Miðvikudagur, 25. október 2006
Political Junkie...
er maður sem hleypur út til að ná í pizzu og dettur inn á kosningakokteil á meðan beðið er eftir að hún verði tilbúin. Snitturnar hjá manni fólksins sl. föstudagskvöld voru frábærar og félagsskapurinn góður, eins og sjá má af myndum. (það má smella á myndina til að sjá fleiri myndir frá þessum góða kokteil)
Eina sem skyggði á var að pizzan var tilbúin alltof fljótt og enginn tími gafst í spjall við alla þá snillinga sem voru á staðnum.
Ég hvet alla til að setja mann fólksins í fjórða sæti. Hann er einn besti maðurinn á þingi.
Sumarið 1999 vann ég gegn því að Sigurður Kári yrði kjörinn formaður Sus, ég hafði nýhafið pólitísk afskipti að nýju eftir 4 eða 5 ára hlé og mér leist ekkert á þennan mann.(Það var Guðlaugur Þór dró mig aftur inn í pólitíkina) Á Sus þinginu hafði Sigurður sigur og ég var kjörinn í stjórn Sus. Í þeirri stjórn voru um 10 manns, nærri helmingur stjórnarinnar, sem ekki fylgdu Sigurði að málum. Næstum allir þeirra styðja hann nú. Málið er að hann er einn heilsteyptasti og traustasti ungi stjórnmálamaðurinn sem við eigum. Hann hefur ávallt tekið slaginn við andstæðinga flokksins og ég hef staðfasta trú á að hugsjónaeldur hans muni lifa lengur áður hefur sést. Þegar ég verð orðinn gráhærðari og íhaldssamari og fárast yfir ungum mönnum sem boða byltingar, þá verður maður fólksins ennþá staðfastur baráttumaður hugsjóna frjálshyggjunnar.
PS.
Biðin stendur enn. Vonandi fjölgar þeim sem eiga afmæli í dag upp í 764. sbr þetta
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.