6,6% fátækt - 98% della

Finn hjá mér óyfirstíganlega hvöt til að skrifa aðeins um skýrslu forsætisráðherra sem pöntuð var af Samfylkingunni með því fororði að miðað skyldi við ákveðnar forsendur. Forsendurnar eru í 34 liðum og miða flestar að því að draga upp ákveðna mynd. Aðaforsendan er sú að miðað skuli við fátæktarskilgreiningu OECD. Hún er samkvæmt þeim sem pöntuðu (eins og segir í skýrslupöntuninni):

"Miða skal við skilgreiningu OECD á fátækt (lægri tekjur en 50% meðaltekna)."

Þekki menn eitthvað í hlutfallsreikningi þá átta menn sig á því að það er aldrei hægt að útrýma fátækt ef þetta er forsendan.  Skýrsluhöfundar fóru þá leið að velja miðgildi (Miðgildi tekna eru þær tekjur þar sem jafnmargir hafa meiri tekjur og minni.) vegna þess að það er ekki viðkvæmt fyrir einförum og skekkju í dreifingunni eins og meðaltal.

Hvor forsendan sem valin er skiptir ekki máli því fátæktin er hlutfallsleg og ef við fækkum fátækum barnafjölskyldum þá fjölgar barnlausum fátækum fjölskyldum og einstæðingum. Þá þarf að panta nýja skýrslu og hringavitleysan heldur áfram.

Það er EKKI hægt að ræða um fátækt á þessum nótum, allt þetta havarí er til þess gert að skora ódýr pólitísk stig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ef þetta eru forsendurnar þá er ég nú bara viss um að "fátækum" hefur fjölgað.   Hverjar eru annars meðaltekjur í dag????

Eiður Ragnarsson, 13.12.2006 kl. 18:01

2 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Ég veit ekki hvort þú veist það en almenna reglan er sú að þú ert fátækur ef þú ert með undir 50% af miðgildi tekna. Ekkert óvenjulegt hér á ferð

Þorgeir Ragnarsson, 13.12.2006 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband