samþykkja flóknustu lög í heimi! Þetta hyski veit ekki hvað réttarríki er.

Davíð Þorláksson (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 12:51

14 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tja, því flóknari lög og reglugerðir, því meiri völd fyrir embættismenn. Sbr. Gunther Verheugen, yfirmaður iðnaðarmála í framkvæmdastjórn ESB:

"Verheugen sagði ennfremur að allar tilraunir til að koma böndum á reglugerðafargan Evrópusambandsins hefðu til þessa verið gerðar að engu af valdamiklum embættismönnum sem starfi fyrir framkvæmdastjórn sambandsins og sem telji slík skref ekki þjóna sínum eigin hagsmunum."

Heimssýn.is

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.12.2006 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband