Formaðurinn fíflaður?

Orðið.blog.is fjallar um meinta frábæra ræðu Össa í þinginu í dag í máli sem mér hefur verið hugleikið um nokkra hríð. Árið 1999 hækkaði þáverandi fjálrmálaráðherra skatta á fasteignaeigendur um 0,1 prómill. Ekki stór fjárhæð fyrir hvern og einn en margt smátt gerir eitt stórt og og frá árinu 1999 hefur telst þetta til 1.600.000.000 króna.

Árið 1999 var gert ráð fyrir að gerð skráarinnar tæki 5 ár og því voru sólsetursákvæði sett í lögin. Það mistókst herfilega að ná markmiðum því árið 2004 varð að framlengja skattheimtuna.

Þá vildu menn framlengja til 2008 en Efnahags og viðskiptanefnd sá við FMR og framlengdi bara um 2 ár. Nú kemur nýr fjármálaráðherra og vill enn hækka skatta á fasteignaeigendur. Því framlenging lífdaga skatta sem eiga að renna  sitt skeið er ekkert nema skattahækkun.

Pétur Blöndal er formaður efnahags- og viðskiptanefndar og var  það einnig 2004.  Árið í 1999 þegar skatturinn var lagður á var Pétur í nefndinni. Hann er því búinn að þola það í tvígang að samþykkja  skatthækkun sem á ekki rétt á sér. Það væri ótrúlegt að hann léti fífla sig af FMR og Fjármálráðuneytinu í þriðja sinn.

Fyrir 2.300.000.000 krónur á nokkrum árum væri hægt að gera ótrúlega hluti. Fjandinn hafi það, fyrir 325 milljónir á einu ári er hægt að gylla skránna. Fyrir þennan pening ætti að vera hægt að panta sér Cappuccino og Koníak út úr þesari skrá.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að vera trúverðugur í næstu kosningum VERÐUR hann að HÆTTA að hækka skatta, þótt smáir séu. 

 


mbl.is Forsætisráðherra hringdi út viðskiptin í Kauphöllinni í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þriðja dæmið um vitleysuna veður nú uppi, fyrst hjá einhverjum fatasala en nú hjá Vífilfelli, einum öflugasta auglýsanda á Íslandi. Það er setningin: Láttu ekki fífla þig. Orðasambandið að fífla einhvern hefur um aldir verið haft um að tæla einhvern til ásta og það á harkalegan hátt frekar en hitt. Það er villandi - sjálfasagt viljandi – að nota það í merkingunni að hafa einhvern að fífli, láta ekki plata sig. Enda þótt dæmi finnist um það í fornum ritum að svo hafi sögnin að fífla verið notuð er framúrskarandi óviðeigandi og ósmekklegt að taka hana upp í þessari sakleysislegri merkingu.

http://www.ma.is/kenn/svp/pistlar/mars04.htm 

Málfarslögreglan (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 09:55

2 Smámynd: Andrés Magnússon

Orðræða Friðjóns felur oft í sér fleiri en eina merkingu. Það kynni að eiga við hér.

Andrés Magnússon, 22.11.2006 kl. 10:05

3 identicon

er ekki einmitt verið að taka formanninn (pét. blö.) ósmurt? 

lobbi (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband