Er ekki kominn tími til að líta á athafnir forstjóranna?

Er ekki kominn tími til að beina sjónum aftur að athöfnum forstjóranna. Þessir sem vildu bæta sem mest í REI áður en þeir fengju kaupréttarsamninga. Guðmundur átti fyrst að fá 100 milljón kr. kauprétt  og Hjörleifur 30 milljónir, var það ekki? Ef marka má spár Dags og BInga þá yrði hlutur Guðmundar 500 miljónir og Hjörleifs 150 milljónir króna! Og menn tala eins og þeir eigi ekki hagsmuna að gæta og allt sem frá þeim kemur er bara fagleg og hlutlaus upplýsingamiðlun!

Athafnir þessara manna, Hjörleifs, Bjarna Ármanns og Guðmundar þarf að skoða ofan í kjölinn. Óhað minni eða minnisleysi fyrrverandi borgarstjóra. Ég held að Rannsóknarréttur Svandísar Svavarsdóttur verði álíka sannleikselskandi og aðrir rannsóknarréttir sem skoðanabræður hennar hafa stýrt.  Hér þurfa blaðamenn að færa sönnur á tilvist "fjórða valdsins".

---------------- 

Andrés Magnússon er búinn að setja saman myndband sem sýnir fram lygar Björns Inga í meirihlutaslitamálinu.

Tímalínan er í stuttu máli þessi.

10.25 VÞV og Björn Ingi tala saman í síma og staðfesta fund sem þeir ætla að eiga 35 mín. síðar.  

10.30 Minnihlutinn talar við BInga og þau hittast og funda til kl. 14.

14.00 Bingi fer og hittir  VÞV og skýrir honum frá slitunum. Sá fundur stendur í tæpa klukkustund.

16.30 Blaðamannafundur þar sem skýrt er frá meirihlutasamstarfinu.

Spurningin er: Hvenær hafði Björn Ingi Hrafnsson tíma til að tala við fjölda vina og félaga um þessa ákvörðun? Hann fer beint af fundinun með fyrrv. minnihluta til þáv. borgarstjóra. Hér er myndbandið: 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svandís var með voðalegar yfirlýsingar um að hún myndi stjórna yfirferð vegna Orkuveitumálanna. En ég fæ ekki betur séð en einir fimm hópar eigi að koma að þeirri skoðun. Það er nýskipuð stjórn Orkuveitunnar, tilvonandi stjórn Orkuveitunnar, hópur Svandísar sem mér vitanlega hefur ekki verið skipaður, borgarstjórn og borgarráð. Ég fæ því ekki betur séð en að verið sé að þysja út völd Svandísar.

Enda ekki furða því Björn Ingi hefur lýst því yfir að hann muni ekki bakka millimeter í Orkuveitumálum. Björn hefur einnig lýst því yfir að hann hafi ekki slitið meirihlutanum vegna hagsmuna almennings í borginni. Nei, það var vegna þess að það átti að fara að hrófla við vinum hans, orku-mommu-veitu ræningjunum þremur.

Það átti að fara að lofta út framsóknarfjósailmnum úr Orkuveitunni.

Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Júlíus Valsson

"They seek him here, They seek him there,
Those Frenchies seek him everywhere.

Is he in heaven?
—Is he in hell?

That demmed, elusive Pimpernel."

Sir Percy Blakeney (The Scarlet Pimpernel)

Júlíus Valsson, 18.10.2007 kl. 00:40

3 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Jú, núna er komin tími á að skoða þátt annara en Vilhjálms, hann var greinilega blektur í málinu.  Bjarna, Hjörleif, Guðmund og Hauk ætti að taka fyrir af pressunni, pressan ætti að kafa ofaní málin enda eru þarna einkahagsmunir þessara gerenda í málinu. 

Guðmundur Jóhannsson, 18.10.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband