Gott hjá Gulla Þór...

og Ágústi Ólafi, Birgi Ármanns, Bjarna Ben, Sigga Kára, Arnbjörgu Sveins, Pétri Blöndal, Birki J., Einar Má Sigurðarsyni, Kötu Júl, Gunnu Ögmunds, Gunnari Örlygs, Ástu Möller og Sigurrós Þorgrímsdóttur.

Þau eru búin að leggja fram frumvarp um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks.

Málið er gríðarlega jákvætt og það er í raun fáránlegt að við búum við það ástand sem er að þessi almenna neysluvara sé eingöngu seld í sérstökum búðum. Eitt af mörgu sem ég skil ekki er að af hverju það megi vera með vínbúð á bensínstöð í Hveragerði en ekki í matvöruverslun í Reykjavík. 

Það er svo margt vitlaust við núverandi fyrirkomulag.

Við skulum vona að betur fari fyrir þessu frumvarpi en fyrri frumvörpum um sama efni. Í greinargerð með frumvarpinu segir: Mál þetta var lagt fram á 130., 131. og 132. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. Á 132. þingi komst frumvarpið ekki í fyrstu umræðu, árið áður náði það í gegnum 1. umræðu en ekki lengra og ári fyrr náði það ekki einu sinni í fyrstu umræðu.

Árið 2001 var lagt fram svipað frumvarp af Vilhjálmi Egilssyni og fleirum, þeir sem helst stóðu upp til að andmæla þá voru Ögmundur Jónasson(suprise, suprise) og Mörður Árnason. Í þeim umræðum lét Mörður þessi ummæli falla:

Hvar er frelsi einstaklingsins til þess að reykja hass? Er það eitthvað ómerkilegra frelsi en frelsi einstaklingsins til þess að kaupa og drekka áfengi?

Aðrir sem mótmæltu frumvarpinu voru þeir Steingrímur Joð og Karl V. Matthíasson. Sá síðarnefndi er á mögulega á leið inn á þing aftur næsta vor og því er mikilvægt að klára málið núna áður en vitleysingar eins og hann komast aftur á þing. 

Fjórtán þingmenn úr 3 flokkum leggja frumvarpið fram, því til viðbótar má nefna að Þorgerður Katrín var einn meðflutningsmanna frumvarps Vilhjálms Egilssonar.  Þannig má telja að amk.fjórðungur þingheims styðji frumvarpið.

Eins má telja til að stærstur hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins styðji frumvarpið. Einnig er líklegt að nokkuð margir þingmanna Samfylkingarinnar styðji málið, fyrir utan kannski hana sem stýrir flokknum, það er nánast öruggt að hún muni taka forsjárhyggjuafstöðu í málinu, hún gerir það alltaf þegar hún á val.

Þótt staðan á þingi er líklega góð er hinsvegar er ástæða til að örvænta um því telja má á fingrum annarrar handar þingmannafrumvörp sem ná því að vera samþykkt.  Á 131. þingi (veturinn 2004-2005) var ekki eitt þingmannafrumvarp samþykkt. Öll frumvörp að veitingu ríkisborgararéttar undanskildum, sem urðu að lögum þann veturinn komu frá ríkisstjórninni! Það er varla von að talað sé um ósjálfstæði löggjafans gagnvart framkvæmdavaldinu.

Þess vegna er mikilvægt fyrir alla sem hafa áhuga á málinu og finnst það asnalegt að eingöngu bíleigendur geti verslað vín eftir kl. 18, finnst það asnalegt að eingöngu á landsbyggðinni megi reka vínbúð með annarri verslun og finnst ríkisskömmtun á víni og víntegundum skammarlegt að taka til máls í málinu. Lesandi, sendu þingmanni í þínu kjördæmi póst og segðu honum að þú viljir að þetta frumvarp nái fram að ganga.

Netföng og símanúmer þingmanna

Kæri ______

Ég treysti á þig til að veita  frumvarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ofl. þingmál nr. 26, um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks, brautargengi á  yfirstandandi þingi.

Styðjir þú frumvarpið og það verði til breytinga á lögum aukast líkur á að þú fáir mitt atkvæði næsta vor.

Ég fylgist með þér. 

Kær kveðja

__________ 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hafi menn lagt sig eftir því að skoða heilbrigðisupplýsingar gegnum tíðina sem og til dæmis fjölmargar greinar fyrrum Landlæknis í dagblöðum varðandi aukið aðgengi að áfengi og aukningu á neyslu í kjölfarið , þá tel ég að menn myndu ekki eins uppveðraðir af áhuga á því atrið að auka aðgengi að áfengi. Aðgengið er nefnilega nú þegar alveg nægilegt og lítið sem nokkurn skapaðan hlut yfir því að kvarta.

Verðugra og þarfara verkefni væri að auka frelsi aldraðra við ævikvöld á öldrunarstofnunum með nauðsynlegri þjónustu þar að lútandi svo eitt dæmi sé nefnt um skort á frelsi í þessu þjóðfélagi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.11.2006 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband