Nú er nóg komið...

Tak, men nej tak.Farsinn í borginni er fyrir löngu kominn út fyrir allan þjófabálk. Blaðamannafundurinn í Valhöll var óskiljanlegur skrípaleikur. Einhver þarf að segja Vilhjálmi að það er ekki nóg að sitja undir málverkinu af Bjarna Benediktssyni til að vera leiðtogi og borgarstjóri. Einhver þarf að segja starfsmönnum Sjálfstæðisflokksins að þessi framkoma við fjölmiðlana er í besta falli viðvaningsleg og í versta falli skemmandi fyrir orðspor og málstað flokksins.

Svo er komið nóg af hringingum ofan úr Vegmúla í Reyni Traustason. Fyrst lak þaðan nafn Guðfinnu Bjarnadóttur sem borgarstjóraefni eins og Hjörtur Guðmundsson hefur sýnt fram á. Nú hef ég ekkert út á Guðfinnu að setja, en henni og Sjálfstæðisflokknum yrði enginn greiði gerður með því að kalla inn umboðslausan borgarstjóra. Það var ástæða og tilgangur með prófkjöri, við völdum lista. Hanna Birna var ekki bara í öðru sæti heldur fékk hún langflest atkvæði allra, hún fékk fleiri atkvæði en Vilhjálmur og Gísli í heildina og hún fékk tvöfalt fleiri atkvæði í annað sætið en Júlíus Vífill. 85% kjósenda í prófkjörinu greiddu Hönnu atkvæði og tæplega 6 af tíu settu hana í annað sætið. Að ganga framhjá henni væri að ganga framhjá vilja sjálfstæðismanna.

Nýjasta sendingin sem svo lekur ofan úr úr ráðuneyti heilbrigðis er dæmalaus árás á varaformann flokksins á DV.is. Ég er algjörlega hættur að skilja hvað þetta fólk er að hugsa.

Einn af mörgum kostum varaformannsins er sá að hún hefur verið hafin yfir þessa svokölluðu arma, hún sótti stuðning yfir allan flokkinn, um allt land. Ef þessir armar mótast á afstöðu manna til slagsins um 2. sætið í Reykjavík haustið 2006, þá var það þó þannig að í hennar nánasta stuðningshóp var fólk sem síðar studdi Guðlaug og fólk sem studdi Björn. Þorgerður er ekki hluti af þeim átökum.  Að draga hana svo inn í pólitískt harakiri fyrrverandi borgarstjóra er smekklaust og óþolandi.

Það er eins og menn hafi áttað sig á því að holan sem þeir voru að grafa var orðin of djúp til að þeir kæmust uppúr henni. Því reyna þeir að draga aðra niður í hana til sín. 

Er það markmið þessa fólks að skemma flokkinn? Trúir það því að þau geti sabóterað flokkinn mánuðum eða árum saman og látið svo eins og ekkert sé?

Hvaðan gott kemur og hvaðan vont kemur, er geymt en ekki gleymt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála þér - mál er að linni og menn fari að sýna smá félagsþroska.

PS: Málverkið var af Bjarna Ben. 

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 02:36

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Takk fyrir ábendinguna, ég átti í erfiðleikum með að sjá myndina í útsendingu Rúv.

Friðjón R. Friðjónsson, 12.2.2008 kl. 03:19

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Friðjón, þetta er nú afar billeg ,,greining

2 á stuðningi flokksmanna við Hönnu, ekki svo að skilja, að Hanna sé ekki allra góðra kosta.

Hún fær ekki ,,stuðning" svona stórs hluta flokksmanna. 

Lang stærsti hluti þeirra sem kusu, annaðhvort Gísla eða Vilhjálm, settu ,,konu" í annað sætið og því naut hún kynferðis og fæéttulisat-pælingum, sem mjög var fram haldið í prófkjörinu af stuðningsmönnum hennar og svosem annarra líka.

Þetta er svona baksýnisspegla-greining.

Ég bendi þér á, að það er HEFÐ innan raða borgarstjónarflokks Sjálfstæðismenna, að kjósa innan þeirra um næsta oddvita EF með þarf.

Við erum nú ekki mikið í því, að brjóta HEFÐIR við íhaldsmennirnir.

ÞAð er alls óvíst, hvernig sú atkvæðagreiðsla fer og ætluð svik og vél við Vilhjálm með fundarhöldum í Valhöll, svona fyrir um það bil 100 dögum, er enn afar fast í sinni mjög margra flokksmanna, sem eru vandir að virðingu sinni og Flokksins.

Það er nefnilega EKKI HEFÐ fyrir baktjaldamakki og misauglýstum fundum um hæfi oddvita okkar.

Miðbææjaríhaldið

met mikils hreinskipti.

Bjarni Kjartansson, 12.2.2008 kl. 09:46

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

 

Ég vil hafa hlutina einfalda.  Svona röfl er ástæðulaust.

Því ver sem þetta vinstra pakk, kommar og þvíumlíkt, talar um einhvern, Vilhjálm Þ., eða einhvern annan, því hærra rís stjarna þess aðila í huga mínum.

Sigurbjörn Friðriksson, 12.2.2008 kl. 10:14

5 identicon

Ég er ósammála Bjarna varðandi fundinn fræga í Valhöll. Borgarfulltrúarnir sviku ekki Vilhjálm heldur hafði hann svikið þá með einleik í mörgum málum. Vilhjálmur stundaði nefnilega í borgarstjóratíð sinni að vaða í fjölmiðla með alls kyns yfirlýsingar, sem í mörgum tilfellum drógu dilk á eftir sér. Má þar nefna brunann í miðbænum, spilasalinn og bjórkælinn fyrir utan stóru bombuna. Samráð við félaga sína var honum greinilega ekki ofarlega í huga.

Kristján Jónsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 13:53

6 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Bjarni

ég verð að taka undir með Kristjáni Jónssyni. Það sem kemur út úr REI málinu og reyndar fleiri málum er að Villi er vonlaus borgarstjóri.  Það var hann sem gróf sér þessa holu sem hann er kominn í. Sexmenningarnir voru í fullum rétti og í raun bar þeim skylda til að stoppa hann af. 

Hvað hefði gerst ef þau hefðu tekið þátt í rugli Binga og Villa. Jú við værum búin að afhenda Hannesi Smára og Bjarna Ármanns Orkuveituna. VG-liðar skrifa daglega greinar í blöðin til að reyna sannfæra þá sem nenna að lesa um að Svandís hafi stoppað málið ein og óstudd. Svo var ekki, það hefði ekkert gerst ef Sexmenningarnir hefðu ekki sagt hingað og ekki lengra.

Við stöndum í þakkarskuld við þau.  Svikabrigsl þín, Bjarni eru ósmekkleg og ósönn.

Friðjón R. Friðjónsson, 12.2.2008 kl. 14:43

7 identicon

Ánægður með þig Friðjón. Ég er þér algjörlega sammála, Villi á að hætta. Það er eina lausnin í þessu máli. Hann er búinn að skaða flokkinn og mun halda því áfram á meðan þessi vitleysa dregst á langinn.

Kristján Bragason (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 15:08

8 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Ein viðbót Bjarni

Hver er hefðin?

2003 hætti Björn og númer 2 Vilhjálmur Þ tók við. 

1998 hætti Árni Sigfússon og þá steig Villi til hliðar og Inga Jóna númer 3. tók við.

1994 hætti Markús Örn og númer 2 Árni Sigfússon tók við.

1991 hætti Davíð, meirihluti borgarstjórnarflokksins vildi taka við. Magnús L. var númer 2.  Katrín Fjeldsted  númer 3, Villi númer 4 og Árni Sigfússon númer 6. En þau höfðu ekki fengið sæti sín í prófkjöri heldur uppstillingu. Því var krafa þeirra byggð á veikum grunni.

Þar áður var Davíð Oddson valinn oddviti í maí 1980 að tillögu Birgis Ísleifs sem var í 1. sæti í kosningunum 1978.

Mér sýnist ekki vera nein sérstök hefð á þessu. 

Friðjón R. Friðjónsson, 12.2.2008 kl. 17:08

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta með hefðina er samt svo, að ÞAÐ ERU EINGÖNGU FULLTRÚARsem KJósa eftirmann.

Um brigslyrði er ég algerlega ósammála þér og leyfi mér að tiltaka það afar skýrt, að það var EKKI fundarefni í Valhöll, að stoppa Villa í einu eða neinu.  Þau vildu SUM SELJA STRAX og heldur því vörn þín og sumara annarra vart vatni.

Það hefur oft hvesst mjög innan raða borgarstjórnarflokks okkar ENengum hefur dottið í hug, að nánast auglýsa fund ánoddvita í félagsheimili okkar Valhöll.

ÞEtta var ekki bara ódannað og algerlega utan siðaðrar mennsku, heldur lítilmótlegt og mér algerlega óskiljanlegt, að Geir hafi tekið þátt í þessu með því að mæta NEMA AÐ SKÝRINGAR handgenginna manna honum, um að hann hafi EKKIVITAÐ að Viljhálmur hefði ekki verið boðaður.

Ég læt hann segja mér annað, ef það er sannara.

Ég hef verið í Flokknum fra´mjög ungum aldri og gekk í hann með bevís frá Bjarna Benediktssyni, sem reit á blað, að ég hefði nægan pólistískan þroska til að ganga inn í Heimdall, þrátt fyrir að nokkuð skorti upp á árrafjöldann. 

Pabbi hans Birgis okkar tók á móti mér, ásamt og með Frikka Sóphussyni, þa´nýgegnum inn.

Aldrei hef ég horft uppá viðlíka árásir á flokksbróður, sem ekki hefur gengið úr Flokknum.  Þetta er gengið lengra en árásirnar á Albert heitinn, aðferðir, sem ég kunni ekki við.

Ég brygsla engum, ég segi mína meiningu umbúðalaust.

Mínar skoðanir eru byggðar á afar gömlum merg Íhaldsmanna - langt aftur í ættir og þeim ræktaða sið, að sífr og undirlægjuháttur við andstæðinga, með vélum við samherja eru ekki viðtekin.

Aristokratískur siður leyfir ekki slíkt, hvorki hérlendis né erlendis.

 hugsanlega meira seinna

MiðbæjarÍHALDIÐ

Bjarni Kjartansson, 13.2.2008 kl. 16:03

10 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Bjarni

Ég man ekki betur en Geir hafi sagt að hann vissi að Vilhjálmur yrði ekki á fundinum og það væri ekkert tiltökumál því þeir talist við svo að segja daglega. 

Traust og hollusta eru ekki einstefnugötur í því liggur misskilningur þinn. Framganga þáv. borgarstjóra var með þeim hætti að hann fyrirgerði bæði trausti og hollustu annarra sjálfstæðismanna.  REI málið er ekki einstakt, það væri barnaskapur að halda það.

Því var fundur borgarfulltrúana með Geir viðleitni þeirra til að leysa málið, ekki til að grafa undan Vilhj.  Viljinn til að selja strax sljákkaði þegar ljóst var um 20 ára þrælasaminnginn. 

Friðjón R. Friðjónsson, 13.2.2008 kl. 17:55

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Eins og ég sagði, í fyrra innleggi, Geir segir mér það þá sjálfur, næst að við hitumst.

Ég hef hvergi sett á blað eða á Etherinn, að Vilhjálmur væri turbo-borgarstjóri.

Ég hef lýst þeirri skoðun minni, að nag færi Flokknum EKKI gæfu, hvort sem er vegna undirtekta við væl andstæðinga eða einfaldlega hálfsannur stuðningur við einhvern.

Ég sagði í fyrri innleggjum, að ég VISSI að áður hafi hvesst mjög í borgarstjórnarflokki okkar og stundum hafi leiðtogar okkar spilað nokkuð sóló, án þess, að vera nánast útspýttur á þorpi hvar næðingur andstæðinga nær beini.

Ég hefði viljað að menn gerðu upp sín mál innan hópsins ALLS og talað ÞAR um hugsanlegan ágreining eða áherslumun.

Veit að þú var venjan og er þar kominn partur af því, hve farsælt oft hefur verið, að leita til Sjálfstæðisflokksins um stjórn Sveitafélaga og ríkis.

Við höfum verið svo heppin í mínum ástsæla Flokk, að þar hafa valsit til áhrifa vel uppalið fólk, með þróað og alið eðli.  Þar hafa ekki tíðkast aðferðir Götustráka, né stúlkna.  ÞAð  hefur ríkt yfirbragð góðs uppeldis.

Hinir flokkarnirhinátt við þann leiða innanhúsvanda, að dónar hafa getað vaðið uppi og skemmt mjög fyrir bæði samherjum, sem og því, sem hóp þeirra hefur verið falið og TRÚAÐ FYRIR.

Ég legg afar mikið uppúr, að menn kunni að berja eðlið undir skynsemina og að menn viti, hvenær mannlega eðlið er orðið of ráðandi og hvenær skólun hugans ætti að taka við.

ÉG sé afar mikið eftir mörgum samstarfsmanninum, sem ég hef kynnst í Flokksstarfinu en fáum jafn sárt og Einars Odds, þar fór sannur Íslendingur með grundvallandi þekkingu á Höfuðsyndunum Sjö og Náðarmeðulunum Sjö.

Geir Hallgrímsson var einnig afar hreinn og beinn og vel uppalinn, fór hvergi offari en gekk fram með festu. 

Svona mætti lengi telja og það er hárrétt, sem hún frænka mín Auður Auðuns sagði mér kornungum, um vetvang stjórnmála.  Hún bað mig skoða muninn á framferði ,,bolsanna" sem voru hvað mest áberandi í umræðunni og þjóðmálum þess tíma annarsvegar og Sjálfstæðisfólkinu hinnsvegar.  Hver er helsti munurinn?

Jú uppeldið virðist hafa eppnast betur innan raða Sjálfstæðismanna en hinna.

Þessvegna geri ég afar RÍKAR KRÖFUR UM FRAMKOMU innan hópa míns ástsæla Flokks.

Ég geri engar kröfur til hinna, því mér er alveg hjartanlega sama um þá.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 14.2.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband