Samsæriskenningar íhaldz

Bjarni Kjartansson sem kallar sig miðbæjaríhald og fer mikinn hér í athugasemdum hér á moggabloginu hefur sett fram áhugaverða samsæriskenningu.

Nú skal taka það fram að Miðbæjaríhaldið er enginn venjulegur sjálfstæðismaður, hann hefur uppáskrift frá Bjarna Benediktssyni (fyrrv. forsætisráðherra og form. flokksins) um pólitískan þroska. Hann hefur sopið marga póltíska fjöruna og þekkir flokkinn og sögu hans vel.

Í athugasemdum við skrif Óla Björns Kárasonar um blaðamannafundinn heldur Bjarni því fram að starfsmenn sjálfstæðisflokksins hafi viljandi klúðrað blaðamannafundinum.

Athugasemd Miðbæjaríhaldsins byrjar svona:

Óli, það getur einfaldlega EKKI verið, að menn hafi verið svona illa undirbúnir hvað varðar umgjörð fundarins.

Svo heldur hann áfram:

Hver er sá snjalli maður, sem boðar blaðamannafund um kl 13, þegar fundur borgarfulltrúa hefst kl 12,30 um alvarlega stöðu og hvernig beri að snúa við pr-inu, sem er algerlega við ALkul um þessar mundir?

Nei  okkar menn KUNNA ÞETTA ALLT MIKLU BETUR en einhverjir ákváðu að GERA EKKI BETUR.

Eins og allir vita þá er það fyrst og fremst 3 aðilar sem eiga að bera ábyrgð á fundum sem þessum. Þau eru:

  • Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri flokksins
  • Kristín Hrefna Halldórsdóttir framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokksins
  • Jón "Ég hætti aldrei að vera aðstoðarmaður Vilhjálms" Kristinn Snæhólm.

Ég veit ekki hvort eitthvert eitt þeirra á að hafa svikið Vilhjálm eða þau öll.  Ég trúi kenningu Bjarna tæplega, en áður en ég yfirgaf landið minnist ég þess ekki að hafa orðið vitni að því að Bjarna hafi vantað á samkomu sjálfstæðismanna í Reykjavík.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Magnússon

Það kann að vera meira svalandi að kenna samsærum um ófarir, en oftar hygg ég að það sé nú samsæri fíflanna, sem kemur mönnum í koll. Stundum taka menn sjálfir óafvitandi þátt í því. Svo við skulum nú ekki ætla neinum að hafa lagt á ráðin um að svona færi. Ég kannast við allt þetta fólk og án þess að vera með neina palladóma um það er ekkert þeirra meinfýsið.

En þar fyrir utan held ég að það sé öruggt að Jón Kristinn Snæhólm hafi engan þátt átt í þessu fíaskói. Hann er farinn að sinna öðrum verkefnum, enda heldur borgarstjórnarflokkurinn ekki fleiri en einn starfsmann og það aðeins þegar hann er í minnihluta. Þannig að einhverjar kröfur um að Kristín Hrefna verði látin hætta missa marks, hún er sjálfsagt aðeins að vinna út uppsagnartíma.

Andrés Magnússon, 14.2.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Mér finnst Vilhjálmur geðugur og hef bundið vonir við meirihlutann enda verkefnalisti hans metnaðrfullur. Þess leiðinlegra er að horfa á alla vitleysuna, sem ég nenni ekki að þylja upp. Ekki þekki ég innviði Valhallar, ætti því ekki að vera með neinar getsakir.  En hvernig stóð á þessum þessari uppstillingu með þremur stólum? Þetta er svo augljóst að það bókstaflega æpir á annað tveggja samsæriskenningar eða kjánahroll. 

Sigurður Þórðarson, 14.2.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: halkatla

hann hefur uppáskrift frá Bjarna Benediktssyni (fyrrv. forsætisráðherra og form. flokksins) um pólitískan þroska

brandari aldarinnar takk fyrir mig

halkatla, 15.2.2008 kl. 09:23

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er naumast, að nefna þessar spekulasjónir mínar ,,samsæriskenningar" og of í lagt.

Hitt er morgunljóst og algerlega klárt.  Fundinum var klúðrað BIG TIME.

Það fer þér ekki, að setja svona upp lista með persónum og leikendum, um ,,hverjir beri ábyrgð".

Svoddan getur gengið í henni Ameríkunni en ekki hér.

Hvað mér finnst meinfýsið er þessi ákafi sumra flokksbræðra og systra Vilhjálms um, hans afsögn.

Menn fara gersamlega framúr sér og verða ofurviðkvæmir á hörundi vegna ákefðar að yppa nú sem mest þeirri skoðun, að einum beri sökin öðrum fremur.

Fabúleringar um ,,samsæriskenningar" er svo svo lítt silgt, að með hreinum ólíkindum er, nema ef metið er á meðal John í Westrinu.

Inn í íslenska pólitíkk smugu svonefndir Spinndoktorar, að bandarískum sið.  Þeir hafa sett frekar leiðan svip á þjóðmálin og umræður um þau.

Spunameistararnir vilja nú búa til ,,moment" fyrir ,,sína menn" og brúka til þess sömu verkfærin og tíðkast í ,,Kanans" landi.  Lygi, hálfsannleik, útúrsnúninga og það sem mest hefur verið brúkað nú upp á síðkastið er, fréttir af því sem ekki hefur enn gerst og hvað hugsanlega Gæti gerst EF........................

Bullið er OF amerískt og mikið í Dallas stíl, með svona pínu ,,Glæstar vonir" ívafi, fyrir min smekk.  Kann betur við eldra Evrópskt efni, svo sem etyður eftir List og svoleiðis nokk.

Miðbæjaríhaldið

engin Spinndoktor, né sæmsæriskenningar-smiður.

Bjarni Kjartansson, 15.2.2008 kl. 09:33

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sjálfseyðingaröflin hafa heltekið Sjálfstæðisflokkinn. Bræður munu berjast, eins og hér út af smáatriðum og orðalagi. Meðan vex Samfylkingin og eflist. Það hefur sennilega aldrei gerst að samstarfsflokkur íhalds í ríkisstjórn fari stækkandi og verði stærri en Flokkurinn.

Íhöld í Miðbænum og Ameríku ganga ekki undir heillastjörnu þessa dagana. Hverjum er ekki sama um Bjarna Benediktsson (segi þetta þó hann sé skyldur mér) eða Ronald Reagan. Fólk vill stjórnmál sem snúast um einhvern heimatilbúinn rembing, heldur hefur snertifleti við aðstæður daglegt líf almennings.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.2.2008 kl. 10:54

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

....Fólk vill ekki stjórnmál sem snúast ...

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.2.2008 kl. 10:56

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gunnlaugur minn!

Ert þú þessi umræddi Púki á fjósbitanum?  eða er það Samfylkingin??

Bjarni Ben var afar merkilegur stjórnmálamaður og jarðbundinn vel.

Kommum var ekki vel við hann og er raunar mein illa við hann ennþá.

ÞAð er svo erfitt að berjast við góðan orðstý.

Gæskurinn, þetta lagast allt með Vorinu og blessuð Sóleyin grær við vermisteina í Hljómskálagarðinum og fátt rýfur næturkyrrðina annað en þotur ríka liðsins sem er á þonum út um öll tímabelti, til að redda dílum okur ökllum til heilla.

Og Appelsínurnar verða bláar í henni Ameríku hvar Robin vörumerkið er talið gott en Jaffa er brúkað af trúföstum.

Við Íhaldsmennirnir látum okkur fátt um finnast, þó svo ungdómurinn fari með Himinskautum, vitum sem er, að Ikarus fló hátt og ku hafa hrapað fast.

Því iðkum við kurteisi manna á meðal og þegar við leggjum höfuðin á koddan að afloknu dagsverki, vonumst við til þess, að Samviskan dæmi okkur vel.

Við Friðjón hittum st líklega einhverntíma á Landsfundum framtíðarinnar og getum tekið eina bröndótta þar eða bar hérna á síðum Mbl.is

Jafngóður og hver annar vetvangur.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 15.2.2008 kl. 11:26

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Afsakið en Friðjón!

Mikið ofboðslega leggur þú þig mikið í framkróka um að misskilja og afflytja það sem ég reit í athugasemdardálkinn.

Kærar Íhaldskveðjur

og hófstilltar

Miðbæjar--þú veist

Bjarni Kjartansson, 15.2.2008 kl. 11:28

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það þarf engan púka inn í leikritið - þið virðist flestir sameinast um að gera ástandið í flokknum að farsa þessa dagana. Ég gleðst aldrei yfir óförum annarra einstaklinga, en það er þó ánægjulegt að sjá jafnt í Ameríku sem Reykjavík fjara undan valdablokkum sérhagsmuna.

Það er í raun ekkert sem sameinar nema reglan um að ef þú klappar mér, þá skal ég klappa þér, einhverjar trúarsetningar í viðskiptum og valdasnobb. Gott væri ef næsti meirihluti í borginni tæki niður styttur af Bjarna Ben og Ólafi Thors og öðrum sem eru að næra einhverjar íhaldssálir. Það er búið að taka Stalín og Lenín af stalli í Moskvu fyrir löngu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.2.2008 kl. 13:08

10 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Kæri Bjarni

Ég ber engan kala ti þín, og ég vona að það sé gagnvæmt. Afsakaðu að þú varðst skotspónn stríðni minnar í dag. En allt sem liggur þar að baki er stríðni og púkaskapur.

Við erum kannski ósammála um sumt í okkar ágæta flokki, en ég held að við stefnum báðir að sama marki. Að hann nái aftur fyrri glæsileik og styrk. Ég trúi að stundum þurfi illt með illu út reka. Á þeim tímum sem þú vísar til var styrkur ómerkilegra og ómálga sölumanna öllu minni og ekkert undirselt blindum metnaði mæðra. Hin sviðna jörð er ekki eftir mig eða sexmenningana þar fóru aðrir um með elda. Í áraraðir hafa menn bitið í tungur þegar reglur eru brotnar og  hefðum slitið, sá tími er liðinn.

Það er svo varla orðum eyðandi á smekkleysu Gunnlaugs B. Ólafssonar að leggja að jöfnu fyrrverandi formenn sjálfstæðisflokksins og fjöldamorðingjana sem hann og vinir hans í Samfylkingunni dáðu í eina tíð.

Friðjón R. Friðjónsson, 15.2.2008 kl. 14:45

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Friðjón, ég þekki ekkert til í Rússlandi og hef þaðan af síður dáð foringja þeirra í stjórnmálum. Hinsvegar er margt líkt með myndastyttu og málverkakúltúr Sjálfstæðisflokksins og því sem viðgekkst í Rússlandi Stalínismans. Sé líka að þú bregst illa við þeirri hugmynd að þeir verði teknir af stalli.

En vonandi náið þið einhvern tíma fyrri "glæsileika".

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.2.2008 kl. 15:06

12 identicon

Friðjón,

Getur ekki verið að hann Ágúst hafi verið beðinn um að skipuleggja þennann fund?

Ef svo er þá er þetta gott dæmi um starfshæfni hans.

Kveðja

"Einn sem þekkir of vel til"

Vill ekki segja það (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband