SÁÁ og vínið

Það er ekkert sérstaklega traustvekjandi að SÁÁ fari rétt með niðurstöður þessarar sænsku rannsóknar sem þeir vísa í, þegar þeir klúðra nafni rannsakandans. 

Á heimasíðu SÁÁ er vísað í sænsk-ameríska rannsókn sem þegar búið er að snúa henni upp á Ísland á að færa sönnur á því að ef lagafrumvarp Sigurðar Kára nær fram að ganga,þá tapi 50 fleiri íslendingar lífi en annars á ári hverju. 

Mig fýsti að lesa eitthvað um þessa rannsókn Harorlds Hunter sem SÁÁ vísar til  og mér gekk satt að segja bölvanlega að finna eitthvað eftir Harold Hunter um áfengisvarnir. Harold Hunter var víst skeitari sem lést langt fyrir aldur fram og í líki hans fannst mikið magn kókaíns. Honum gafst því skiljanlega lítill tími til ritstarfa.

Það er magnað af SÁÁ að slengja fram svona fullyrðingu, væna flutningsmenn frumvarpsins um að viljandi ætla að stuðla að dauða fólks en geta svo ekki farið rétt með grunnatriði eins og nafn höfundar skýrslunnar sem vísað er til.  Þar til SÁÁ kemur fram með málefnalegt innlegg í umræðuna þá verður ekki mark á þeim takandi. Til dæmis gætu þau byrjað á því að birta allt viðeigandi efni úr skýrslu Harolds Holder sem þau eru líklega að vísa til. en þótt SÁÁ gerði það þá eru samtökin búin að sýna það að þau geta varla talist faglegur aðili í umræðunni og því verður erfitt að taka mark á framlagi þeirra.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki akkúrat það sem fólst í smjörklípuaðferð Davíðs? Beina sjónum frá aðalatriðum að aukaatriðum?  Ertu semsagt að halda því fram, að SÁÁ fari rangt með efnislega með rannsóknarniðurstöður og áratugareynslu?

Gus (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 11:33

2 identicon

Það þarf ekkert að vísa í neina rannsókn til að telja mér trú um það að  brennsinn eigi bara að vera til sölu í átvr.  Áfengi er löglegt á Íslandi og þess vegna á að selja það í búðum.  Ef að fólk deyr að völdum áfengis er það vegna þess að þeir einstaklingar eru áfengissjúklingar, og skiptir þar engu hvort stöffið er keypt í Bónus eða átvr.    Tóbak er hægt að kaupa í öllum sjoppum og bensínsstöðvum...en maður þarf að gera sér sér ferð á bílnum til að ná sér í rauðvínið.  (talandi um aukna bílanotkun og mengun) 

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 11:38

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Það er nú til eitthvað sem heitir prentvilla. og varðandi aðgengi að áfengi,þá held ég,  best sé að láta Ávr um það.Megnuninni má sleppa með því að ganga,og ef það er of langt, má sleppa áfenginu

Ari Guðmar Hallgrímsson, 22.10.2007 kl. 11:45

4 identicon

Prentvilla....?  Ávr... hvad er det for noget? 

Jóna Jóns (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 13:52

5 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Íslendingar skilja þetta ,halt þú þig bara við dönskun.

það nota þetta margir yfir Áfengisverslun ríkisins,ÁTVR er ekki til í dag

Ari Guðmar Hallgrímsson, 22.10.2007 kl. 13:57

6 identicon

......ekki til?  Farðu inná atvr.is .......og sjá ...gamla ríkisverslunin er sprelllifandi, og það sem verra er að það er ómögulegt að koma því fyrir kattarnef. 

Jóna Jóns (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 14:23

7 identicon

....þegar gamla fólkið ætlar sér að fara stjórna landinu.....unga fólkið er á fullu að reyna að koma þjóðfélaginu inn í 21.öldina og lagfæra ýmislegt sem betur má fara, td einokun ÁTVR....hvað skrímsli er það?? Og hugsið ykkur rökin sem risaeðlurnar hafa til að réttlæta einokunarversluninni. Það er eins og verið sé að lögloeiðpa fíkniefni. Nei gamla fólk og allir kommar landisn. Við krefjumst að fá sömu réttindi og íbúar annarra vesturlanda. Þið sem vilja það ekki getið flutt til Kína eða N-Kóreu...Flott hjá þér Friðjón. Alltaf á vaktinni.....

pétur svavarsson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 16:47

8 identicon

Mér þætti þá forvitnilegt að sjá rannsókn um spilakassa. Hræsni dauðans. Álíka gáfulegt og að AA væru með keðju af börum um landið.

Hlynur Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:50

9 identicon

Voðalega eiga menn bágt sem fara fram af þvílíkum ofsa vegna ríkisfyrirtækis, þvílíkur rétttrúnaður á frjálshyggjunni. Vonandi verður þitt barn ekki fórnarlamb áfengis.

Valsól (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 10:26

10 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Berglind, Það er alrangt að allir sem deyi af völdum áfengis séu áfengissjúklingar. Slík fullyrðing sýnir bara vanþekkingu þína á málefninu. Ef þið googlið alcohol og alcoholismi kemur líka fram að þau vestrænu ríki em opnuðu fyrir áfengissölu (t.d. Finnar, Englendingar og Skotar) dauðsjá eftir því núna þegar afleiðingarnar koma í ljós. Gríp hérna niður í texta frá Global Alcohol Policy Alliance og ég hvet ykkur til að skoða þessar tölur:

    "There is very strong evidence for the effectiveness of policies that regulate the alcohol market in reducing the harm done by alcohol. Alcohol taxes are particularly important in targeting young people and the harms done by alcohol in all countries. If alcohol taxes were used to raise the price of alcohol in the EU15 by 10%, over 9,000 deaths would be prevented during the following year and an estimate suggests that approximately 13bn Euros of additional excise duty revenues would also be gained. The evidence shows that if opening hours for the sale of alcohol are extended more violent harm results. The World Health Organization has modelled the impact of alcohol being less available from retail outlets by a 24 hour period each week; applying this to the Union finds an estimated 123,000 years of disability and premature death avoided at an estimated implementation cost of 98 million Euros each year."

Allt við þetta frumvarp er óábyrgt og ófaglegt. Og það að öll vestræn ríki hafi áfengi í matvöruverzlunum er beinlínis rangt. T.a.m hafa fjölmörg ríki Bandaríkjanna sérstakar vínbúðir líkt og við.

 Skoðið endilega eftirfarandi tengla, ykkur til fræðslu og yndisauka.

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1267141 

http://www.medicalnewstoday.com/articles/35849.php 

http://www.bmj.com/archive/7088e1.htm#4-ref4 

http://www.wrongdiagnosis.com/a/alcoholism/stats-country.htm 

http://www.hs.fi/english/article/Finland+has+highest+rate+of+cirrhosis+of+the+liver+in+Nordic+Countries/1076152945336 

http://www.emhf.org/resource_images/Part_07.pdf 

http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=6089

Páll Geir Bjarnason, 24.10.2007 kl. 22:18

11 identicon

Róa sig aðeins Páll Geir.....er nokkuð verið að lögleiða fíkniefni???? Meigum við á Íslandi ekki njóta sömu kjara og frelsis og aðrar vestrænar þjóðir????? Það eru kannski aðeins Svíar sem eru að bögglast með allt sitt "problem" og leifa ekki sölu afengis í alm verslunum.. En eru þeir eitthvað til fyrirmyndar (mannstu eftir heimskulegu mengjunum í stærðfræði...komu frá Svíunum....til eftirbreytni? )Hvers vegna er okkur Páll Geir ekki treystandi til að fara með áfengi eins og 95% öðrum vesturlandabúum??? Erum við eitthvað öðruvísi? Ég er fullorðinn maður og vil gera það sem mér sýnist við mitt líf...þarf enga "mömmu" á Alþingi til að segja hvað sé mér fyrir bestu. Ég mun kaupa bjór fyrir börnin mín þegar þau eru 18 ár og mega drekka í hófi í foreldra húsum. Engar E-pillur eða dóp. Bara gamla góða bjórinn. Engar "blöndur" eins og kyslóðirnar á undan drukku sér til ólífis...og kannski þú tilheyrir?) Ekki gleyma að áfengiskaupaaldur er 18 ár í Svíþjóð en 20 hér. Er það réttlátt Páll??

Pétur Svavarsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 00:27

12 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

það er einmitt ekki verið að lögleiða neitt. Það eru vínbúðir út um allt. En frumvarpið er meingallað og þjóðinn tapar á því.

Páll Geir Bjarnason, 25.10.2007 kl. 18:51

13 identicon

Að hvaða leiti er frumvarpið meingallað Páll Geir?? Þú verður að rökstyðja þessa fullyrðingu betur. Má ég spyrja þig í leiðinni hvort þú sért bindindismaður? Er ofstækið komið þaðan?

Petur Svavarsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:21

14 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ég bjó í Colorado um tíma og þar fæst ekki áfengi í stórmörkuðum. Einstaka bensínstöð selur bjór undir 3,2%. Eitthvað svipað þessu var þarna í kring, Utah t.d minnir mig. Ég held að þetta sé algengara í mið-vesturríkjunum.

Frumvarpið er gallað vegna þess að þarna er verið að taka hluta af ríkisverzlun og setja á almennan markað. Taka vímuefni úr ríkissölu og setja í frjálsa umferð. Fljótlega verður Ríkið svo gagnrýnt fyrir að vera í samkeppni við frjálsa markaðinn og þá verður öll salan komin á frjálsan markað. Ég sé ekki mun á áfengi og ávanabindandi lyfjum í apótekum og tel að Ríkinu beri skylda til að halda utan um verzlun með þetta.

Frumvarpið er gallað því í raun er verið að færa nokkrum fjársterkum aðilum alla áfengisverzlun og hagnað af henni á silfurfati. Ríkið hefur tekjur af áfengistollum en litlar af áfengissölu. Hugsanlega hækka "góðar" tegundir en "ófínni" tegundir gætu s.s. lækkað. Álagning ÁTVR er bara 13% sem þykir lítið og ólíklegt að stórmarkaðir sætti sig við það. Svo er pælingin að lækka áfengistolla, en þá er fyrirsjáanlegt að:
a) Tekjur ríkisins skerðast
b) Neysla eykst og kostnaður Ríkisins henni tengdur eykst

þ.e. Með aukinni neyslu eykst samfélagsvandi og kostnaður honum tengdur (heilbrigðis-, félags- og meðferðarmál plús löggæsla). Hins vegar eru tekjur Ríkisins af sölunni margfalt minni og hagnaður af sölunni er á höndum manna sem hafa ekkert með útgjöldin að gera. Þarna sé ég þjóðhagslega óhagstæða breytingu, sérstaklega með tilliti til þess að varan er leyfð og seld nú þegar í verzlunum um land allt. Ég einfaldlega sé ekki ágóðann af þessari breytingu. Mér sýnast flestir sem mæla með þessu tala út frá tilfinningunni einni. Ég hef hvergi séð svart á hvítu hver ávinningurinn er utan þess að nokkrar mínútur sparast. Ég held að ókostirnir vegi mun þyngra.

Þannig virðist mér þetta afar óábyrgt og ófaglega unnið í alla staði. Einu rökin eru "frelsi" en það er afar vandmeðfarið.

Páll Geir Bjarnason, 26.10.2007 kl. 14:39

15 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvort ég drekk eða drekk ekki skiptir ekki máli, en með röksemdarfærslum mínum vona ég að viðhorf mín eru ekki að litast af neinu ofstæki.

Páll Geir Bjarnason, 26.10.2007 kl. 14:41

16 identicon

Ég hef skoðað allar síðurnar sem þú gafst upp og kannað áreiðanleika kannanana sem þú vitnar í og ég hef algjörlega skippt um skoðun. Þetta er allt rétt hjá þér. Íslenska þjóðinni er ekki trúandi til að kaupa rauðvín eða bjór í Bónus....helvítis asni gat ég verið. Jóna Jóns sem vinnur á borði 12 í Hampiðjunni og Gunsi sem keyrir út kók og öll þau hin sem vit verður að hafa fyrir, verða bara að gjöra svo vel að fara í Rískisverslunina ef á að gera sér glaðan dag. það takmarkar drykkjuna í þessum vesalingum. Takk elsku Páll Geir.....ég hélt að við Íslendingar værum aðeins farin að verða eins og þau úti í Evróðu, en auðvitaðhafði ég rangt fyrir mér. Takk að opna augu mín. Ég mun aldrei smakka þennan vímugjafa framar...held ég. Ein spurnig samt: Hvers vegna er mesta drykkja í Evrópu per mannsbarn á Grænlandi þar sem erfiðast er að ná í áfengi og löggjöfin um áfengi sú strangasta á vesturlöndum? Kannski þarf bara að herða löggjöfina þar ennþá meira...enn þá hvernig? Eða kanntu einhver góð ráð við því Páll Geir?

Pétur Svavarsson fyrrverandi villitrúarmaðu (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 16:00

17 identicon

Þetta er góður pistill Fríðjón, það er athyglisvert að fara inn á saa.is og þar í umræðuna og lesa um ástandið á Vogi. Þar starfar alla vega einn virkur alkohólisti  og samtökin með allt niðrum sig að mínu mati. Ekki hægt að taka mark á þessu liði. Hæft fólk fæst ekki í vinnu þarna og ekki von á að veikir einstaklingar nái bata þegar enn veikari einstaklingur er ráðgjafinn. Eg get samt skemmt mer yfir því að lesa vitleysuna og fræðiblaðrið - þetta eru allt svo miklir fræðimenn að maður tárast bara. En samt er ekkert nýtt að gerast í meðferðarmálum hér á landi.

kv. anna

Anna (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 17:41

18 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Pétur Sævarsson, hafa skal það sem sannara reynist. Við skulum horfa framhjá þeirri staðreynd að Grænland er í N-Ameríku en ekki Evrópu en meðfylgjandi eru töflur sem sýna áfengisdrykkju miðað við höfðatölu í fjölda landa. Læt þetta fljóta með svona svo fólk átti sig á hvað er í gangi í heiminum.

Consumption of beer, wine, and distilled spirits in select countries, 2003

(in litres per capita of drinking-age population)countrybeerwinespiritstotal**
LPA**Luxembourg101.6*66.1*1.6*12.6*Hungary72.2*37.4*3.5*11.4*Czech Republic157.0*16.8*3.8*11.0*Ireland141.2*15.2*2.0*10.8*Germany117.5*23.6*2.0*10.2*Spain78.3*30.6*2.4*10.0*Portugal58.7*42.0*1.4*9.6*United Kingdom101.5*20.1*1.8*9.6*Denmark96.2*32.6*1.1*9.5*Austria110.6*29.8*1.4*9.3*France35.5*48.5*2.4*9.3*Cyprus60.0*17.8*3.9*9.0*Switzerland58.1*40.9*1.6*9.0*Belgium96.2*23.0*1.4*8.8*Russia32.8*8.6*6.2*8.7*Slovakia88.4*13.0*3.5*8.5*Latvia36.6*3.6*6.1*8.1*Romania67.0*23.0*2.0*8.1*Finland80.2*26.3*2.1*7.9*Netherlands78.7*19.6*1.5*7.9*Greece40.4*33.8*1.6*7.7*Australia91.5*20.4*1.2*7.2*Canada67.8*11.0*2.2*7.0*Italy30.1*47.5*0.4*6.9*New Zealand72.8*19.1*1.6*6.8*United States81.6*9.5*1.9*6.8*Poland79.0*11.9*1.3*6.7*Estonia75.0*3.4*1.3*6.5*Japan27.3*2.9*3.6*6.5*Argentina35.7*34.6*0.3*6.2*Uruguay16.7*33.3*1.1*5.9*Iceland55.8*12.0*1.2*5.4*Chile25.0*18.0*1.8*5.2*Bulgaria7.9*21.3*2.1*5.0*Malta39.7*22.3*0.7*4.9*Sweden54.2*16.6*0.9*4.9*South Africa56.0*8.6*0.8*4.6*Venezuela82.1*0.5*4.6*Norway50.5*12.4*0.8*4.4*Thailand24.3*3.1*4.3*Brazil49.7*1.9*1.5*4.2*China19.4*0.2*3.0*4.0*Colombia40.1*0.4*1.8*3.9*Taiwan27.5*0.5*0.7*3.3*Mexico46.9*0.2*0.7*3.1*

* Consumption data estimated from production data.
** Total litres of pure alcohol per drinking-age person. The alcohol content of beverages varies among countries.
Source: World Advertising Research Center, World Drink Trends 2005.

Hér höfum við hins vegar N-Ameriku og þar á meðal Grænland. Eins og sjá má er drykkja Grænlendinga miðað við höfðatölu langt undir því sem mest er í Evrópu. Aðeins fjórðungur af drykkjunni í Lúxembúrg og tveimur lítrum minna en hér á landi. Hins vegar hefur fíknisjúkdómurinn reynst mun ríkari í genum Inúíta og Indjána en Erópubúa. Hærra hlutfall þeirra verða sjúkdómnum að bráð.
  2003Region/ClassificationNorth America 8.5  ISO2003CountryBermudaBMU11.3CanadaCAN7.8GreenlandGRL3.4United StatesUSA8.6

Source World Health Organization (WHO). 2005. Global Alcohol Database. Geneva: WHO. Available online at: http://www.who.int/globalatlas/default.asp.

Fyrir mér snýst þetta ekkert um að hafa vit fyrir fólki eða grípa fyrir hendur þeirra. Mér virðist samt á viðhorfum og þeim staðhæfingum sem ég heyri hjá venjulegu fólki út í bæ að ekki veiti af. Bara í Lesbók Morgunblaðsins í gær var viðtal við yfirmenn á fæðingardeildum skandinavískra spítala og þar kemur fram að áfengisdrykkja í jafnvel mjög litlum mæli getur skaðað fóstur og eins að áfengisdrykkja sé mun skaðlegri fóstrinu heldur en neyzla harðra vímuefna. Hins vegar fer þessi neyzla oft saman og hefur því samanlagt enn meiri áhrif. Satt bezt að segja tel ég rétt að hafa vit fyrir fólki. Til þess höfum við dagmömmur, leikskóla, barnaskóla, menntaskóla háskóla, iðnskóla og svo lífið sjálft. Vinnumarkað, vini, félaga o.s.frv. Við mótum hvert annað með misgáfulegum skoðunum. Mér finnst eðlilegt að fólk skoði aðeins viðhorf sín og leiti sér upplýsinga á víðum grundvelli um allt þeim tengdum. Sé svo jafnvel reiðubúið til að bæla stolt sitt aðeins og hugsanlega skipta um skoðun ef þörf þykir. Sjálfur var ég fylgjandi þessum aðgerðum, að setja vín í matvöruverzlanir, þar til ég fór að kynna mér aðeins hvað gæti falist í því. Eftir dágóða stund fóru að renna á mig tvær grímur og nú er ég hreinlega á móti þessu. Sé engan ávinning. Fólki er auðvitað frjálst að hafa sína skoðun en mér finnst samt rétt að leggja orð í belg. Þannig myndast jú skoðanir, menn tala og rökræða sín á milli.

Hvað Anna segir finnst mér afar undarleg staðhæfing og spyr hvaða rök hún hafi fyrir þessu? Ég hef ágætis kynni af SÁÁ í gegnum mína fjölskyldu og veit að þar vinna óvirkir fíklar, aðstandendur þeirra og venjuegt fólk. Það að sjá starfsmann SÁÁ einhvers staðar að lyfta glasi þýðir ekki að þar vinni virkur alki. Ef hún byggir skoðun sína á því þá má benda á að hugsanlega er þar á ferð starfsmaður sem ekki er alkóhólisti. Mér sýnist á tölulegum upplýsingum að árangur SÁÁ sé ágætur. Samkvæmt ársskýrslu þeirra er það árangur sem meðferðarstofnanir um allan heim gætu verið stoltar af. Veit ekki á hverju þú byggir fullyrðingar eins og "vitleysu" og "fræðiblaður" en mér sýnist sem þar séu meðferðarúrræði í stöðugri þróun. Mér finnast þetta í hæsta máta undarlegar fullyrðingar og óvægnar ef ekkert er á bak við þær.

Páll Geir Bjarnason, 28.10.2007 kl. 13:55

19 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta varð eitthvað undarlegt, prófum þetta svona

Consumption of beer, wine, and distilled spirits in select countries, 2003

(in litres per capita of drinking-age population)

country beer wine spirits total**

LPA**

Luxembourg 101.6* 66.1* 1.6* 12.6*

Hungary 72.2* 37.4* 3.5* 11.4*

Czech Republic 157.0* *16.8* 3.8* 11.0*

Ireland 141.2* 15.2* 2.0* 10.8*

Germany 117.5* 23.6* 2.0* 10.2*

Spain 78.3* 30.6* 2.4* 10.0*

Portugal 58.7* 42.0* 1.4* 9.6*

United Kingdom 101.5* 20.1* 1.8* 9.6*

Denmark 96.2* 32.6* 1.1* 9.5*

Austria 110.6* 29.8* 1.4* 9.3*

France 35.5* 48.5* 2.4* 9.3*

Cyprus 60.0* 17.8* 3.9* 9.0*

Switzerland 58.1* 40.9* 1.6* 9.0*

Belgium 96.2* 23.0* 1.4* 8.8*

Russia 32.8* 8.6* 6.2* 8.7*

Slovakia 88.4* 13.0* 3.5* 8.5*

Latvia 36.6* 3.6* 6.1* 8.1*

Romania 67.0* 23.0* 2.0* 8.1*

Finland 80.2* 26.3* 2.1* 7.9*

Netherlands 78.7* 19.6* 1.5* 7.9*

Greece 40.4* 33.8* 1.6* 7.7*

Australia 91.5* 20.4* 1.2* 7.2*

Canada 67.8* 11.0* 2.2* 7.0*

Italy 30.1* 47.5* 0.4* 6.9*

New Zealand 72.8* 19.1* 1.6* 6.8*

United States 81.6* 9.5* 1.9* 6.8*

Poland 79.0* 11.9* 1.3* 6.7*

Estonia 75.0* 3.4* 1.3* 6.5*

Japan 27.3* 2.9* 3.6* 6.5*

Argentina 35.7* 34.6* 0.3* 6.2*

Uruguay 16.7* 33.3* 1.1* 5.9*

Iceland 55.8* 12.0* 1.2* 5.4*

Chile 25.0* 18.0* 1.8* 5.2*

Bulgaria 7.9* 21.3* 2.1* 5.0*

Malta 39.7* 22.3* 0.7* 4.9*

Sweden 54.2* 16.6* 0.9* 4.9*

South Africa 56.0* 8.6* 0.8* 4.6*

Venezuela 82.1* 0.5* 4.6*

Norway 50.5* 12.4* 0.8* 4.4*

Thailand 24.3* 3.1* 4.3*

Brazil 49.7* 1.9* 1.5* 4.2*

China 19.4* 0.2* 3.0* 4.0*

Colombia 40.1* 0.4* 1.8* 3.9*

Taiwan 27.5* 0.5* 0.7* 3.3*

Mexico 46.9* 0.2* 0.7* 3.1*

* Consumption data estimated from production data.

** Total litres of pure alcohol per drinking-age person. The alcohol content of beverages varies among countries.

Source: World Advertising Research Center, World Drink Trends 2005.

Páll Geir Bjarnason, 28.10.2007 kl. 13:59

20 identicon

Hafa skal það sem sannara reynist....segir þú Páll Geir. Hafðu þá nafnið á manninum rétt...hann Pétur er Svavarsson en ekki Sævarsson. Hvaða endalausa talnaruna er þetta sem þú ert að bauna á okkur.? Þú hittir naglann á höfuðið þegar þú heldur því fram að ríkið verður gagnrýnt fyrir það að vera í samkeppni við hinn almenna markað. Þetta er það sem við erum að segja kallinn, minn.....brennsann í búðirnar og burt með Ríkið. Ríkið á ekki að standa í verslunarrekstri.!

Jóna Jóns (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 19:41

21 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Svavarsson já, beint í mark ;)

Jóna, Finnst þér þá að búðir megi selja bara það sem því dettur í hug. Alveg sama hvert eðli vörunnar er?

Finnst þér þá líka eðlilegt að færa nokkrum vel efnuðum aðilum alla þessa verslun á silfurfati? Athugaðu að frumvarpið er þannig samið að einungis stóru keðjurnar uppfylla skilyrðin.

Ég er ekkert á móti t.d. að Vínbúðir verði settar upp bakvið kassana í stórmörkuðum, eins og mörg apótek, sjoppur, getraunakassar og gleraugnaverzlanir gera. Ég vill bara ekki sjá þetta í hillum búðanna við hliðina á vörum sem ekki eru vímuefni.

Ég vill líka tryggja tekjur ríkisins af þessari verzlun þar sem Ríkið þarf að borga brúsann af afleiðingunum.

Blessuð talnarunan varð aðeins meiri en ég bjóst við. Markmiðið var að sýna Pétri að fullyrðing hans varðandi Grænlendinga var röng.

Ég vill ítreka að ég hef ekkert á móti áfenginu sem slíku. Ég einfaldlega tel mannskepnuna ekki valda þeirri ábyrgð sem á hana er lögð í þessum tilteknu málum, og verið sé að gefa nokkrum mönnum ómældan auð sem réttilega ætti að vera ríkisins.

Páll Geir Bjarnason, 28.10.2007 kl. 21:59

22 identicon

Páll Geir, ég veit fyrir vissu að þessi aðili sem umræðir er virkur alkóhólisti, ég get mjög vel greint það hvort viðkomandi fái sé vínsopa eða sé virkur alkóhólist. Það er búið að benda stjórnendum á Vogi á þetta mál en því miður eru vinnubrögð þar svo slæm og einstefnan svo gríðarleg, frekjan og yfirgangurinn með ólíkindum, að ekkert hefur verið gert í málinu. Já þannig að ég fullyrði eins hátt og ég get að ekki er takandi mark á því sem þarf fer fram né því sem kemur frá þeim. Svo einfalt er það. Ég ætla ekki að kryfja þetta nánar hér en bendi þér á saa.is / umræðan/ ráðgjafi.

kv. Anna

Anna (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 22:19

23 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Sæl Anna

Ég er búinn að skoða þessa umræðu og sé ekki betur en þér sé svarað á yfirvegaðan og faglegan hátt. Þú skellir þarna fram orðrómi, segir "ég hef heyrt" og í öllum alvöru fyrirtækjum fá menn að njóta vafans þar til annað sannast. Svo verður þú bara reið þegar menn sýna stillingu og reyna að tala við þig á raunsæjum nótum. Kastar strax fram að "þetta sé eitt stórt grín" og "Vogur hafi misst allt traust". Sakar menn um "ófagleg vinnubrögð". Sakar svo menn um að fara í vörn í stað þess að gefa einhverjar frekari upplýsingar. Það er nóg af orðrómi um hitt og þetta í þjóðfélaginu og vita vonlaust að hlaupa upp til handa og fóta í hvert skipti sem einhver fer að bera út slíkt. Ég skil þetta ekki sem svo að þú sért sökuð um lýgi en sönnunarbyrðin hlýtur að vera á þínum höndum, ekki SÁÁ. Mér finnst þú ekki koma vel frá þessari umræðu þarna, því miður. Ertu viss um að þessi maður vinni þarna ennþá? Þú segir að "réttir aðilar aðhafist ekkert". Hvað hefurðu fyrir þér í því? Hvernig veistu að ekki sé búið að kalla alla ráðgjafanema til viðtals?

Mér finnst þetta ansi spennandi, segðu mér endilega meira frá þessu máli

Páll Geir Bjarnason, 28.10.2007 kl. 22:53

24 identicon

Ég veit of mikið, þess vegna get ég sagt allt það sem ég segi þarna, ég get aftur á móti ekki gefið þér allar þær upplýsingar. En yfirmenn á Vogi hafa fengið þær. Já ég veit að þessi aðili vinnur enn þarna, tók reyndar ekki fram að þetta væri maður.

A.

Anna (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 09:48

25 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Maður getur verið kona eða karl. Fyrst yfirmennirnir vita af þessu þá myndi ég nú bara treysta því að þeir skoði málið. Þeir ættu nú að geta sigtað út virka alka, það er þeirra starf. Ég efast um að það fari framhjá Þórarni og co. að starfsmaður væri í neyzlu því öll vinna þarna er teymisvinna. Enginn er eitthvað einn út í horni að gera það sem hann vill.

En hvernig getur maður vitað að þú sért ekki bara eitthvað klikkuð eða bitur? ;) Vona að þú takir því ekki illa, kasta þessu bara svona fram.

Páll Geir Bjarnason, 29.10.2007 kl. 21:12

26 identicon

Svo framalega sem verslanir selja löglegan varning, mega þær selja það sem þeim sýnist. það er engin að færa neinum neitt á silfurfati, hvorki auðmönnum né öðrum. Ef kaupahéðnar sjá akk í því að setja upp vínbúð eða selja vín í verslunum sínum er það bara gott mál. Þeir sem bjóða uppá bestu vöruna og bestu þjónustuna munu örugglega fá "bestu" kúnnanna. Stórmarkaðir eru ekkert endilega góðir í að selja fólki sælkeravörur, eins og vínið er, heldur frekar að vínverslanir verða eins og hverjar aðrar sérvöruverslanir, eins og ostabúðir, kjötbúðir, fiskbúðir....og fleiri gourmet verslanir.

Jóna Jóns (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 21:32

27 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Minni aftur á að áfengi er vímuefni sem um gilda alls kyns lög og reglur. Það er ýmislegt sem má ekki gera eftir neyzlu þess samkv. lögum. Það má ekki neyta þess á almannafæri og ekki einu sinni vera á almannafæri undir áhrifum þess. Þetta er ekki neyzluvara eins og smjör, skyr og brauð. Efnið er ekki einu sinni löglegt nema að hluta til. Læknaspíri t.d. er ekki söluvara á almennum markaði þó þar sé nánast einungis um áfengi að ræða.

Sælkerar eru nú minnihluti áfengiskaupenda mundi ég halda. Er það ekki fjöldinn sem er helsti markhópurinn? Er ekki aðalmarkmiðið að koma áfenginu í matvöruverzlanirnar? Nú er bjór minnst fimm sinnum söluhærri en en vín hér á landi, en er um sérstakan sælkerabjór að ræða? Er jafnmikill gæðamunur á bjór og víni? Fær maður sér fínan bjór með steikinni?

Þegar uppi er fákeppni eins og hér er ekki um neina samkeppni að ræða. Minni spámenn geta ekki keppt við risana og í raun eru það bara risarnir sem uppfylla skilyrði frumvarpsins. Sjáðu hér

„Sveitarstjórn er óheimilt að veita smásöluleyfi fyrirtækjum sem stunda blandaða smásöluverslun aðra en rekstur stórmarkaða eða matvöru- eða nýlenduvöruverslunar, svo sem starfsemi sem fellur undir eftirfarandi ÍSAT-flokka: 50.11.4 (söluturnar), 50.11.5 (söluturnar með ís eða samlokugerð), 50.11.6 (matsöluvagnar) og 52.12 (önnur blönduð smásala). Þá er sveitarstjórn óheimilt að veita smásöluleyfi til blaðsöluturna, sbr. ÍSAT-flokk 52.26, og myndbandaleigna, sbr. ÍSAT-flokk 71.40.1.“

Eins og sjá má er ekki ætlast til þess að aðrir en burgeisarnir fái að selja vöruna. Hvernig ætli standi á því? Ætli verið sé að stunda hagsmunapólitík? Ætli tilgangurinn sé að koma víni á peningamyllu viðskiptarisanna í skjóli þess að málefnið er tilfinningamál fyrir marga?

Þú segir vínvöruverzlanir sem sérvöruverzlanir! Hvað eru Vínbúðirnar í dag? Eru þær ekki einmitt það, sérverzlanir með vín? Þá sýnist mér öll breyting vera bara óþarfi eða hvað?

Ítreka að ég hef ekkert á móti víni eða frjálsri verzlun. Þetta er í fyrstalagi vímuefni sem hefur áhrif á heilann og dómgreindina og þarf samfélagslegt aðhald

í öðrulagi er bara verið að fórna peningum ríkisins og færa þá til viðskiptalífsins

Páll Geir Bjarnason, 29.10.2007 kl. 22:03

28 identicon

Tóbak er vímuefni sem um gilda lög og reglur. Tóbak er selt á kassa í verslunum. Finnst þér ekkert athugavert við það. ? Þú getur ekki sagt í sömu setningunni að þú sért fylgjandi frjálsri verslun og andvígur sölu víns í öðru en ríkisverslunni. Sú fullyrðing gengur þvert á hvor aðra. Það getur vel verið að Ríkið sé sérvöruverslun en þar sem hvorki er um samkeppni né frjálsa verslun að ræða er viðskiptaumhverfið óhollt. Sem betur fer eru lögin þess eðlis að þau breytast og endurnýjast í takt við áherslur samtímans. Þú getur tæpast flaggað þessari klausu þegar búið verður að leyfa sölu áfengis í verslunum. Ég mun aldrei trúa því (þrátt fyrir allar krækurnar og talnarunurnar) að með því að hafa þessa sölu frjálsa séum við að búa til fleiri alkahólísta. Þeir eru og verða alltaf til. Að halda að sælkerar séu í minnihluta áfengiskaupanda skjátlast þér heldur betur. Ég veit ekki um einn einast sælkera sem drekkur djús með matnum. p.s. já það er til sælkerabjór.!

jóna Jóns (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 22:41

29 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Tóbak er ekki vímuefni, það inniheldur nikótín veldur fíkn en tóbak er ekki flokkað sem vímuefni. Það gilda lög og reglur um tóbakssölu og þau eru þverbrotin. Unglingar undir 18 ára geta keypt tóbak í meirihluta verslana í hvert skipti sem gerð er könnun á því. Það er miklu lílegra að afgreiðslufólk í matvöruverzlunum sjái í gegnum fingur sér en starfsfólkið í vínbúðunum. Það er lílegra en ekki að fólk undir lögaldri geti nálgast áfengi ef af þessari breytingu verður.

Ég get vel sagt í sömu setningu að ég sé fylgjandi frjálsri verzlun og rekstri ríkisrekinna vínbúða af þeirri einföldu ástæðu að áfengi er ekki hefðbundin neyzluvara. Ríkið hefur ekki einkarétt á áfengi. Það má hver sem er flytja inn bjór og vín og margar heildsölur gera það að undangegnum ákveðnum skilyrðum. Það er ekkert einhver kall í ríkisskrifstofu sem tekur ákvörðun um hvaða vín er flutt inn í landið. Barir, veitingahús og alls konar bensínsjoppur um allan hringveginn selja áfengi. Tóbak er selt í sjoppum og búðum í valdi hefðarinnar. Samt gilda ströng lög um söluna. Varan má ekki sjást og á hana eru lögð há gjöld. Allt er reynt til að sporna við reykingum. Þess vegna er undarlegt að ætla að setja vín í matvöruverzlanir þegar allt bendir til þess að eftir einhver ár eða áratugi fari menn að berjast fyrir að losna við það þaðan aftur, alveg eins og Finnarnir eru að gera. Við erum ekkert öðruvísi en annað fólk.

Það eru aðalatriðin í mínum augum. Lækkun og aflagning gjalda af áfengi felur í sér aukna neyzlu og aukinn kostnað fyrir samfélagið. Ágóðinn fer hins vegar í vasa þeirra sem ekkert hafa með útgjöldin að gera. Að setja vímuefni í hillur búðanna við hliðina á venjulegum neyzluvörum eru brengluð skilaboð til fólks. Það er mikill eðlismunur á áfengi annars vegar og mat- og nauðsynjavöru hins vegar.

Mér finnst ekkert að því að hafa eins konar búðir í búðunum eins og lyfsölur gera núna bakvið kassana í stórmörkuðum. Þá þarf fólk ekki að flakka milli búða, getur gert sín innkaup í sama húsinu. Svo auðvitað er þetta þannig í Kringlunni, Hagkaupum Eiðstorgi, Smáralind og Spönginni Grafarvogi.

Þannig vil ég ítreka að ég hef ekkert á móti áfenginu í sjálfu sér, ekkert frekar en öðrum hættulegum hlutum. Ég vil hins vegar að það sé eitthvað vit í svona aðgerðum. Það sé horft aðeins til framtíðar og skoðaðar afleiðingarnar. Athuga hvaða aðferð kemur best út fyrir þjóðfélagið í heild. Það má vel vera að einn góðan veðurdag endi vín í hillum Hagkaups. Mér finnst það samt þversagnakennt því það stangast á við markmið og stefnu í heilbrigðismálum.

Páll Geir Bjarnason, 30.10.2007 kl. 14:52

30 identicon

Ég held að það nenni enginn að svara þér meira Páll.....held hreinlega að þú sért að tapa glórunni. Ef þetta er ekki fanatík þá er ekki til nein fanatík. Er einmitt á sama máli og Jóna Jóns að það sé æskilegt að það komi hérna gourmet verslanir sem selja léttvín, geri mönnum kleift að smakka vöruna og kennir manni um sögu og uppruna og staðreynda góðs víns. Hreinlega að kenna fólki að fara með góð vín. En þú hjakkar í sama farinu, farinn m.a. að blanda drykkju ófríksra kvenna í málið. Er ekki allt í lagi. Halló....þetta frumvarp er að aflétta einkasölu ríkisins á léttvíni og bjór EKKERT ANNAÐ..

Pétur Svavarsson (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 22:40

31 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

þú svaraðir nú samt.Vona að þúhafir orð mín í huga þegar þau rætast.

Páll Geir Bjarnason, 31.10.2007 kl. 00:51

32 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Páll Geir

Það er rangt sem þú heldur fram að eingöngu risarnir á matvörumarkaðnum geti selt vín, verði frmvarpið að lögum.  Þú ert eitthvað að misskilja textann sem þú vitnar til.

„Sveitarstjórn er óheimilt að veita smásöluleyfi fyrirtækjum sem stunda blandaða smásöluverslun aðra en rekstur stórmarkaða eða matvöru- eða nýlenduvöruverslunar, svo sem starfsemi sem fellur undir eftirfarandi ÍSAT-flokka: 50.11.4 (söluturnar), 50.11.5 (söluturnar með ís eða samlokugerð), 50.11.6 (matsöluvagnar) og 52.12 (önnur blönduð smásala). Þá er sveitarstjórn óheimilt að veita smásöluleyfi til blaðsöluturna, sbr. ÍSAT-flokk 52.26, og myndbandaleigna, sbr. ÍSAT-flokk 71.40.1.“

Í greinargerð með frumvarpinu segir:

Þá er gert ráð fyrir að ekki verði leyft að selja áfengi í tilteknum tegundum verslana. Eru hér einkum hafðir í huga söluturnar, myndbandaleigur og söluvagnar. Leitast er við að skilgreina þessa starfsemi nánar með vísan til ÍSAT-flokkunarkerfisins.

Þarna er verið að vísa til þess að sjoppur, vídeóleigur, matsöluvagnar o.þ.h. rekstur geti ekki fengið vínsöluleyfi.  Aðrir  geti fengið leyfið og þess sérstaklega getið að matvöru- og nýlenduvöruverslanir geti fengið leyfi. Þannig að Sælkerabúðin á Skólavörðustíg mun geta fengið leyfi til að selja vín. Þannig gæti orðið til staður sem í senn er matsölustaður og matvöruverslun. Þú gætir fengið þér vínglas með matnum og labbað svo út með flösku til að taka með heim.

Svo að lokum það er ekki til neitt sem heitir "peningar ríkisins", allt opinbert fé er eign almennings og alltaf betur komið í vörslu almennings en embættismanna.

Friðjón R. Friðjónsson, 2.11.2007 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband